Audi e-tron quattro

Laugardaginn 8. desember milli 12 og 16 forsýnum við nýjan Audi e-tron quattro. Kaffitár býður ljúffengt kaffi og kakó á meðan Möndlubásinn býður ilmandi ristaðar jólamöndlur.

Audi e-tron quattro er fyrsti 100% rafdrifni jeppinn frá Audi og tekur rafbílinn upp á næsta stig.

Sýniseintak Audi e-tron quattro ferðast nú um heiminn þar sem eingöngu er stoppað á hverjum stað í nokkra daga. Eftirvæntingin og eftirspurnin er afar mikil en lukkulega náði Audi á Íslandi að tryggja sér nokkra daga til að sýna áhugasömum gripinn sem er þó ekki ætlaður til reynsluaksturs.

Forsala er hafin á Audi.is og má lesa allt um bílinn með því að smella hér.

Viðburður á Facebook