Fara í efni
 • Fyrirtækjalausnir

  Fyrirtækjaþjónusta HEKLU sérhæfir sig í heildarlausnum í bílamálum fyrirtækja og býr að áratuga reynslu í sölu, rekstri og þjónustu bifreiða. Vöruframboð HEKLU er einstaklega breitt og spannar allt frá rafdrifnum smábílum upp í vistvæna sendibíla. HEKLA býður alla almenna bílaþjónustu undir einu þaki og leggur höfuðáherslu á framúrskarandi þjónustu.
  Fyrirtækjaþjónusta HEKLU gerir fyrirtækjum kleift að gera bílaviðskipti sín á einum og sama staðnum og láta sérfræðingana sjá um málin. Fimm ára ábyrgð fylgir öllum nýjum fólksbílum frá HEKLU og tveggja ára ábyrgð er á Volkswagen atvinnubílum.

  Bifreiðaverkstæði
  HEKLA hefur áralanga reynslu í að annast viðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Sífellt er unnið að aukinni þekkingu fagmanna sem tileinka sér nýjustu tækni hverju sinni. Tveggja ára ábyrgð er á öllum varahlutum frá Heklu og þeirri vinnu sem framkvæmd er á verkstæðinu.

  Hraðþjónusta
  Hjá hraðþjónustu HEKLU kemstu að samdægurs. Þar er nægur fjöldi lyfta til að framkvæma allar smærri viðgerðir. Líttu við þegar þér hentar og losnaðu við óþarfa tímapantanir

  Smurstöð
  Smurstöð HEKLU starfar samkvæmt ýtrustu gæðakröfum. Þar eru viðhöfð fagleg vinnubrögð eftir ströngum kröfum framleiðenda um gæði efna og þjónustuferli sem tryggir lengri líftíma bílsins og tryggir endursöluverðmæti.

  Vöruúrvalið okkar

  Við bjóðum breitt úrval traustra bíla sem henta þörfum þíns fyrirtækis. Hvort sem þú ert að leita að litlum bílum fyrir innannbæjarsnatt eða stærri sendibíla þá finnur þú þá í vöruúrvali okkar. 

  Audi - framúrskarandi aksturseiginleikar

  Audi sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum lúxusbifreiðum, allt frá borgarbílum til lúxusjeppa sem hægt er að fá í kröftugum og sportlegum útfærslum. Audi hefur haslað sér völl sem leiðandi fyrirtæki á tæknisviðinu með einkunnarorðin „Vorsprung durch Technik“ eða „framfarir með tækni“ að leiðarljósi og allir bílar Audi eru í boði með quattro® aldrifinu. Audi hefur stefnt að vistvænni framtíð lengi en með tilkomu alrafmagnaða sportjeppans Audi e-tron quattro hófst fyrir alvöru nýtt og rafmagnað tímabil hjá Audi þar sem breitt úrval raf- og tengiltvinnbíla búna hátæknibúnaði að hætti Audi var kynnt til sögunnar.

  Volkswagen atvinnubílar – styrkur og notagildi í fyrirrúmi

  Volkswagen atvinnubílar bjóða upp á breiða línu af sendibílum, atvinnubílum og fólksflutningabílum sem hannaðir eru til að takast á við krefjandi verkefni. Bílarnir koma í fjölmörgum útfærslum og vörubreiddin gerir það að verkum að hægt er að koma til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina á ört stækkandi markaði. Þannig er hægt að velja um mismunandi stærðir, vélar og orkugjafa, eftir því hvað hentar hverju sinni. Nýverið kynntu Volkswagen atvinnubílar til sögunnar úrval rafdrifinna bíla eins og e-Crafter og e-Caddy og er sú viðbót frábær fyrir fyrirtæki sem láta sér annt um umhverfið og vilja minnka kolefnisspor sitt.

  Volkswagen – gæðabílar fyrir alla

   

  Markmið Volkswagen hefur ávallt verið að framleiða gæðabíla sem hinn venjulegi borgari hefur efni á að eignast. Volkswagen er leiðandi í hönnun og framleiðslu á bílum með fjölbreyttum aflgjöfum og er með mikið úrval vistvænna bíla. Í dag býður Volkswagen upp á sautján fólksbíla og jeppa og þar af eru níu þeirra vistvænir eða fást í vistvænum útfærslum. Volkswagen hefur lagt mikið upp úr þróun og hönnun rafbíla sem eiga að vera á svipuðu verði og sambærilegir jarðefnaeldsneytisbílar enda vill Volkswagen gera öllum kleift að eignast rafbíl rétt eins og markmiðið var að gera öllum kleift að eignast bíl þegar Bjallan kom fyrst á markað. Sem hluti af þessu verkefni mun Volkswagen einmitt kynna til sögunnar fjölda rafbíla undir heitinu ID. og því má segja að það séu spennandi tímar framundan hjá Volkswagen.

  Skoda – skemmtilegi bíllinn

  Skoda býr yfir stórskemmtilegri sögu sem hófst í Tékklandi árið 1986. Bílarnir þykja rúmgóðir, haganlega hannaðir og á hagstæðu verði og Skoda-eigendur eru gjarnan mjög tryggir sínu merki. Skoda býður breiða línu bíla hvað varðar stærðir og síðan fyrsti jeppinn í fullri stærð, Skoda Kodiaq, var kynntur 2016 hafa tveir nýir bæst við SUV línuna; Karoq og Kamiq. Raforka spilar stóra rullu í framtíðarsýn Skoda sem stefnir á að bjóða 10 rafdrifna bíla árið 2025. 

  Mitsubishi – fyrir hugsandi fólk

  Japanska fyrirtækið Mitsubishi varð formlega að bílaframleiðanda árið 1917 með frameiðslu frumburðar fyrirtækisins, Mitsubishi Model-A, sem var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan. Mitsubishi býr yfir mikilli þekkingu þegar kemur að rafmagnstækni og var fyrsti bílaframleiðandinn til að selja fjölda rafmagnsbíla, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Mitsubishi á Íslandi leggur áherslu á stóra og stæðilega bíla; þar á meðal Outlander PHEV sem gengur fyrir rafmagni og bensíni og er mest seldi tengiltvinnbíll landins. 

  Leiðandi í vistvænum bílum

   Vörumerki HEKLU eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun vistvænna a­flgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem ganga fyrir bensíni, dísil, metani, rafmagni eða blöndu tveggja a­flgjafa. 
  Horft niður í kristaltært vatnið

  Hreinir rafbílar:

  • Audi etron 50
  • Audi e-tron 55
  • Volkswagen eUp!
  • Volkswagen eGolf
  • Volkswagen ID. (forsala)
  • Volkswagen e-Crafter
  • Skoda Citigo e iV (væntanlegur)

  Tengiltvinnbílar (Plug in Hybrid):

  • Audi A3 TFSI e
  • Audi Q5 TFSI e
  • Volkswagen Golf GTE
  • Volkswagen Passat GTE
  • Mitsubishi Outlander PHEV
  • Skoda Superb iV (væntanlegur)

  Metanbílar:

  • Audi A3 gtron
  • Volkswagen Golf TGI
  • Volkswagen Caddy TGI
  • Skoda Octavia GTEC


  Sýningarsalur okkar á netinu er opinn allan sólarhringinn. Skoðaðu úrvalið sem þér hentar úr sýningarsal Heklu.