Fara í efni

Íslendingar hugsa grænt og fá frábært verð

Hekla hefur fundið fyrir miklum áhuga neytenda á umhverfisvænum bílum og býður nú vistvæna Volkswagen bíla á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Mikil vakning er á umhverfisvænum samgöngum á Íslandi og Volkswagen leggur sitt af mörkum. Með stuðningi Volkswagen getur Hekla nú boðið frábær kjör á vistvænum bílum til viðskiptavina sinna.

VISTVÆNIR VOLKSWAGEN VINSÆLLI OG Á AFAR GÓÐU VERÐI

Hekla hefur fundið fyrir miklum áhuga neytenda á umhverfisvænum bílum og býður nú vistvæna Volkswagen bíla á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Mikil vakning er á umhverfisvænum samgöngum á Íslandi og Volkswagen leggur sitt af mörkum. Með stuðningi Volkswagen getur Hekla nú boðið frábær kjör á vistvænum bílum til viðskiptavina sinna.

Volkswagen býður þrjár tegundir vistvænna bíla

  • Í fyrsta lagi tengiltvinnbíla sem keyra eingöngu á rafmagni áður en bensínmótor tekur við. Í þeim flokki býður Volkswagen upp á Golf GTE, Passat GTE og Passant Variant GTE.
  • Í öðru lagi metanbíla en þar má finna EcoUp, Polo TGI og Golf TGI.
  • Í þriðja lagi rafmagnsbíla, en þar býður Volkswagen upp á e-Up og e-Golf.

Stjórnvöld hafa ákveðið að halda áfram ívilnun til að stuðla að sölu á vistvænum bílum næstu þrjú árin og vistvænir Volkswagen bílar sem ganga fyrir endurnýtanlegri íslenskri orku (metan og rafmagn) falla svo sannarlega í þann flokk.

Afsláttur Volkswagen og Heklu er misjafn eftir tegundum en er umtalsverður, t.d. 15% á Passat GTE. Allar nánari upplýsingar fást hjá Heklu, sölumönnum Heklu, heimasíðu Heklu (www.volkswagen.is og www.hekla.is) og síðast en ekki síst er hægt að kynna sér tilboðsverðin milliliðalaust og í eigin persónu á bílasýningunni í Heklu á laugardaginn. Þar verður meðal annars úrval vistvænna Volkswagen bíla sýndir í Volkswagen salnum.

Núna er tíminn til að spá í vinsælan vistænan Volkswagen á viðráðanlegu verði!