Fara í efni

L200 - sportlegur pallbíll með stíl!

L200 - sportlegur pallbíll með stíl!
Pallbílarnir frá Mitsubishi hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978. Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 fæst bæði ...

Pallbílarnir frá Mitsubishi hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978. Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 fæst bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og hefur einstaklega létta ogskemmtilega  aksturseiginleika.

Fjórhjóladrifskerfið skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram- og afturhjóla með yfirburðar meðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins. Svo er nýr L200 líka með krafta í kögglum og státar af dráttargetu upp á 3100 kg.

L200 var valinn pallbíll ársins 2016 af Auto Express og What Van? Hann hlaut Carbuyer Awards sem besti pallbíllinn árið 2017 og krækti í þriðja sætið í flokki pallbíla ársins 2017 í vali Bandalags Íslenskra Bílablaðamanna.

Nú fæst L200 á frábæru afmælistilboði frá 4.750.000 kr; listaverð er 5.750.000 kr. Smelltu hér til að skoða afmælistilboðin!