Fara í efni

Team Skoda er í startholunum!

Miðvikudaginn 15. júní hefst WOW Cyclothon, stærsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi. Keppnin verður ræst í Egilshöll klukkan sex og tilhlökkunin í Team Skoda er yfirgengileg. „Það verður hamagangur í byrjun og við búumst við mikilli stöðukeppni í Hvalfirðinum þar sem liðin reyna að skilja sig frá massanum og búa sér til vígstöðvar,“ segir Sigurður Borgar Guðmundsson, liðsmaður Team Skoda.

Miðvikudaginn 15. júní hefst WOW Cyclothon, stærsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi. Keppnin verður ræst í Egilshöll klukkan sex og tilhlökkunin í Team Skoda er yfirgengileg. „Það verður hamagangur í byrjun og við búumst við mikilli stöðukeppni í Hvalfirðinum þar sem liðin reyna að skilja sig frá massanum og búa sér til vígstöðvar,“ segir Sigurður Borgar Guðmundsson, liðsmaður Team Skoda.

Í ár samanstendur hópurinn af tíu liðsmönnum. Auk Sigurðar Borgars eru það þeir Elías Níelsson, Guðmundur J. Tómasson, Gunnlaugur Jónsson, Elvar Örn Reynisson, Stefán H. Erlingsson, Garðar Smárason, Kristján Sigurðsson og Eiríkur Kristinsson ásamt nýjasta liðsaukanum, Ingvari Ómarssyni. Ingvar er Íslandsmeistari í hjólreiðum og eini atvinnumaður Íslendinga en hann hljóp í skarðið þegar Rúnar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari í Rallí, rifbeinsbrotnaði og varð að hætta við keppni.

WOW Cyclothon stendur frá 15. – 17. júní og á þeim tíma er hjólað hringinn í kringum landið með boðsveitarformi þar sem liðsmenn skipta með sér þeim 1358 kílómetrum sem hringurinn spannar. Team Skoda hefur æft stíft fyrir keppnina og stefnir á pall en síðustu tvö árin hefur liðið hneppt fjórða sætið. „Við höfum æft meira og minna í allan vetur og vor og það er mikill hugur í okkur,“ segir Sigurður Borgar sem er reiðubúinn í slaginn.