Fara í efni
 • Vistvænir bílar

  HEKLA er leiðandi í sölu vistvænna bíla

  Þegar kemur að orkuskiptum þá eru ótal spurningar sem koma fram og hver og einn verður að finna þann valkost sem hentar best. Hér höfum við tekið saman upplýsingar um mismunandi gerðir vistvænna valkosta til að auðvelda þér að komast að niðurstöðu hvort rafbíll, metanbíll eða tengiltvinnbíll (Plug in hybrid) hentar þér best.

  Smelltu hér til að skoða vistvæna bíla í sýningarsalnum hjá okkur á netinu.
   
   
  Mynd af fossi með kletta á hægri hönd

  Rafbíll

  Rafbíll er bíll sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Fyrir notandann eru rafmagnsbílar jafn auðveldir og þægilegir í notkun eins og hefðbundnir jarðefnaeldsneytisbílar. Fyrir utan að vera mun umhverfisvænni og að ganga fyrir hreinni íslenskri orku þá hafa rafbílar nokkra mikilvæga kosti fram yfir jarðefnaeldsneytisbíla.
  Rafbíll á malbiki í góðu veðri

  Hagkvæmari

  E-Golf notar 13,2 kWst á 100 km akstri sem kostar aðeins um 185 krónur. Að aka sömu vegalengd á bíl sem notar 5 lítra af bensíni á 100 km kostar 1.196 kr. og 2.392 kr. fyrir bíl sem eyðir 10 lítrum á 100 km. Árlegur sparnaður við það að vera á rafbíl getur því verið á bilinu 130.000 - 280.000 kr.  Miðað við 34,9 km meðalakstur fólksbíls á dag skv. upplýsingum Samgöngustofu x 365 dagar á ári.

  Hljóðlátari

  Rafmagnsmótorinn sem rafbíllinn gengur fyrir er knúinn áfram af segulsviði sem er algjörlega hljóðlaust auk þess sem það eru færri núningssvæði í rafmótorum sem geta gefið frá sér hljóð en í hefðbundum sprengivélum.

  Algengar vangaveltur um rafbíla

  Fræðsluefni fyrir Volkswagen 

  Volkswagen hefur lagt mikla vinnu í að búa til fræðsluefni fyrir rafmagnsbílana og hér https://www.volkswagen.is/is/rafbilar/id-thekking.html getur þú fundið ýmislegt áhugavert og hjálplega um drægnina, hleðslu, tækni, þróun ásamt algengum hugleiðingum varðandi rafmagnið.  

  Einnig má finna hér allt um tengimöguleika Volkswagen: https://www.volkswagen.is/is/tengimoguleikar-og-farsimapjonusta/connectivity.html 

  Fræðslumyndbönd fyrir Audi 

  Á heimasíðu Audi má finna ótal myndbönd sem geta aðstoðað þig við að tengja appið og nýta Audi bílinn þinn til fullnustu. Kíktu á myndbandasvæðið og kannaðu hvort við getum lært eitthvað nýtt saman: https://www.audi.is/is/web/is/myndbond.html 

  Ef þú ert í vandræðum með að tengja bílinn við símann þinn þá eru hér leiðbeiningar: https://www.audi.is/is/web/is/thjonusta/myaudi.html 

  Allskonar um Skoda 

  Bíllinn þinn hefur ótalmöguleika og til að læra sem allra best á bílinn mælum við með að skoða fróðleikinn á heimasíðunni hjá Skoda. Hér má líta fróðleik um Skoda Connect: https://www.skoda.is/thinn-skoda/connect 

  Simply Clever kemur sífellt á óvart enda snjallar lausnir að finna um allan bílinn, skoðaðu molana á https://www.skoda.is/thinn-skoda/simply-clever 

  Þarf ég stanslaust að vera að hlaða bílinn? 

  Meðal manneskjan í umferðinni ekur um 35 km á dag. Ef þú fellur í þann hóp þá þarftu aðeins að hlaða rafbílinn þinn einu sinni til tvisvar sinnum í viku, eftir stærð rafgeymisins. Ef aðstæður þínar eru þannig að þú getur verð með heimahleðslustöð þá þýðir það að þú getur sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni dags.

  Hvernig er að fara í helgarferðir og styttri frí á rafbíl? 

  Það er lítið mál að ferðast á rafmagnsbíl og það eru líkur á því að þú eigir eftir að fara í nokkrar lengri ferðir á rafbílnum á ári. Fólk hætti ekki að heimsækja ættingja, kanna nýja staði eða fara út í náttúruna, um páskana eða í sumarfríinu þó svo að það skipti yfir í rafmagnsbíl. Drægni rafbílanna sem HEKLA selur er allt frá 170 km (e-Crafter) upp í 420 km (ID.3) skv. WLTP staðlinum. 

  Þú getur því komist ýmsar vegalengdir og á marga áfangastaði án þess að bæta á hleðsluna. Og ef það dugar ekki geturðu gert stutt hleðslustopp í um 15 til 30 mínútur og náð drægi upp á 100 til 300 km. Þetta þýðir að þú þarft ekki að breyta aksturslagi þínu á þessum ferðum enda ertu hvort eð oftast að stoppa einu sinni eða tvisvar á leiðinni í svona löngum ferðum. 

  Hvernig eru löng ferðalög á rafmagnsbíl? 

  Vissir þú að þú þarft bara að hlaða rafbílinn þrisvar til fjórum sinnum í 1.000 km langri ferð? Í 30 mínútna löngu stoppi getur þú hlaðið rafbílinn upp að 80% á hraðhleðslustöðum um land allt. Þetta þýðir að þú kemst langar vegalengdir. Við skulum vera hreinskilin. Það er ekkert að því að teygja úr sér og fá sér snarl eða kaffibolla af og til.

  Býður rafbíll upp á sama sveigjanleika og bensín- eða dísilbíll? 

  Ef þú ert að velta fyrir þér kaupum á rafbíl en hefur haft efasemdir um notagildi bílsins þá hafa svörin við spurningunum hér að ofan vonandi slegið á efasemdir þínar. Líklega veist þú nú að drægnin sem rafbílar búa yfir er meiri en flestir halda. Hvort sem það eru stuttar eða langar ferðir, daglegur akstur eða ferðalög, þá býður rafbíllinn þér upp á sama sveigjanleika og bensín- eða dísilbíll. Þú getur notað leiðsögukerfið til að finna næstu hleðslustöð fljótt og örugglega þegar þú ert á ferðinni. Í dag er lengsta bilið milli tveggja hleðslustöðva á þjóðvegi 1 um 150 kílómetrar og því er ekkert því til fyrirstöðu að bruna hringinn á rafmagnsbíl. Einnig er hröð framþróun í uppbyggingu hleðslustöðva og sífellt fjölgar hleðslustöðvum á almannafæri. 

  Hvaða möguleikar eru í boði til þess að hlaða rafbíla? 

  Rafknúinn ferðamáti mun gjörbreyta því hvernig við fyllum á bílana okkar þar sem ekki er lengur þörf á því að keyra á bensínstöðina til þess að fylla á bíl. Þú getur hlaðið rafgeyminn í rafbílnum þínum nánast hvar sem er: Heima í heimilisinnstungu, í heimahleðslustöð, á almennum hleðslustöðvum eða hraðhleðslustöðvum. Þegar þú hefur prófað að vera á rafbíl þá sérðu fljótt að þetta er næstum jafn auðvelt og að hlaða símann. 

  Ef notuð er heimilisinnstunga þá er hleðslutækinu sem fylgir með bílnum einfaldlega stungið í samband beint í vegg og bílinn byrjar að hlaðast strax. Aldrei skal nota fjöltengi eða framlengingarsnúru til þess að stinga rafbíl í samband. Fjöltengi og framlengingarsnúrur eru ekki hannaðar fyrir slíka notkun og getur það skapað eldhættu. Mælt er með því að rafbílaeigendur setji upp heimahleðslustöð sé þess kostur. 

  Heimahleðslustöð er í rauninni háspennuinnstunga sem fest er á vegg fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum heimahleðslustöð þá þarftu einfaldlega að stinga hleðslusnúrunni í innstungu bílsins og hleðslan hefst.  

  Það er jafn þægilegt að hlaða á almennum hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum þínum. Á almennum hleðslustöðvum er hleðslusnúran yfirleitt áföst. Ef ekki þá getur þú einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu. 

  Hraðhleðslustöðvarnar virka eins og almennar hleðslustöðvar en fyrir hraðhleðslu er notuð önnur tegund af tengli sem gerir þér kleift að hlaða bílinn með DC hleðslu úttaki upp á 22 kW eða meira. Til þess að geta nýtt sér hraðhleðslustöðvar á Íslandi þarftu að skrá þig fyrir hleðslulykli til þess að geta notað hraðhleðslu.  

  Hversu hratt hleðst rafgeymirinn? 

  Grunnreglan er sú að því hærra úttak því hraðari er hleðslan. Hins vegar getur hleðslutíminn verið mismunandi eftir gerð hleðslunnar, hve mikil hleðsla er eftir á rafgeyminum og við hve miklu afli bíllinn getur tekið. Umhverfisþættir á borð við hita og sólarbirtu eða hitann á rafgeyminum í bílnum hafa líka áhrif á hleðsluna. Sem dæmi má nefna að ef þú hleður rafbílinn þinn í heimilisinnstungu þá geturðu uppfyllt daglega rafmagnsþörf með því að hlaða yfir nóttina á 2kW á klukkustund. Það tekur styttri tíma að hlaða úr heimahleðslu: Þá þarftu aðeins 5-8 stundir til að ná fullri hleðslu (fer eftir stærð rafgeymis).

  Hraðasta hleðsluleiðin er að nota hraðhleðslustöðvar (High Power Charging – HPC)  en þá nær bíllinn allt að 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum. Almennt er mælt með því að þú hlaðir rafbílinn ekki til fulls á hverjum degi og að nota ekki alltaf hraðhleðslustöðvar. Þannig verndarðu rafgeyminn. 

  Hvernig hleð ég rafbíl?

  Það gæti ekki verið auðveldara að stinga rafmagnsbíl í samband til þess að hefja hleðslu. Þú einfaldlega opnar lokið, stingur snúrunni í samband við innstungu eða hleðslustöð, stingur snúrunni svo í bílinn, auðkennir þig ef það er nauðsynlegt og læsir bílnum. Þá ætti hleðslan að hefjast strax. 

  Þarf að vera með aðstöðu heima til þess að hlaða til þess að geta átt rafbíl? 

  Nei, það er ekki nauðsynlegt að vera með aðstöðu heima til þess að geta átt rafbíl. Á mörgum vinnustöðum er aðstaða fyrir rafbílaeigendur til þess að hlaða bíla. Mörg bílastæðahús, verslunarkjarnar, verslanir, opinberar stofnanir sem og fyrirtæki eru líka búin að setja upp hleðsluaðstöðu sem allir geta nýtt.

  Í þessu samhengi er mikilvægt að muna að meðalakstur einstaklinga á Íslandi á dag eru 35 km og því þarf einungis að hlaða rafbíl einu sinni til tvisvar í viku. Heimsókn á einn eða fleiri af þessum stöðum er hluti af daglegu lífi flestra og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að eiga rafbíl, þó svo að ekki sé möguleiki á því að hlaða bílinn heimavið. 

  Hvað gerist ef rafgeymirinn tæmist? 

  Rafbíllinn þinn mun vara þig við í tíma áður en það gerist. Ef þú tekur mið af viðvörunum bílsins ættir þú ekki að lenda í því að vera með tóman tank. Þú færð viðvörun með góðum fyrirvara áður en rafmagnið tæmist. Auk þess þá skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir í orkusparandi stillingu til þess að láta rafmagnið sem eftir er duga sem lengst. Lengsta vegalengd milli tveggja hleðslustöðva á Íslandi í dag er 150 km og hleðslustöðvanetið hérlendis mun fara sívaxandi á næstu misserum. Leiðsögukerfið í bílnum vísar þér einnig greiðlega á næstu hleðslustöð svo það að enda með tóman tank er ekki eitthvað sem þú ættir að hafa áhyggjur af.  

  Tekur ekki allt of langan tíma að hlaða rafbíl? 

  Á hraðhleðslustöðum tekur um 30 mínútur að hlaða geyminn upp í 80%. Hvað það tekur langan tíma að fullhlaða bílinn fer eftir hleðslustöðinni. AC hleðsla með 11 kW veggboxi heima eða í vinnunni nærðu fullri hleðslu á bílinn á 5-8 klukkustundum. Akstursvenjur þínar geta verið þannig að þú þurfir bara að hlaða bílinn einu sinni til tvisvar í viku, en þú getur líka dreift þessu yfir á styttri daglegar hleðslur. 

  Eru rafbílar ekki miklu dýrari en hefðbundnir bílar? 

  Margir telja að rafbílar séu þeim kostnaðarsömustu á markaðnum. Það er  rétt að kaupverð rafbíla getur verið eitthvað hærra en á sambærilegum bensín- eða dísilbílum. Ástæðan fyrir því er framleiðslukostnaðurinn á rafgeyminum. Kauphvatar, ívilnanir, skattafríðindi og lægri eldsneytiskotnaður, sem og minni viðhaldskostnaður, eru hins vegar allt þættir sem eru fljótir að vega upp þennan viðbótarkostnað. 

  Er hættulegt að hlaða rafbíl? 

  Nei, rafbíllinn þinn er öruggur, jafnvel í rigningu og raka. Sem börnum er okkur kennt að rafmagn sé hættulegt. Sérstaklega ef það blandast vatni. Engu að síður er ekkert að óttast þegar rafbíll er hlaðinn í rigningu til að mynda. Vegna þess að svo lengi sem rafgeymirinn og hleðslustöðin uppfylla staðla þá flæðir ekkert rafmagn fyrr en örugg tenging hefur komist á. Þú getur líka ekið í gegnum bílaþvottastöð eða opnað vélarhlífina í rigningu án þess að nein áhætta sé tekin. Rafbíllinn þinn er jafn öruggur og hver annar bíll í þrumuveðri og eldingum. 

  Eru nógu margar hleðslustöðvar? 

  Þú getur bætt rafmagni á rafbílinn þinn næstum hvar sem er og hleðslustöðvum í almannarými fer sífellt fjölgandi. Það má til dæmis finna margar hleðslustöðvar á bílaplönum, við verslanir og verslunarmiðstöðvar. Auk þess bjóða sífellt fleiri vinnuveitendur starfsmönnum sínum upp á að hlaða bílinn á hleðslustöðvum fyrirtækisins. Ef aðstæður leyfa þá getur þú alltaf hlaðið bílinn heima með því að nota heimahleðslu eða stinga beint í vegg. Þannig getur þú sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn fullur af orku. 

  Það er líka hægt að hlaða bílinn á þægilegan hátt á langferðum. Hleðslustöðvar á Íslandi má finna á um það bil 150 kílómetra fresti allan hringveginn.

  Eru rafbílar þungir í akstri? 

  Það er miklu skemmtilegra að aka rafbílum en þig kann að gruna. Margir halda að rafbílar séu hægir og þunglamalegir með sinn stóra rafgeymi. En það er öðru nær. Í fyrsta lagi þurfa þeir ekki sprengivél eða gírkassa og í öðru lagi er rafgeymirinn innbyggður í gólfið. Það lækkar þyngdarmiðpunktinn og veldur því að þunginn dreifist betur. Auk þess eru litlir en öflugir rafmótorar á öxlunum. Tafarlaus hröðun án gírskiptinga þýðir að þú getur skemmt þér eins vel við aksturinn og í go-kart bíl – og gangurinn er hljóðlátur. Ekki hljómar þetta nú neitt leiðinlega. 

  Hvernig er greitt fyrir notkun almennra hleðslustöðva eða hraðhleðslustöðva? 

  Margar almennar hleðslustöðvar eru notendum að kostnaðarlausu og þá þarf ekkert að gera annað en stinga bílnum í samband. Áður en almennar hleðslustöðvar eða hraðhleðslustöðvar sem greitt er fyrir eru notaðar, þarf að vera búið að skrá notanda og fá tilheyrandi lykil. Svo hægt sé að innheimta hjá þér fyrir því rafmagni sem þú notar þarf hleðslustöðin að vita hver þú ert. Þú getur skráð þig inn með hleðslukorti eða appi. Innheimt verður hjá þér samkvæmt vistaðri greiðsluleið (t.d. debetkort, kreditkort eða PayPal).   

  Gjöldin eru yfirleitt miðuð við tíma en ekki það magn af rafmagni sem þú notaðir í hleðsluna. Ástæðan er sú að mjög fáar hleðslustöðvar eru vottaðar um að þær uppfylli kvörðunarreglur til að skrá nákvæmlega magn rafmagns. Hins vegar mun þetta verða algengara í framtíðinni sem þýðir að við megum vænta þess að almennt verði innheimt fyrir því magni af rafmagni sem notað er. 

  Til að gera rafhleðslu enn einfaldari í framtíðinni munt þú aðeins þurfa að stinga rafmagnssnúru í samband og rafhleðslan hefst. Með þessari tækni, sem kallast Plug & Charge, verða auðkennisupplýsingarnar þínar vistaðar í bílnum einu sinni. Hleðslustöðin ber þá sjálfkrafa kennsl á þig og býr til afskaplega hagkvæma lausn. 

  Metanbíll

  Metanbílar eru jafn kraftmiklir og bensín- eða dísilbílar. Flest ökutæki sem knúin eru metani eru með svonefndri tvíbrennivél eða vél sem gengur fyrir metani en getur einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda. Ökutækin hafa því tvo eldsneytisgeyma, metan- og bensíngeymi, og því hefur þú fullt ferðafrelsi ef þú ekur um á metanbíl. Vél metan/bensínsbíls er að öllu upplagi eins og í bensínbíl sömu gerðar og stjórn- og öryggisbúnaður hinn sami. Í akstri finnur ökumaður engan mun á því hvort vélin gengur fyrir metani eða bensíni. Ökutæki með tvíbrennivél, metan/bensínbílar,  henta sérlega vel til umhverfisvænna og hagfelldra orkukerfisskipta í samgöngum á Íslandi. Helstu kostir metanbíla eru: 
  Íslensk náttúra með þoku og fjallagarð í baksýn

  Hagkvæmari

  Vissir þú að eldsneytisnotkun metanbíla í m3/100 km er nánast sú sama og eldsneytisnotkun bensínbíla í lítrum talið? Rekstrarkostnaður metanbíls er því mun lægri en á hefðbundum bensínbíl. Metangas er að jafnaði 25-35% ódýrara eldsneyti en bensín. Sem dæmi má nefna þá gengur Volkswagen Golf Metan fyrir 100% endurnýjanlegri orku og á 100 km akstri eyðir hann 3,6 rúmmetrum (samsvarar 5,2 lítrum) af metani sem kostar 515 kr. Að aka sömu vegalengd á bíl sem eyðir 5 lítrum af bensíni á hverja 100 km kostar 1.196 kr. 

  Öfugt kolefnisfótspor

  Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Þannig losar metanbíll u.þ.b. 25% minni koltvísýring en bíll með hefðbundinni bensínvél. Bíll sem brennir metani dregur úr gróðurhúsaáhrifum þar sem óbrunnið metangas hefur yfir tuttugufalt meiri áhrif en koltvísýringurinn sem verður til við brunann. Með notkun á íslensku metangasi í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði  sem annars myndi losna út í umhverfið.  Þeir bílar sem knúnir eru af metan eru hannaðir til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni.   

  Tengiltvinnbíll

  Tengiltvinnbílar eru tvíorkubílar sem hægt er að stinga í samband við hreina íslenska orku og ganga hvort tveggja fyrir rafmagni og annað hvort bensín- eða dísilolíu. Tengiltvinnbílar (plug in hybrid) er gott fyrsta skref fyrir þá sem vilja skipta yfir í rafmagnsbíl en keyra mikið langkeyrslu inn á milli. Meðalmanneskjan í umferðinni á Íslandi ekur um 35 km á dag sem er minna en rafmagnsdrægni flestra tengiltvinnbílanna okkar. Þetta þýðir að allur daglegur akstur er á hreinni íslenskri orku en þegar farið er í lengri ferðir þá notast bíllinn við hefðbundið jarðefnaeldsneyti. 
  Horft í hliðarspegil

  Hagkvæmari

  Rekstur tengiltvinnbíla er hagkvæmari en sambærilegra bíla sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. VW Passat GTE notar 12.2 kWst í blönduðum akstri akstri, sem kostar aðeins um 167 krónur.* Að aka sömu vegalengd á bíl sem notar 5 lítra af bensín á 100 km kostar 964 kr. 

  Ferðavænni

  Fyrir þá sem keyra reglulega lengri vegalengdir án stoppa t.d. vegna vinnu, eru tengiltvinnbílar frábær kostur. Ekki er þörf á hleðslustoppi þó svo að umhverfis landið sé net hleðslustöðva sem tengiltvinnbílar geta nýtt sér. Þó möguleikinn sé fyrir hendi að keyra lengri vegalengd án þess að stoppa þá mælum við alltaf með því að ökumenn taki sér pásu frá akstrinum af og til.