Fara í efni

Vegna innköllunar á Takata öryggispúðum í Mitsubishi bílum

Vegna innköllunar á Takata öryggispúðum í Mitsubishi bílum

Hekla hf. hefur kallað inn Mitsubishi bíla með Takata öryggispúða til viðgerðar. Innköllunin nær til eftirarandi bifreiða með Takata öryggispúðum: Mitsubishi Lancer árgerð 2003 til 2008, Mitsubishi L200 árgerð 2007-2016, Mitsubishi Pajero árgerð 2007 – 2017 og Mitsubishi i-MiEV árgerð 2010-2013.

Hættan felst í að við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út, geta málmflísar úr púðahylkinu losnað og valdið meiðslum á farþega. Ekki hefur borist tilkynning um að þessi bilun hafi orðið í bílum frá Mitsubishi. Fyrrgreind bilun í bílum, sem eru með öryggispúða frá sama framleiðanda hefur einungis átt sér stað þar sem hita- og rakastig er mjög hátt.

Öryggi ökumanna og farþega er okkur gríðarlega mikilvægt og er þessi innköllun nauðsynleg varúðarráðstöfun til þess að gæta fyllsta öryggis. Viðgerðin sem er bíleigendum að kostnaðarlausu hjá öllum viðurkenndum Mitsubishi þjónustuverkstæðum, tekur um það bil tvær klukkustundir felst í því að skipt er um loftpúðahylki.

Hafir þú frekari spurningar varðandi þessa innköllun eða villtvita hvot þessi innkölun eigi við um þinn bíl, vinsamlegast hafðu samband í gegnum netfangið: upplysingar@hekla.is eða í síma 590 5030.