Fara í efni

Fjórföld frumsýning.

Fjórföld frumsýning.
Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo ...

Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo. Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!

Volkswagen Polo
Nýr og sportlegur Polo ljómar af sjálfsöryggi. „Það má í stuttu máli mæla með VW Polo sem traustum kosti, fallegum ásýndar og góðum í akstri. 6. kynslóðin er föðurbetrungur og sýnir að þessi 42 ára unglingur á nóg inni ennþá.“ Á heimasíðu Polo má skoða bílinn í 360 gráðum ásamt öllum helstu upplýsingum, myndum og mörgu fleira.
Smelltu hér til að skoða Polo.

Volkswagen Tiguan Allspace
Sjö manna Tiguan Allspace er kominn til landsins. Enn meira pláss, enn fjölskylduvænni, enn betri! Þrjár sætaraðir en ef þriðja sætaröðin er felld niður er gríðarstórt 760 lítra farangursrými í bílnum. Komdu og reynsluaktu.
Smelltu hér til að skoða Tiguan Allspace.

Volkswagen Arteon
Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar bíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi. Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – nýi Arteon grípur augað hvert sem litið er.
Smelltu hér til að skoða Arteon.

Volkswagen Crafter
Sendibíll ársins er nýr Crafter. Hann er sparneytinn, hagkvæmur og áreiðanlegur og býður upp á hagnýtur lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar væntingar viðskiptavina. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu, fram- aftur- og fjórhjóladrifi.
Smelltu hér til að skoða Crafter.

Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!