Fara í efni

Volkswagen dagurinn

Síðastliðið ár hefur verið einstaklega viðburðaríkt hjá Volkswagen og því ber að fagna. Volkswagen blæs því til veislu næstkomandi laugardag, 20. júní milli 12 og 16 ...

Síðastliðið ár hefur verið einstaklega viðburðaríkt hjá Volkswagen og því ber að fagna. Volkswagen blæs því til veislu næstkomandi laugardag, 20. júní milli 12 og 16.

 „Margir nýir bílar hafa verið frumsýndir síðustu mánuði og þar má nefna Touareg, e-Golf og að sjálfsögðu bíl ársins 2015 í Evrópu, Volkswagen Passat. Við erum ánægð og þakklát fyrir virkilega góðar viðtökur á nýjungum síðastliðins árs og höldum ferðinni á fullu skriði áfram. Á laugardaginn ætlum við að forsýna Volkswagen Golf GTE sem við höfum beðið spennt eftir,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkswagen.

Volkswagen Golf GTE hefur verið beðið með eftirvæntingu. Hann er nú mættur sprækur af skipinu og verður forsýndur næstkomandi laugardag á Volkswagen deginum. Golf GTE er fyrsti tengiltvinnbíll Volkswagen sem þýðir að hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni. Raforkan ein og sér dugar í flestar daglegar ferðir eða allt að 50 kílómetra en fyrir lengri ferðir kemur sparneytin bensínvélin sterk inn. Samanlögð akstursdrægni er um 939 kílómetrar. Volkswagen Golf GTE er bæði umhverfisvænn og kraftmikill. Hann fer úr núlli í 100 km/klst á aðeins 7,6 sekúndum og nær 222 km/klst hámarkshraða.

Nýlega afhenti Hekla forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl af tegundinni Volkswagen Golf og er það sá fimmti í röðinni. Veltibíllinn hefur farið með Íslendinga hring eftir hring síðan árið 1995 og á sjálfan Þjóðhátíðardaginn náði veltibíllinn því afreki að fara hring með 300.000 farþegann.

Veltibíllinn verður að sjálfsögðu á staðnum á Volkswagen-daginn á laugardaginn og tekur snúning með gestum og gangandi.

Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, rjúkandi kaffi frá Te & Kaffi, gos, ávaxtasafa og blöðrur fyrir börnin.

HEKLA, Laugavegi 170-174, er opin á laugardaginn milli klukkan 12 og 16.

Hér gefur að líta fleiri myndir af gripnum: