Nýr Volkswagen Tiguan með kaupauka

Fyrir þá sem eru í bílahugleiðingum er Volkswagen Tiguan spennandi valkostur. Þessi snarpi sportjeppi var valinn jepplingur ársins 2017 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og er með hæstu einkunn í ...

Fyrir þá sem eru í bílahugleiðingum er Volkswagen Tiguan  spennandi valkostur. Þessi snarpi sportjeppi var valinn jepplingur ársins 2017 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og er með hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Í ágúst fæst Tiguan Comfortline TSI, sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn á 5.890.000 kr. og honum fylgir einnig freistandi kaupauki.

Kaupaukinn inniheldur rafdrifinn afturhlera, lyklalaust aðgengi, niðurfellanlegan dráttarkrók og aðfellanlega hliðarspegla, alls að verðmæti 425.000 kr.

Nánari upplýsingar

Komdu í reynsluakstur og ræddu við okkur. Hlökkum til að sjá þig.