Touareg og T-Roc bestir í sínum flokki!

Tveir af meðlimum jeppafjölskyldunnar okkar hrepptu á dögunum fyrsta sætið í sínum flokki í vali á bíl ársins 2019. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem stendur að þessu árlega vali og tilkynnt var um úrslitin í húsnæði Blaðamannafélags Íslands.

Volkswagen Touareg hlaut fyrsta sætið í flokki stærri jeppa og flokki minni jeppa hreppti flunkunýr Volkswagen T-Roc hnossið. Touareg var kynntur til sögunnar árið 2002 en T-Roc er sá allra nýjasti í Volkswagen fjölskyldunni og var frumsýndur á Íslandi í febrúar.