Sölu- og þjónustuaðilar

Sölu og þjónustuaðilar

Sölu- og þjónustuaðilar HEKLU eru staðsett víðsvegar um landið. Þar starfa fagmenn með áralanga reynslu og þekkingu á Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Öll umboð HEKLU hafa möguleika á beinni tengingu við upplýsingakerfi HEKLU sem þýðir að þú getur með aðstoð þeirra fljótt og vel komist að verðum á bílum, varahlutum, lagerstöðu og öðru því sem þarf til að þjónusta þig. Umboðsmenn HEKLU hafa um árabil lagt metnað sinn í fljóta og góða þjónustu sem og að bjóða eingöngu viðurkennda varahluti til viðgerða.

Hægt er að sækja um að gerast sölu- og eða þjónustuaðili fyrir HEKLU, nánari upplýsingar veitir Skúli Sigurðsson hjá þjónustusviði HEKLU í netfanginu sks@hekla.is 

Þjónustu- og söluumboð HEKLU

Hekla hefur gott samstarf við þjónustu- og sölumboð sín hvort sem er í höfuðborginni eða á landsbyggðinni. Hér getur þú haft samband við þann sem þér er næstur.