Fara í efni

Enn ein fjöður í hatt Audi

Audi er á stafrænni siglingu en yfirmaður tæknideildarinnar, Mattias Ulbrich, hlaut nú í júní verðlaunin European Chief Information Officer of the Year. Það er evrópska fyrirtækjanetverkið CIONET sem stendur á bakvið verðlaunin sem veitt voru á CIO CITY ráðstefnunni í Brussel þann 4. júní síðastliðinn ...

Audi er á stafrænni siglingu en yfirmaður tæknideildarinnar, Mattias Ulbrich, hlaut nú í júní verðlaunin European Chief Information Officer of the Year. Það er evrópska fyrirtækjanetverkið CIONET sem stendur á bakvið verðlaunin sem veitt voru á CIO CITY ráðstefnunni í Brussel þann 4. júní síðastliðinn.

CIONET samanstendur af rúmlega fimm þúsund framkvæmdastjórum upplýsingatæknifyrirtækja frá átján löndum en dómnefndina skipa tólf sérfræðingar í upplýsingatækni á sviði viðskipta, vísinda og stjórnmála.

Samkvæmt dómnefndinni var það frumleg skipulagssnilli í upplýsingatækni sem og teymisvinna sem landaði Ulbrich og starfsfélögum þessum eftirsóttu verðlaunum. Þetta undirstrikaði Ulbrich  þegar hann tók við verðlaununum. „Á tímum stafrænnar tækni er þverfaglegt samstarf lykillinn að velgengni. Bestu hugmyndirnar að virkri mótun á hröðum umskiptum koma í teymisvinnu.“ 

Hér má sjá fleiri myndir