Rótarskot björgunarsveitanna

HEKLA styður Rótarskot björgunarsveitanna.

Rótarskot er ný leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna.

Hvert Rótarskot gefur af sér tré sem gróðursett er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands í nýjan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna. Sölustaðir eru hjá björgunarsveitum um allt land.

Tökum höndum saman og skjótum rótum.

Gleðilegt nýtt ár!