Fara í efni

Hekla á toppi sendibílamarkaðarins!

Hekla trónir á toppi sendibílamarkaðsins með Volkswagen atvinnubíla í nóvember með 20,13% markaðshlutdeild. Volkswagen Caddy er þar fremstur í flokki en hann hefur verið einn vinsælasti atvinnubíllinn síðan hann kom á markað árið 1980. Caddy fæst með stuttu eða löngu hjólhafi, beinskiptan eða sjálfskiptan, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn. Hann er þægilegur í allri borgarumferð og hægt er að fá hann með hagkvæmum dísil-, bensín- og metanvélum. Það er einnig gaman að segja frá því að í vor er von á rafdrifnum Caddy en það er einmitt í takt við vistvænar áherslur Heklu sem er leiðandi í sölu á vistvænum bílum. Í nóvember var Hekla með 54,51% af heildarmarkaði vistvænna bíla, en það umboð sem kemur næst á eftir er með 21,19%. Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvinnbíla sem ganga fyrir bæði metani og bensíni.

Merki Heklu eiga 61,98% markaðshlutdeildar af nýskráðum tengiltvinnbílum. Mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi er Mitsubishi Outlander PHEV með tæp 40% allra seldra bíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni. Vert er að nefna að Outlander PHEV er ennþá langmest seldi bíllinn á Íslandi með 761 nýskráningar það sem af er ári. Næsta bílgerð þar á eftir er með 573 nýskráningar svo forskotið er töluvert. Volkswagen er einnig sterkt merki þegar kemur að tengiltvinnbílum með rúmlega 12% markaðshlutdeild og einn af hverjum fjórum nýskráðum 100% rafbílum er Volkswagen.

Þessar tölur sýna glögglega að Hekla heldur tryggri stöðu sinni sem leiðandi í sölu vistvænna bíla og undirstrika einstaklega breitt úrval fyrirtækisins á grænum farkostum.