Fara í efni

Tvöföld ánægja á Skoda daginn!

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia ...

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia. Sportjeppinn Kodiaq er fyrsti jeppi Skoda í fullri stærð og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann er margverðlaunaður fyrir hönnun og nýsköpun í tæknilausnum. Ný útfærsla á vinsæla fjölskyldubílnum Skoda Octavia var einnig frumsýnd en hún hefur fengið andlitslyftingu auk þess sem hún er stútfull af tækninýjungum og snjallari en nokkru sinni fyrr. „Mikill spenningur hefur verið fyrir Kodiaq frá því að við tilkynntum um komu hans og um 100 manns hafa nú þegar forpantað sér jeppann,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. „Bílar í þessum stærðarflokki eru vinsælir þessa dagana og við fundum fyrir gríðarlegum áhuga gesta. Skoda Octavia er svo alltaf jafnvinsæll enda hefur hann verið einn söluhæsti fjölskyldubíll landsins síðustu ár og það var ljóst á Skoda deginum að gestum þótti nýja útfærslan koma vel út

Auk Kodiaq og Octavia mátti einnig skoða flaggskip Skoda, Superb, sem og lipra borgarsmábílinn Skoda Fabia og jepplinginn Skoda Yeti. Grillið var á fullu blasti í góða veðrinu og yngsta kynslóðin fékk skemmtilega andlitsmálningu á meðan þeir fullorðnu kynntu sér bílaflotann. „Það var stríður straumur gesta allan daginn og veðrið var alveg frábært. Þetta var skemmtilegur og vel heppnaður dagur í alla staði,“ segir Gestur.

Hér má skoða fleiri myndir

Hér má skoða myndband frá Skoda deginum