Fara í efni
 • Hraðþjónusta

  Þú kemst að samdægurs

  Hjá Hraðþjónustu HEKLU eru smærri viðgerðir afgreiddar samdægurs.

  Þjónustumóttakan á Laugavegi tekur vel á móti þér og metur umfang viðgerðar með það að markmiði að verkstæði okkar klári bílinn innan dagsins.

  Meðal verkefna sem hraðþjónustan tekur að sér:

  • Þurrkuspindlar, -blöð og rúðuvökvi
  • Lyklakóðanir og rafhlöður í fjarstýringar
  • Speglar og rúðuupphalarar
  • Rafgeymar
  • Kerti og háspennukefli
  • Ljósabúnaður
  • Spindilkúlur
  • Viftureimar
  • ... og aðrar almennar viðgerðir

  Bókaðu tíma í síma 590 5030 eða renndu við.