Fara í efni

Hreinræktaður Audi jeppi forsýndur!

Hreinræktaður Audi jeppi forsýndur!
Á dögunum forsýndi Hekla hinn alrafmagna jeppa Audi e-tron 55 quattro við mikinn fögnuð viðstaddra. Von er á fyrstu bílunum til landsins í mars eða apríl á næsta ári en nú þegar hafa hátt í hundrað bílar verið pantaðir í forsölu samkvæmt sölustjóra Audi sem gefur glögga mynd af eftirvæntingunni sem ríkir eftir þessum fyrsta 100% rafdrifna jeppa.
 
„Forsala hefur gengið framar vonum og spennan er mikil. Við erum loksins komin með alvöru jeppa sem gengur að fullu fyrir endurnýtanlegu íslensku rafmagni. Að þessu sinni fengum við Audi e-tron 55 quattro til okkar einungis í nokkra daga og er hann nú þegar á leiðinni til Bretlands þar sem hann verður sýndur næst. Hönnun Audi er auðvitað mögnuð sem endranær og skemmtilegar nýjungar í þessum jeppa á borð við sýndarhliðarspegla njóta sín vel,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Audi.

Audi e-tron 55 quattro er með ríflega 400 km. drægni samkvæmt WLTP og er 5,7 sekúndur í hundraðið. Hann er með tvo rafmótora og stuðlar rafrænt aldrifið að frábærum aksturseiginleikum. Fjöldi hleðslumöguleika er fyrir hendi og jeppinn nýtir alla nýjustu tækni þannig að hægt sé að njóta aksturs á rafmagnsjeppa án málamiðlana.

Audi e-tron endurspeglar grunnatriðin í hönnun Audi á öld rafbílsins; bæði að innan sem að utan. Sérstakur dagljósabúnaður, rafhleðslulok, engin útblástursrör, saumar í sætum sem minna á rafmagnstöflu, allt eru þetta einkennandi smáatriði í hönnuninni sem gefa bílnum sinn einstæða svip.

Þegar ekið er af stað eru afköstin sambærilega við sportbíl og veitir nýja rafdrifna aldrifið besta mögulega veggripið og framúrskarandi aksturseiginleika við öll skilyrði sem gerir aksturinn skemmtilegan, á hvað undirlagi sem er.

Audi e-tron 55 quattro er ekki bara kjörinn fyrir daglegan akstur heldur líka afar meðfærilegur og sveigjanlegur í ferðalagið. Forsala stendur yfir á audi.is.