Fara í efni

Ferðasumar Mitsubishi hefst á Sjóaranum síkáta!

Mitsubishi fagnar sumri og verður á ferð og flugi í allt sumar með Bylgjunni, Gunna Helga og fleiri samstarfsaðilum. Fyrsti áfangastaðurinn af fjölmörgum bæjarhátíðum landsins er Sjóarinn síkáti í Grindavík og með í för verða Outlander PHEV, L200 og Eclipse Cross sem gera ferðalagið skemmtilegra. Rithöfundurinn, leikarinn og gleðigjafinn Gunni Helga verður í broddi fylkingar og sér um skemmtilegar uppákomur. Má þar nefna nýjungina veiðikortaveiði, hina æsispennandi bakkkeppni Mitsubishi, getraun og upplestur úr nýjustu bók hans - Barist í Barcelona.

Af þessu tilefni býður Mitsubishi fjölbreytta aukahlutapakka að verðmæti 400.000 með öllum nýjum bílum frá Mitsubishi. Pakkarnir eru fimm talsins og passa vel fyrir þá sem ætla að nýta sér sumarið, enda tengjast þeir allir ferðalögum og útivist. Um er að ræða ferðapakka, veiðipakka, sportpakka, hjólapakka og fjallapakka. Meðal þess sem pakkarnir innihalda eru aukahlutir frá Mitsubishi að eigin vali, Thule ferðabox og töskur, hleðslukort hjá Ísorku og gjafakort hjá Víkurverk, GG Sport, Veiðiflugum, Erninum og Stillingu.

„Það hafa allir beðið spenntir eftir sumrinu eftir dapurlegt veðurfar í fyrra og við hjá Mitsubishi ætlum að nýta okkur það út í ystur æsar,“ segir Björn Gunnlaugsson vörumerkjastjóri Mitsubishi. „Bílarnir okkar eru frábærir í ferðalögin svo okkur fannst kjörið að kortleggja bæjarhátíðir landsins og mæta sjálf á sem flestar þeirra. Við verðum með húsbíl í eftirdragi og fáum sjálf að upplifa það að ferðast á Outlander PHEV, L200 og Eclipse. Það er mikil eftirvænting í hópnum og við hlökkum til að hefja leikinn á Sjóaranum síkáta,“ segir Björn sem hvetur fólk til að kynna sér ferðaáætlunina og aukahlutapakkana sem eru í boði á heimasíðu Mitsubishi.