Fara í efni

Viðbrögð vegna Covid-19

Við hjá HEKLU leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum góða þjónustu nú sem endranær. Allt kapp er lagt á að vernda starfsfólk og viðskiptavini og fylgjum við tilmælum Landlæknisembættisins um sóttvarnir.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta rafrænar leiðir í samskiptum við okkur og kappkostum að svara fyrirspurnum eins hratt og auðið er. Söluráðgjafar HEKLU eru aðgengilegir í síma á opnunartíma í gegnum tölvupóst og netspjall. Við hvetjum viðskiptavini einnig til að kynna sér vefverslun HEKLU og sýningarsal nýrra bíla á www.hekla.is/vefverslun

Snertilaus afgreiðsla þjónustumóttöku: Við hvetjum viðskiptavini verkstæðis til að nýta snertilausa afgreiðslu með því að skilja eftir bíllykilinn í læstum skilakassa sem er við vinstri aðalhurð Heklu. Þar er umslag sem hægt er að fylla út nánari upplýsingar en svo má einnig ná í upplýsingablað hér til útprentunar, fylla út og setja með í umslagið. Við tæmum skilakassann reglulega. Eins er hægt að nýta snertilausa afgreiðslu við móttöku bílsins með því að hringja í síma 8305523 þegar bíllinn er tilbúinn. Við sendum þér þá reikninginn og þú millifærir á reikning Heklu áður en þú sækir bílinn. Þú hringir síðan aftur í þjónustufulltrúann þegar þú ert fyrir utan Heklu og hann færir þér lykilinn í poka. Einnig er hægt að senda tölvupóst á thjonusta@hekla.is eða nota netspjall hér til vinstri í samskiptum við þjónustuverið sem liðsinnir viðskiptavinum við snertilaus viðskipti við Heklu

Verkstæði: Á verkstæðinu nota bifvélavirkjar okkar viðurkenndar varnir til að vernda sig og viðskiptavini og fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis í sóttvörnum. Við notum að auki einnota ábreiður fyrir stýri og sæti og sótthreinsum lykil áður en hann er settur í lokaðan poka og afhentur viðskiptavini.

Afhending nýrra bíla: Varðandi afhendingu nýrra bíla þá höfum við sett fram nokkur einföld viðmið. Söluráðgjafi okkar kennir viðskiptavinum á helstu atriði nýja bílsins úr fjarlægð eða glugga. Ef nauðsynlega þarf að sýna ákveðin atriði inn í bílnum stendur söluráðgjafi fyrir utan bílinn og leiðbeinir í gegnum opinn glugga hinum megin. Varðandi tengimöguleika bílsins og önnur tæknileg atriði geta söluráðgjafar sent leiðbeiningar í tölvupósti, leiðbeint símleiðis og jafnvel boðið upp á myndsímtal. Á heimasíðum vörumerkja Heklu er að finna ítarlegar tæknilegar upplýsingar og viðskiptavinum er alltaf velkomið að hafa samband til að fá nánari upplýsingar eða jafnvel leiðbeiningar um heimasíður ef þess er óskað.

Sýningarsalir nýrra bíla: Starfsfólk okkar gætir þess að fylgja kröfum varðandi hreinlæti og sótthreinsun svæða. Sóttvarnir eru aðgengilegar í öllum sýningarsölum HEKLU. 

Úrval nýrra bíla má skoða á Laugavegi 170-174 og notaðra bíla að Kletthálsi 13. Í sýningarsalnum okkar á netinu er alltaf opið en þar er að finna allar upplýsingar, verð og búnað auk þess sem hægt er að taka frá bíl, óska eftir nánari upplýsingum og fleira. Einnig er hægt að panta aukahluti í vefverslun Heklu og fá þá senda beint heim.

Uppfært 30. október 2020