Fara í efni

Þegar þér hentar 24/7

Við hjá Heklu leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum góða þjónustu og höfum á síðustu mánuðum eflt þjónustu- og samskiptaleiðir okkar með það að markmiði að einfalda viðskiptavinum okkar lífið.
 
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta rafrænar leiðir í samskiptum við Heklu og kappkostum að svara fyrirspurnum eins hratt og auðið er. Söluráðgjafar HEKLU eru aðgengilegir á opnunartíma í síma 590 5030, í gegnum tölvupóst (thjonusta@hekla.is) og í gegnum netspjall (hér til hægri á heimasíðunni).

Rafrænar leiðir Heklu gera viðskiptavinum okkar meðal annars kleift að greiða fyrir þjónustu í gegnum greiðsluhlekk og sækja bílinn hvenær sólarhringsins sem er. 

Nýttu þér rafrænar leiðir - þegar þér hentar

Þú getur bókað tíma á netinu

Ef þú ert ekki nú þegar búin/nn að bóka tíma getur þú gert það hér: www.hekla.is/timabokun

Þú getur skilið bílinn eftir hvenær sem er

Við hvetjum viðskiptavini verkstæðis til að nýta snertilausa afgreiðslu með því að skilja bíllykilinn eftir í læstum skilakassa sem er við vinstri aðalhurð Heklu. Þar er umslag sem hægt er að fylla út með nánari upplýsingum en einnig er hægt að ná í upplýsingablað hér til útprentunar, fylla út og setja með í umslagið.

Við tæmum skilakassann á morgnana og í lok dags, en ef þú kemur um miðjan dag er öruggara að hringja í okkur (590 5030) og láta okkur vita að lyklarnir eru í kassanum.  

Þú getur sótt bílinn þegar þér hentar

Þú getur óskað eftir því að fá afhendan bílinn í gegnum lyklabox og að greiða rafrænt. 

 • Við sendum þér Greiðsluhlekk (sjá nánar í lið um greiðsluhlekk hér að neðan).
 • Þegar greiðsla hefur borist er lykillinn settur í lyklabox í inngangi sýningarsals Skoda þar sem þú getur sótt hann hvenær sólarhringsins sem er.  

Þú getur greitt hvar sem er

Greiðsluhlekkur Heklu gerir þér kleift að greiða rafrænt fyrir þjónustuna.
Þegar þjónustu við bílinn er lokið færðu sent SMS með greiðsluhlekk.
Með greiðsluhlekknum getur þú skoðað yfirlit yfir reikning áður en greitt er.

Hægt er að greiða rafrænt fyrir þjónustu hjá Heklu með eftirfarandi greiðslumöguleikum:

 • Greiðslukorti (debit eða kredit). Enginn viðbótarkostnaður er vegna greiðslu með greiðslukorti.
 • Kröfu í netbanka. Hægt er að fá kröfu senda í netbanka og leggst þá Tilkynningar - og greiðslugjald við upphæðina.
 • Dreifa greiðslunni niður á nokkra mánuði. Kostnaður við greiðsludreifingu fer eftir verðskrá Greiðslumiðlunar sem rekur PEI.

Þú getur nálgast bílllykilinn í lyklaboxi hvenær sem er

 1. Þú óskar eftir að fá lykilinn afhendan í lyklabox annað hvort við bókun tíma eða þegar þú kemur með bílinn til okkar.
 2. Þú færð SMS með greiðsluhlekk þegar bíllinn er tilbúinn.
 3. Þú gengur frá greiðslunni.
 4. Þú færð reikninginn sendan í tölvupósti.
 5. Lykillinn er settur í lyklaboxið.
 6. Þú færð tölvupóst frá Heklu með aðgangsnúmeri að útihurð og lyklaboxinu.
 7. Þú getur sótt lykilinn í lyklabox sem er staðsett við inngang sýningarsals Skoda.
 8. Þú slærð inn 4 stafa lykilorð á takkaborði við útihurð.
 9. Þú velur Key Pickup á snertiskjánum.
 10. Þú slærð inn 8 stafa aðgangsnúmer fyrir lyklaboxið.
 11. Nú á lyklaboxið þitt að opnast.
 12. Taktu lykilinn þinn úr boxinu og lokaðu því.

Ef þú lendir í vandræðum er neyðarnúmer Heklu 825 5640. 

Vantar þig reikning?

Það er sjálfsagt að senda þér reikninginn í tölvupósti, sendu okkur línu á thjonusta@hekla.is og við græjum málið.