Fara í efni

Vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU!

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið ...

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið og hvernig vindmyllur virka. Í vindmyllusmíði fá gestir og gangandi að spreyta sig á því að hanna og smíða eigin vindmyllu auk þess að prófa getu hennar til þess að framleiða rafmagn. Mikil áhersla er lögð á að fá að fikta, prófa sig áfram og reyna á eigin færni og þetta skemmtilega verkefni hefur vakið lukku hjá ungum sem öldnum.