Fara í efni

HEKLA á leið um landið

Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.

Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.

Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Hellu. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur auk þess sem gestir og gangandi geta skráð sig í skemmtilegan leik þar sem meðal annars er hægt að vinna stúkumiða á Justin Bieber og veglegan ferðavinning en dregið verður úr pottinum þann 16. júní.

„Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en þrír til fjórir staðir verða heimsóttir á dag,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, sem er einn af átta starfsmönnum HEKLU sem tekur þátt í hringferðinni. „Það verða átta bílar með í hringferðinni og við munum bjóða upp á reynsluakstur og alls kyns skemmtilegheit. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar. Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU (https://www.facebook.com/hekla.is) þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.“

HEKLA verður á eftirfarandi stöðum:

Mánudagurinn 30. maí:
Hvammstangi, við Félagsheimilið, frá kl. 14-15
Blönduós, N1, frá kl. 17-18
Skagaströnd, Olís, frá kl. 20-21

Þriðjudagurinn 31. maí:
Sauðárkrókur, KS Bíla og vélaverkstæði, frá kl. 10-12
Siglufjörður, Olís, frá kl. 14-16
Ólafsfjörður, Olís, frá kl. 17-18
Dalvík, N1, frá kl. 20-21

Miðvikudagurinn 1. júní:
Húsavík, N1,  frá kl. 10-11
Kópasker, N1,  frá kl. 13-14
Raufarhöfn, N1, frá kl. 16-17
Þórshöfn, N1, frá kl. 20-21

Fimmtudagurinn 2. júní:
Vopnafjörður, Kauptún, frá kl. 10-11
Egilsstaðir, Bílaverkstæði Austurlands, frá kl. 14-16
Seyðisfjörður, Orkuskálinn, frá kl. 17-18
Reyðarfjörður, Olís, frá kl. 20-21

Föstudagurinn 3. júní:
Neskaupstaður, Olís, frá kl. 10-11
Eskifjörður, Samkaup, frá kl. 13-14
Fáskrúðsfjörður, Kaffi Sumarlína, frá kl. 16-17
Stöðvarfjörður, Saxa Fjarðarbraut, frá kl. 18-19

Laugardagurinn 4. júní:
Breiðdalsvík, Hótel Bláfell, frá kl. 10-11
Djúpivogur, Samkaupsplan, frá kl. 13-14
Höfn í Hornafirði, Olís, frá kl. 17-19 

Sunnudagurinn 5. júní:
Kirkjubæjarklaustur, N1 Skaftárskáli, frá kl. 10-11
Vík, N1 Víkurskáli, frá kl. 13-14
Hvolsvöllur, Hlíðarendi, frá kl. 16-17
Hella, Olís, frá kl. 18-19