Fara í efni

Vistvænir dagar HEKLU

Dagana 10. til 12. nóvember 2016 verða Vistvænir dagar hjá HEKLU að Laugavegi 170-174. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og upplýsingar um þá kosti sem í boði eru fyrir þá sem hugleiða að fá sér vistvænan bíl ásamt því að tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron og metanbíllinn Volkswagen Eco up! verða frumsýndir

Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra.

10. nóvember – fimmtudagur / Áhersla á metantækni, metanbíla og þjónustu við metanbílaeigendur. 

  • Nýr Volkswagen Eco up! metanbíll frumsýndur.
  • Kynning og reynsluakstur á metanbílunum frá Skoda og Volkswagen.
  • Íslenski rafkappakstursbílinn TS16 sýndur.

Kl. 12.00 og kl. 16.30 verða örfyrirlestrar frá Olís, Sorpu, Metan.is, HEKLU og fleirum.

Á örfyrirlestrum kl. 12 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:

    • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
    • Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.
    • Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.
    • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.
    • Sjálfbærni; Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk því mykjan er einnig virkjuð til metaneldsneytis.

Á örfyrirlestrum kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:

    • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
    • Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.
    • Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.
    • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30

11. nóvember – föstudagur / Áhersla á raf- og tengiltvinnbíla.

Föstudagur er rafmagnaður! Á Vistvænum dögum HEKLU er föstudagurinn 11. nóvember tileinkaður rafmagni. Áhersla er lögð á tæknina, rafbíla, tengilvinnbíla og þjónustu við eigendur rafknúinna bíla. Nýr AUDI A3 e-tron verður frumsýndur og boðið upp á kynningu og reynsluakstur á öðrum vistvænum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. 

Á örfyrirlestrum kl. 12 verða eftirfarandi hliðar raforku í samgöngum kynntar:

    • Rafmagn í umferðinni. Orka náttúrunnar (ON) hefur opnað fjölmargar hraðhleðslustöðvar um landið og mun halda áfram á þeirri braut.
    • Leiðandi í sölu hleðslustöðva. Fyrirtækið Johan Rönning býður fjölbreytt úrval hleðslustöðva bæði fyrir heimili og fyrirtæki, en stöðugt bætast við nýjungar í hleðslulausnum.
    • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður framúrskarandi raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
    • Íslenskt hugvit í umferð. Hjá e1 hefur íslenskum frumkvöðlum tekist að þróa þjónustu sem gerir rafbílaeigendum kleift að finna næstu hleðslustöð.
    • Hvernig borgum við hleðsluna? Ísorka hefur þróað rekstrar- og greiðslumiðlunarkerfi fyrir hleðslustöðvar.
    • Nýjar lausnir / Ísorka.

Á örfyrirlestrum kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar raforku í samgöngum kynntar:

    • Landsvirkjun. Auðlind fylgir ábyrgð. Landsvirkjun skilar okkur 73% allrar raforku í landinu.
    • Vistvæn verslun  IKEA tekur vistvænar samgöngur alvarlega og sýnir það í verki við verslun sína í Garðabæ.
    • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður framúrskarandi raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hefur stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
    • Íslenskar hleðslustöðvar.  Fyrirtækið Faradice er eitt af nýjustu dæmum um íslenska nýsköpun í vistvænum samgöngulausnum.

    •  17.30 Saga rafbílsins / Stefán Pálsson sagnfræðingur

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30

 12. nóvember – laugardagur / Áhersla á alla vistvæna bíla, tæknilausnir og þjónustu.       

Vistvænn laugardagur! Botninn er sleginn í Vistvæna daga HEKLU með fjölbreyttri fræðslu um umhverfisvæna aflgjafa og vistvæna bíla. Á örfyrirlestrum og kynningum verður fjallað um flest það sem við kemur vistvænum samgöngum. Kynntir verða ellefu vistvænir kostir frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen og boðið upp á reynsluakstur.

 Á örfyrirlestrum kl. 13.00 verða eftirfarandi hliðar vistvænna samgangna ræddar:

    • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar. 
    • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.
    • Frumkvöðlar í notkun á metani. Íslenska Gámafélagið er frumkvöðull í notkun á umhverfisvænum orkugjöfum fyrir ökutæki fyrirtækisins. 
    • Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk. Frumkvöðullinn Jón Tryggvi Guðmundsson segir frá því hvernig mykjan er virkjuð til metaneldsneytis.
    • Rafmagn í umferðinni. Orka náttúrunnar (ON) hefur opnað fjölmargar hraðhleðslustöðvar um landið og mun halda áfram á þeirri braut.
    • Leiðandi í sölu hleðslustöðva. Fyrirtækið Johan Rönning býður fjölbreytt úrval hleðslustöðva bæði fyrir heimili og fyrirtæki.
    • Íslenskt hugvit í umferð. Hjá e1 hefur íslenskum frumkvöðlum tekist að þróa þjónustu sem gerir rafbílaeigendum kleift að finna næstu hleðslustöð með einföldum hætti.
    • Vistvæn verslun. IKEA tekur vistvænar samgöngur alvarlega og sýnir það í verki við verslun sína í Garðabæ.
    • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður breitt úrval raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
    • Íslenskar hleðslustöðvar. Fyrirtækið Faradice er eitt af nýjustu dæmum um íslenska nýsköpun í vistvænum samgöngulausnum.
    • Hvernig borgum við hleðsluna? Ísorka hefur þróað rekstrar- og greiðslumiðlunarkerfi fyrir hleðslustöðvar.

Klukkan 15.00 hefst skemmtileg málstofa þar sem umfjöllunarefnið er  Vistvænar bifreiðar - Er tíminn núna? Jón Björn Skúlason, Stefán Gíslason og Gunnar Tryggvason kryfja málið.

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174, sem hefjast klukkan 13.00

Smelltu hér til að skoða kynningarblað Vistvænna daga.