Fara í efni

Einstaklega flott frumsýning

Audi Q7 e-tron quattro var frumsýndur síðastliðinn laugardag í Audi sal HEKLU við Laugaveg Stjarna dagsins sló í gegn enda um glæsilegan og vel útbúinn jeppa að ræða sem beðið hefur verið eftir með ofvæni. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar af V6 TDI dísilvél, rafmótor og quattro fjórhjóladrifi ...

Audi Q7 e-tron quattro var frumsýndur síðastliðinn laugardag í Audi sal HEKLU við Laugaveg. Stjarna dagsins sló í gegn enda um glæsilegan og vel útbúinn jeppa að ræða sem beðið hefur verið eftir með ofvæni. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar af V6 TDI dísilvél, rafmótor og quattro fjórhjóladrifi ...

„Reynslan af Audi Q7 er frábær og vinsældir hans hafa án efa haft áhrif á það hversu mikil spenna skapaðist fyrir Q7 e-tron quattro áður en hann kom í sölu. Við byrjuðum að taka pantanir í mars og seldum hátt í þrjátíu bíla óséða. Nú þegar hafa fyrstu eintökin af Q7 e-tron quattro verið afhentir ánægðum eigendum. Það leggst sérstaklega vel í fólk hversu vistvænn bíllinn  er en Q7 e-tron quattro fer allt að 56 kílómetra á rafmagninu en þá tekur sparneytin dísilvélin við. Tollarnir eru afar hagstæðir á umhverfisvænum bílum um þessar mundir og því er Audi Q7 e-tron quattro á góðu verði sem hugnast viðskiptavinum vel. Það var mjög gaman að sjá hversu mikla lukku bíllinn vakti meðal gesta. Fjölmargir fengu að reynsluaka honum og það var mikil stemning í Audi salnum,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi.

Audi Q7 e-tron quattro er vistvænn en kraftmikill. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann nær 230 km hámarkshraða. Hann er virkilega vel útbúinn og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, sparneytni og framúrskarandi hleðslutækni.

Audi Q7 e-tron quattro kostar frá kr. 11.390.000 og er með fimm ára ábyrgð.

Hér má kynnast Audi Q7 e-tron quattro betur: http://microsites.audi.com/q7etron/index.html?locale=is_IS