Fara í efni

Náðu á toppinn þinn

Náðu á toppinn þinn

Ingvar Ómarsson atvinnumaður í hjólreiðum verður með skemmtilegan fyrirlestur í Skoda salnum,  hjá Heklu Laugavegi 172,  fimmtudaginn 10. október. Húsið opnar 17.00 og Ingvar stígur á stokk stundvíslega klukkan 17.30.

Ingvar mun miðla reynslu sinni af fjölmörgum keppnum og viðburðum um allan heim. Einnig mun hann gefa ráðleggingar sem gagnast vel öllum þeim sem stefna á að taka þátt í hjólreiðamótum.

Ef þú hefur áhuga á hjólreiðum þá er þessi viðburður fyrir þig!

Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Skoða viðburð á Facebook