Fara í efni

Frumsýnum grjótharðan nýjan L200 pallbíl

Laugardaginn 16. nóvember verður sjötta kynslóð Mitsubishi L200 frumsýnd í Mitsubishi salnum að Laugavegi 170 – 174 og stendur frá kl. 12 – 16.

L200 byggir á rúmlega 40 ára grunni sem hófst með tilkomu pallbílsins Forte árið 1978 og á vegferð sinni hefur L200 sett viðmiðin hvað öryggisbúnað varðar. Hann var fyrsti pallbíllinn með veggripsstýringu, hemlunaraðstoð (Brake Assist) og merkjakerfi neyðarstöðvunar sem lætur aðra ökumenn vita um hættu í aðsigi.

Það var því ekki gefinn neinn afsláttur þegar kom að sjöttu kynslóðinni. Kappkostað var að gera nýju kynslóðina magnaða og hönnunin var unnin eftir kröfum viðskiptavina um harðgerðan, traustan og kraftmikinn pallbíl. Útkoman er grjóthart útlit og uppfært fjórhjóladrif með nýju “Off Road Mode” og “Hill Descent Control” kerfi. Nýr L200 er með nýja 2.2l. 16 ventla MIVEC-dísilvél sem er innan innan marka Euro 6d-TEMP, reglugerðar um nýja útblástursstaðla í Evrópu, nýja sex gíra sjálfskiptingu, uppfærðan undirvagn, bremsur og nýja fjöðrun. Dráttargeta L200 er 3000-3100 kg, hann er 150 hestöfl og togar 400 Nm. 

Staðalbúnaður í L200 er betri en í hágæða stallbaki. Samlæsing með lyklalausu aðgengi, rafdrifnar rúður að framan og aftan, hitaðir og rafdrifnir hliðarspeglar með framúrskarandi útsýni í öllum veðrum, hituð leðursæti og tveggja svæða loftræsting. Úrval aukahluta hefur aukist og meðal nýrra öryggiskerfa má nefna akreinavara (Lane Departure Warning system), árekstravara að framan (Forward Collision Mitigation – FCM), viðvörun um umferð fyrir aftan – Rear Cross Traffic Alert og UMS-kerfi sem dregur úr mishröðun. Þessi kerfi eru gæðastimplar í pallbílaheiminum. 

L200 er með fjórar stjörnur í Euro NCAP og hlaut nýverið Carbuyer verðlaunin sem besti pallbíllinn, þriðja árið í röð. 

Nánari upplýsingar um nýja L200 er að finna hér.