Fara í efni

Mitsubishi Pajero - með sigursæld í genunum!

Mitsubishi Pajero er alvöru jeppi sem á sér óviðjafnanlega sögu. Hann þróaðist beint út frá hörkutólunum sem kepptu í Dakar kappakstrinum - bílum sem komu fyrstir í mark og settu heimsmet. Fyrsta kynslóð Pajero kom á markað árið 1982 ...

Mitsubishi Pajero er alvöru jeppi sem á sér óviðjafnanlega sögu. Hann þróaðist beint út frá hörkutólunum sem kepptu í Dakar kappakstrinum - bílum sem komu fyrstir í mark og settu heimsmet.

Fyrsta kynslóð Pajero kom á markað árið 1982 og svo mikil var trú manna á þessum nýja jeppa að ákveðið var að skrá hann til leiks í hörðustu mótorsportkeppni heims; Dakar rally. Pajero hreppti fyrsta sætið og sigraði alls tólf sinnum í keppninni þar til Racing Lancer tók við árið 2009 en það er met.

Fjórða kynslóð Pajero byggir á þessari frábæru arfleifð. Hún er 190 hestöfl, hraðskreið og hljóðlát og með styrktri yfirbyggingu og ýmiss konar öryggisbúnaði getur þú verið viss um að komast heilu og höldnu á áfangastað. Pajero er vel útbúinn og meðal staðalbúnaðar er stöðugleikastýring, 18" álfelgur, 7" LCD DVD skjár með bakkmyndavél, 860W Rockfordhljómkerfi með 4GB minni fyrir tónlist, Xenon aðalljós, þakbogar, topplúga, Íslandskort og margt fleira.

Nú fæst Mitsubishi Pajero á óviðjafnanlegu afmælistilboðsverði á 7.990.000 kr; listaverð er 9.390.000 kr.

Smelltu hér til að skoða afmælistilboðin

 

Mitsubishi Pajero

Mitsubishi Pajero

Mitsubishi Pajero