Fara í efni

Fullt hús hjá HEKLU

Fullt hús hjá HEKLU
Hjá HEKLU má finna allt sem hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Fjölbreytnin í jeppum og jepplinum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum.

Úrvalið hjá Mitsubishi hefur aldrei verið betra þar á bæ en á dögunum var hinn brakandi nýi Eclipse Cross frumsýndur og býður Mitsubishi nú uppá fimm jeppa og jepplinga; Eclipse Cross, ASX, Pajero, Outlander PHEV og pallbílinn L200. Hittaranum Outlander PHEV fylgir nú þjónustuskoðun í tvö ár og í marsmánuði fylgir aukahlutapakkir að andvirði 200.000 kr. með pöntuðum Mitsubishi bílum.

Hjá Volkswagen kennir ýmissa grasa og fæst sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn Tiguan Offroad á einsöku tilboðsverði, með Tiguan Allspace sem er í boði sjö manna fylgir Comfortline + pakki frítt með. Pallbíllinn glæsilegi Amarok Highline er sérstöku tilboðsverði, töffaranum T-Roc fylgir aukahlutapakki í marsmánuði að verðmæti 200.000 kr.

Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q5 og Q7. Á tengiltvinnbílnum Audi Q7 e-tron er glæsilegt tilboð og nokkrir Q5 eftir á tilboðsverði.

Nýi sportjeppinn Skoda Karoq kemur sterkur í kjölfar Kodiaq sem kom á markað í fyrra og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann kemur í mörgum útfærslum og hægt er að velja um fjórhjóla- eða framhjóladrif, beinskiptan eða sjálfskiptan. Aukahlutapakkar að andvirði 200.000 kr. fylgja með Kodiaq og Karoq í marsmánuði.

Hjá HEKLU má finna allt sem  hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.