Fara í efni

Audi A3 er tvítugur töffari

Nú eru tímamót hjá Audi Group því þann 18. september fyrir tuttugu árum var fyrsta Audi A3 bifreiðin framleidd. Síðan þá hefur Audi framleitt 3,5 milljón eintaka af þessu geysivinsæla módeli. Þegar kemur að úrvali innan A3 fjölskyldunnar ...

Nú eru tímamót hjá Audi Group því þann 18. september fyrir tuttugu árum var fyrsta Audi A3 bifreiðin framleidd. Síðan þá hefur Audi framleitt 3,5 milljón eintaka af þessu geysivinsæla módeli.

Þegar kemur að úrvali innan A3 fjölskyldunnar er af nógu að taka. Hægt er velja tvíorkubílinn A3 e-tron sem notar bæði rafmagn og bensín eða hefðbundinn A3 með bensín- eða dísilvél. Í lok árs bætist svo í hópinn þegar Audi A3 Sportback g-tron kemur á göturnar en það er fyrsti metanbíll fyrirtækisins. Líkt og e-tron er hann tvíorkubíll og notast bæði við metan og bensín.

Eftirspurnin eftir vistvænum fararkostum færist hratt í aukana og þess má geta að annar hver Audi A3 sem seldur er í Holland er e-tron tvíorkubíll. Hjá HEKLU rýkur e-tron einnig út eins og heitar lummur og skal engan undra þegar fegurð og sparneytni fara saman hönd í hönd.