Fara í efni

Besta ár í sögu sölu Audi bíla á Íslandi

Besta ár í sögu sölu Audi bíla á Íslandi

Annað árið í röð hefur  Audi slegið sölumet sitt en frá því að innflutningur hófst á Audi bílum hafa aldrei selst fleiri bílar á einu ári en á árinu 2018. 305 Audi bílar seldust á árinu og þar af 294 til einstaklinga og fyrirtækja sem gerir Audi að mest selda þýska lúxusbílamerkinu á einstaklingsmarkaði.

53,3% allra seldra bíla hjá HEKLU árið 2018 eru í flokki vistvænna bíla  en þegar aðeins er litið til Audi var 65% af allri sölu merkisins á árinu 2018 tengiltvinnbílar. Félagarnir A3 e-tron og Q7 e-tron áttu stærstan hlut í því en þeir ganga báðir fyrir rafmagni og bensíni – og dísil. Audi tengiltvinnbílar eru með langa drægni, frábæra aksturseiginleika og aðstoðarkerfi fyrir ökumann, þeir eru umhverfisvænir og fullkomnir fyrir fólk á ferðinni.

Miklar væntingar eru til Audi á nýju ári en meðal nýjunga má nefna Audi e-tron quattro sem forsýndur var í desembermánuði. Þar er á ferðinni fyrsti al-rafmagnaði fjöldaframleiddi Audi bíllinn og um er að ræða fjórhjóladrifinn jeppa með drægni yfir 400 kílómetra samkvæmt nýju WLTP mælingarstöðlunum. Spennan hefur verið mikil og nú þegar hafa hátt í hundrað manns forpantað bílinn sem kemur til Íslands á vormánuðum 2019.