Rafmagnaðir Golf!

Forsala er hafin á e-Golf og GTE

Nýr e-Golf býður upp á mun meiri drægni en fyrirrennarinn og hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingakerfi sem býður upp á hreyfistýringu sem staðalbúnað. Meðaldrægni bílsins aukist um 50 prósent og er nú komin upp í 300 kílómetra samkvæmt NEDC-staðlinum. Orkugetan hefur verið aukin úr 24,2 kWh upp í 35,8 kWh og aflið hefur aukist úr 85kW í 100 kW. Togkraftur hefur aukist úr 200 Nm í 290 Nm og Volkswagen hefur líka bætt afköstin. Þrátt fyrir aukningu afls og drægni hefur sama sparneytnin haldist óbreytt. Síðar á árinu verður Discover Pro margmiðlunartækið með 9.2“ glerskjá og WiFi hotspot í Premium útgáfu. 

Volkswagen Golf GTE gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan dugar allt að 50 kílómetra og sparneytin bensínvélin kemur sterk inn í lengri ferðum. Hann er umhverfisvænn með frábæra aksturseiginleika og fer úr núlli í 100 km/klst. á aðeins 7,6 sekúndum. Golf GTE státar af kraftmikilli hönnun og mikilli sparneytni. Þessi sportlegi og glæsilegi bíll er með viðbótarrafdrifi sem gerir hann að afar sparneytnum tengiltvinnbíl.

Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér nýjustu fréttir um leið og þær berast.