Fara í efni

Líf og fjör við Laugaveginn

Margmenni mætti í húsakynni Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar Volkswagen Passat var frumsýndur. Hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og viðtökurnar eru vægast sagt góðar.

Margmenni mætti í húsakynni Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar Volkswagen Passat var frumsýndur. Hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og viðtökurnar eru vægast sagt góðar.

Um allan heim hefur nýjum Volkswagen Passat verið fagnað og er bíllinn margverðlaunaður. Volkswagen Passat hefur til dæmis hlotið hin virðugu hönnunarverðlaun Red Dot, öryggisverðlaun frá WhatCar? og nú síðast, kosinn Bíll ársins í Evrópu 2015. Þar hlaut hann yfirburðarsigur með 340 stig en bíllinn í öðru sæti hlaut 248 stig. 

„VW er sér­lega þétt­ur og vel smíðaður bíll enda er nýja kyn­slóðin sú átt­unda í röðinni en VW Passat hef­ur verið fram­leidd­ur óslitið síðan 1973 í alls 22 millj­ón­um ein­taka. Passat selst í 1,1 millj­ón ein­taka ár­lega, sem eru tveir bíl­ar á mín­útu eða 3.000 bíl­ar á dag,“ segir Njáll Gunnlaugsson bílablaðamaður á Morgunblaðinu.

Hönnun áttundu kynslóðar Volkswagen Passat endurspeglar 40 ára tryggð við fágun og tímalausa hönnun. Hönnun á nýja Passatinum hefur sportlegra yfirbragð sem sækir fyrirmynd sína til hins þekkta Volkswagen CC útlits.  

Áhersla er lögð á kraftmeiri og eyðsluminni bíla sem meðal annars fæst með nýrri vélahönnun og léttari bíl sem eykur sparneytni um allt að 20%. Nýr Passat er rúmbetri en fyrirrennari hans fyrir ökumann, farþega og farangur, hleðslurými í nýja Passatinum hefur aukist um allt að 47 lítra. Í bílnum er lögð mikil áhersla á að bjóða uppá bestu tækni- og öryggislausnir, þar á meðal má nefna nýjungar á borð við kerruaðstoð, 360 gráðu myndavél og stafrænt mælaborð.

Nýr Passat er fáanlegur með 150 hestafla bensínvél og dísilvélum frá 120 til 240 hestöfl sem jafnframt eru í boði með fjórhjóladrifi. Verðið er frá aðeins 3.990.000 krónum. 

Skoða Passat