Audi A3 e-tron

Sameinar tvo heima

Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta kynslóðin rúllaði af framleiðslulínunni í lok árs 2014. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

A3 e-tron sameinar tvo heima og gengur fyrir rafmagni og bensíni. Hann kemst allt að 50 kílómetra á raforkunni einni saman samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle) sem dugar í flestar ferðir og samanlögð drægni er allt að 940 km. Þessi vistvæni farkostur ber hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt. Hann er á einstaklega hagstæðum kjörum eða 4.190.000 krónur og er 400.000 krónum ódýrari hér en í Bandaríkjunum.

Skráðu þig hér að neðan og við finnum í sameiningu tíma fyrir reynsluakstur.