Fara í efni

Borgarholtsskóli fær afhenta bilanagreiningartölvu

Borgarholtsskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu fimmtudaginn 13. október síðastliðinn og bauð til veislu. Opið hús var í tilefni dagsins og fjöldi gesta mætti til að gleðjast með nemendum og skólastjórnendum. Þar á meðal voru ...

Borgarholtsskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu fimmtudaginn 13. október síðastliðinn og bauð til veislu. Opið hús var í tilefni dagsins og fjöldi gesta mætti til að gleðjast með nemendum og skólastjórnendum. Þar á meðal voru Indriði Grétarsson tæknimaður og Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU sem færðu skólanum gjöf í tilefni dagsins. Um er að ræða bilanangreiningatölvu og sveiflusjá en Borgarholtsskóli heldur úti öflugu námi í bíliðngreinum. Það var Ársæll Guðmundsson skólameistari sem tók við gjöfinni.