Fara í efni

Sérhæfðir bifvélavirkjar

Á dögunum luku biðvélavirkjarnir Gísli Þór Sigurðsson, Ísak Gunnarsson og Magnús Óskar Guðnason námskeiði hjá Mitsubishi með afburðaárangri og afhenti Magnús Eysteinn Halldórsson þeim viðurkenningu við þetta skemmtilega tækifæri.

Bifvélavirkjarnir sem útskrifast núna eru með alla þá þekkingu sem þarf til að gera við háspennukerfi Mitsubishi, eins eru þeir með þekkingu til að gera við rafhlöður í Mitsubishi Outlander og hafa fengið allar upplýsingar um nýjungar sem koma fram árið 2019. Til viðurkenningar og staðfestingar fengu þeir viðurkenningarskjal. 

Á hverju ári keppist starfsfólk HEKLU í að viða að sér sértækri þekkingu um vörumerkin og sitja símenntunarnámskeið um allan heim.