Smurstöð

Smurstöð

Hekla rekur eina best búnu smurstöð landsins þar sem fram fer öll hefðbundin smurþjónusta. Við tileinkum okkur fagleg vinnubrögð eftir ströngum reglum þar sem hreinlæti og umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð.  Við veitum smurþjónustu fyrir allar Audi, Skoda, Volkswagen og Mitsubishi bifreiðar eftir ströngum kröfum framleiðandanna um gæði efna og þjónustuferli.

Smurstöð Heklu er vottað samkvæmt ýtrustu gæðakröfum og hefur sérleyfi til að starfa með merki sinna framleiðenda. Starfsfólk okkar er með algera sérþekkingu er kemur að bílnum þínum. Við vitum um mikilvægi þess að eingöngu séu notaðar olíur og síur sem viðurkenndar eru af framleiðendum bílsins. Það tryggir lengri líftíma bílsins og eykur endursöluverðmæti.

Þegar þú mætir til okkar mátt þú fullvissa þig um að á bílinn þinn fái rétt smurefni og síur og rétta meðhöndlun. Þín ánægja er okkar hagur.

Þú getur pantað tíma hjá þjónustuveri Heklu í síma 590 5030 eða með því að smella hér.

Afgreiðslutími smurstöðvar

Mánudaga - föstudaga
kl. 8.00 - 17.00 Hafið samband

s. 590-5030 
eða sendið okkur  
tölvupóst á 
thjonusta@hekla.is