Fara í efni

Volkswagen söluhæstur í heimi - tekur fram úr Toyota

Á toppnum
Á toppnum
Volkswagen er stærsti bílaframleiðandi heims eftir að hafa slegið öll sölumet á fyrri helmingi ársins og er nú kominn fram úr Toyota. Frá janúar og til júní seldi Volkswagen 5.040.000 bíla ...

Volkswagen er stærsti bílaframleiðandi heims eftir að hafa slegið öll sölumet á fyrri helmingi ársins og er nú kominn fram úr Toyota. Frá janúar og til júní seldi Volkswagen 5.040.000 bíla á meðan Toyota seldi 5.020.000 bíla sem er 1,5 prósent minni sala en á sama tíma í fyrra.

Volkswagen hafði lýst því yfir að fyrirtækið ætlaði að vera stærsti söluaðili bifreiða í heimi árið 2018 en hefur nú náð þeim árangri þremur árum fyrr. Þessi frábæri árangur kemur ekki á óvart þar sem Volkswagen hefur upp á glæsilegt vöruframboð að bjóða en þýski bílarisinn framleiðir meðal annars Audi og Skoda.

Síðustu misseri hefur Volkswagen frumsýnt hvern verðlaunabílinn á fætur öðrum enda er Volkswagen leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi sama hvort um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af rafmagni, tvíorku eða metan.  

Þessi mikla velgengni Volkswagen gefur fyrirtækinu byr undir báða vængi og þar á bæ verður sem áður stefnt enn hærra með framleiðslu á gæðabílum á góðu verði sem augljóslega falla í kramið hjá bíleigendum um heim allan. Ísland er þar engin undantekning, enda þekkja landsmenn bifreiðarnar af góðu einu.