Fara í efni

Heklurútan

Við skutlum þér til og frá Heklu

Heklurútan sækir og keyrir þig til og frá HEKLU endurgjaldslaust.

Heklurútan er þjónusta sem HEKLA býður viðskiptavinum innan höfuðborgarsvæðisins án endurgjalds. Heklurútan keyrir þig heim eða til vinnu frá þjónustumóttöku við Laugaveg á meðan á viðgerð stendur og sækir þig ef þess er óskað þegar viðgerð er lokið.

Á morgnana leggur Heklurútan yfirleitt af stað frá Laugavegi um kl. 8:10.

Þeir sem koma með bílana sína í þjónustu eftir að Heklurútan er lögð af stað í fyrstu ferð dagsins geta þurft að bíða eftir að hún komi til baka.

Við látum þig vita hvenær bíllinn er búinn í þjónustu og tilbúinn til afhendingar. Óskir þú þess að vera sótt/ur getur Heklurútan komið og sótt þig heim eða á vinnustað og keyrt þig í þjónustumóttöku okkar við Laugaveg.

Þegar þú vilt að Heklurútan komi og sæki þig þá einfaldlega hringir þú í síma 825-5691 og óskað eftir því að vera sótt/ur.

Við reynum eftir fremsta megni að skipuleggja ferðir Heklurútunnar vel en það fer eftir álagi og staðsetningu viðkomandi hversu hratt við náum að bregðast við beiðnum. Sértu mjög tímabundinn (eða eftir kl. 17:00) gæti verið öruggara fyrir þig að leita annarra leiða.

Nánari upplýsingar veita þjónusturáðgjafar HEKLU.