Fara í efni

Fullt hús jeppa og jepplinga á stórsýningu HEKLU!

Fullt hús jeppa og jepplinga á stórsýningu HEKLU!
Það var líf og fjör í höfuðstöðvum HEKLU þegar blásið var til stórsýningar síðastliðinn laugardag. Til sýnis voru bílar af öllum stærðum og gerðum með áherslu á jeppa og jepplinga en Hekla býður upp á eina fjórtán slíka og hefur úrvalið aldrei verið meira. Mitsubishi frumsýndi þann nýjasta, sportjeppann Eclipse Cross, sem er frábær viðbót ...

Það var líf og fjör í höfuðstöðvum HEKLU þegar blásið var til stórsýningar síðastliðinn laugardag.

Til sýnis voru bílar af öllum stærðum og gerðum með áherslu á jeppa og jepplinga en Hekla býður upp á eina fjórtán slíka og hefur úrvalið aldrei verið meira. Mitsubishi frumsýndi þann nýjasta, sportjeppann Eclipse Cross, sem er frábær viðbót við Pajero, ASX, L200 og sölusmellinn Outlander. Í Audi salnum átti Q-línan sviðið með Q2, Q5 og Q7 og fremstir í fararbroddi í Skoda salnum voru Kodiaq og litli bróðir hans Karoq sem var frumsýndur nýverið. Það vantaði ekki breiddina hjá Volkswagen sem bauð upp á Amarok, Tiguan, Tiguan Allspace og töffarann T-Roc sem var frumsýndur fyrir skemmstu.

Í tilefni sýningarinnar voru ýmis tilboð og má þar nefna aukahlutapakka að andvirði 200.000 kr. með hverjum keyptum Volkswagen T-Roc, Skoda Karoq, Skoda Kodiaq og Mitsubishi Pajero. Mitsubishi Outlander PHEV fylgir enn fremur þjónustuskoðun í tvö ár og Audi Q5 fæst á einstöku tilboðsverði. Allir nýir fólksbílar frá Heklu koma að auki með fimm ára ábyrgð.

„Það var mikið líf í sölunum okkar á laugardaginn. Salirnir okkar voru skreyttir ýmiss konar útivistarbúnaði í stíl við tilefnið og við buðum upp á fjölda tilboða. Sýningin lukkaðist svo vel að við höfum ákveðið að halda tilboðunum út mánuðinn,“ segir Haraldur Ársælsson vörustjóri Heklu.

 Myndir