Úrval vistvænna ökutækja

Vörumerki HEKLU eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa ...

 Vörumerki HEKLU eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa. Í dag býður HEKLA upp á ellefu vistvæna bíla og fleiri eru í deiglunni. Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni og tvinnbíla sem ganga fyrir metani og bensíni.  

Raforka sem aflgjafi
Raforkan á íslandi kemur eingöngu frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og því ærin ástæða til að skipta yfir í rafbíl. Í dag getur þú ekið með endurnýjanlegri orku frá íslenskum fallvatns- og gufuaflsvirkjunum þegar þú hleður rafbíl frá Volkswagen. Frá spennustöð í nágrenninu flæðir orkan til heimilanna í hverfinu og heimahleðslustöðin sem fylgir rafbílunum tengist orkunetinu á þennan hátt. Tækni heimahleðslustöðvarinnar gerir það mögulegt að ná hámarksorku frá rafkerfi heimilisins. Orka náttúrunnar (ON) vinnur að því að uppfæra allar hraðhleðslustöðvar sínar svo þær þjóni sem flestum gerðum rafbíla og hefur nú opnað alls tíu hraðhleðslustöðvar á Íslandi.  

Metan sem aflgjafi
Helsti ávinningur af bílum sem ganga fyrir metani er eldsneytissparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í samanburði við bensín eldsneytiskostnaðurinn 25% lægri. Í Reykjavík er heimilt að leggja metanbílum án endurgjalds í 90 mínútum með tilteknum takmörkunum. En metan er ekki aðeins kostnaðarvænt heldur líka umhverfisvænt og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Það eru fleiri en 22.000 metanáfyllingarstöðvar um allan heim og á hverjum degi fjölgar þeim eldsneytisstöðvum sem bjóða upp á metan. Í dag er metan eldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri.  

Rafmagnsbíllinn Volkswagen e-up! er hinn fullkomni borgarbíll sem ekur á 100% hreinni raforku og er því laus við kolefnaútblástur við akstur. Hægt er að aka allt að 160 kílómetra á einni hleðslu við bestu aðstæður og e-up! notar aðeins 11.7 kWst á 100 kílómetra akstri sem gerir hann að einum hagkvæmasta bíl sinnar tegundar. Auk þess að vera hagkvæmur er hann öryggið uppmálað því hann hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP.  

Volkswagen e-Golf er einn mest seldi rafbíll landsins. Hann sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. Líkt og e-up! er hann knúinn áfram á 100% hreinni orku og CO2 útblástur er enginn. Drægnin er allt að 300 kílómetrar við kjöraðstæður og eyðsla á hverja 100 kílómetra er 12,7 kWst. Það er töggur í e-Golf sem kemst upp í 60 kílómetra hraða á 4 sekúndum. Honum fylgir heimahleðslustöð og átta ára ábyrgð er á rafhlöðu og hleðslubúnaði á öllum raf- og tvíorkubílum frá HEKLU.  

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem gengur fyrir rafmagni og bensíni. Fyrir daglegan akstur er tilvalið að nýta raforkuna og spara bensínið til betri tíma. Drægni á rafmagninu er um 55 kílómetrar en samanlögð drægni á bensínmótor og rafmagnsafli er allt að 800 kílómetrar. Ef þú vilt vernda umhverfið, hvíla veskið eða fá þér öruggan fjórhjóladrifinn fjölskyldubíl er Outlander PHEV málið.  

Volkswagen Golf GTE er bæði umhverfisvænn og urrandi öflugur en hann er fyrsti tvíorkubíll Volkswagen sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan dugar allt að 50 kílómetra og sparneytin bensínvélin kemur sterk inn í lengri ferðum. Þannig er hægt að keyra í vinnuna án þess að nota dropa af bensíni en skipta svo yfir í 200 hestafla tryllitæki þegar þess er þörf. Hann er umhverfisvænn með frábæra aksturseiginleika og fer úr núlli í 100 km/klst. á aðeins 7,6 sekúndum. Fullhlaða má rafhlöðuna í gegnum venjulega heimilisinnstungu á aðeins 3,5 klukkutíma eða klukkustund skemur ef sett er upp heimahleðslustöð. Snúrunni er stungið í samband við hleðslutengið fyrir aftan Volkswagen merkið á framgrillinu og orkan látin streyma inn. 

Volkswagen Passat GTE er jafnvígur á rafmagn og bensín og með tengiltvinnbílsdrifinu er hann klár í hvað sem er. Passat GTE nær allt að 50 km á rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs og í blandaðri akstursstillingu, sem þýðir samspil á milli rafmótors og TSI vélarinnar, getur nýr hann náð allt að 500 km drægi. 

Audi A3 e-tron sameinar helstu kosti raf- og bensínbíla. Raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar, eða allt að 50 kílómetra. Þegar kemur að langferðum kemur e-tron drifið við sögu og með skilvirkri samþættingu við eldsneytisbrennsluvélina er samanlögð akstursdrægni 940 kílómetrar. Þessar tölur tryggja að þú kemst alltaf á áfangastað. Rafhleðslan í e-tron er framsækin eins og bíllinn sjálfur. Hleðslutengi er að finna bak við hringina fjóra í grillinu. Með háspennutengi er bíllinn hlaðinn til fulls á innan við tveimur klukkustundum og á ferðinni er hægt að hlaða bílinn þægilega á jafnlöngum tíma á hleðslustöðvum. Hleðslusnúra fyrir hleðslustöðvar er valbúnaður en það er alltaf hægt að stinga rafmagnssnúrunni í heimainnstungu.  

Tengiltvinnbíllinn Audi Q7 e-tron quattro gengur fyrir rafmagni og dísil. Hann fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 6,2 sekúndum og eldsneytisnotkunin er minni en tveir lítrar af dísil á hverja 100 km. Drægni rafhlöðunnar er allt að 50 kílómetrar og það tekur aðeins 3 klukkustundir og 45 mínútur að hlaða hann í gegnum  heimarafmagn. Með iðnaðartengi styttist hleðslutíminn niður í 2 klukkustundir og 15 mínútur.  

Volkswagen Golf TGI er jafnvígur á metan og bensín og hefur því mikla drægni. Krafturinn er sambærilegur og í bensín- eða dísilbíl og hann kemur með 1.4 TGI vél sem skilar 110 hestöflum. Golf TGI hefur allt það sem Golf hefur að bjóða í gæðum. Hann fer vel með umhverfið, fær frítt í stæði og er ódýr í rekstri. Golf Metan er frábær kostur fyrir ferðalanginn en hann fer allt að 300 km á metantanknum og allt að 1000 km á bensíninu, sem gerir heildardrægnina allt að 1300 km.  

Volkswagen Golf Variant TGI er rúmbetri útfærsla af Golf TGI. Hvort sem leiðin liggur í ferðalag, á golfvöllinn eða bara í búðina með fjölskyldunni, Golf Variant TGI er svarið. Hann gengur bæði fyrir metani og bensíni og er því bæði spar á krónurnar og örlátur á kílómetrana. Hann er umhverfisvænn, fær frítt í stæði, er ódýr í rekstri og akstursdrægni hans er allt 1.300 kílómetrar á áfyllingunni.  

Volkswagen Caddy TGI hentar þeim sem vilja spara. Vélin brennir bæði náttúrulegu gasi, metan, og bensíni á skilvirkan hátt og ræsir sig í hinni hagstæðu CNG-stillingu þegar tankurinn er fullur. Þessi lipri sendibíll er einfaldlega sparneytinn, þægilegur og ánægjulegur í akstri.  

Skoda Octavia G-TEC samtvinnar kosti metans og bensíns. Hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemst hann ótrúlega langt án þess að fyllt sé á og svo fær hann líka frítt í stæði. Drægnin á metan er allt að 400 kílómetrar og þegar bensínmótorinn bætist við fer heildardrægnin hátt í 1300 kílómetra. Skoda Octavia G-TEC er umhverfisvænn, hljóðlátur og í náttúrulegum sérflokki.

Smelltu hér til að skoða myndir