Fara í efni

Höldur á Akureyri fær fjórða Moggabílinn afhentan!

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur ...

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur og á dögunum fengu þeir þann fjórða afhentan. „Við erum afskaplega ánægðir með þessa bíla og höfum verið að keyra þá í kringum 225.000 kílómetra ári. Það er gott að vinna á þeim og umgangast, þeir eru sterkir og jafnframt mjög hagstæðir í rekstri og eyðslugrannir. Bílarnir hafa svo sannarlega reynst okkur vel enda er þetta fjórði bíllinn sem við erum að taka í notkun núna,“ segir Eggert Jóhannsson, viðskiptastjóri hjá Höldi Akureyri.

Það var Pálmi V. Snorra hjá Höldi sem tók á móti fjórða bílnum; Volkswagen Transporter með milliháu þaki og fjórhjóladrifi sem er mikill kostur þar sem það er allra veðra á leið um landið. „Það er nauðsynlegt er fyrir okkur að hafa þá fjórhjóladrifna við oft og tíðum krefjandi vetraraðstæður á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Eggert.