Fara í efni

Volkswagen ID. 3 frumsýndur

Volkswagen ID. 3 frumsýndur

550 km drægni, um 4 milljónir króna, útblásturslaus framtíð Volkswagen

Volkswagen heimsfrumsýndi í gærkvöldi ID.3, fyrsta rafbílinn sem byggir á MEB-einingaframleiðslu, en hann hefur allt að 550 km drægni og kostar um fjórar milljónir íslenskra króna. ID.3 er fyrsta koltvíoxíðshlutlausa Volkswagen bifreiðin og hægt er að fylla á um 290 km drægni á 30 mínútum. Þá er rétt að geta þess að ID.3 hefur meira pláss en nokkur önnur bifreið í sama flokki en einstök rýmishönnun bílsins leggur línurnar fyrir framtíðina. MEB tryggir jafnframt kjördreifingu þyngdar og þá lipru aksturseiginleika sem fylgja afturhjóladrifi. Með tilkomu ID.3 stígur Volkswagen inn í útblásturslausa framtíð.

Á heimasíðu Volkswagen er nú hægt að tryggja sér eitt af fyrstu eintökum ID.3 1st edition sem verður framleiddur í takmörkuðu upplagi eða 30.000 eintökum í Evrópu. Með kaupum á 1st Edition færðu sérstaka viðhafnarútgáfu á undan öðrum. Forsala ID.3 hefur gengið afar vel en til þess að koma á móts við mikla eftirspurn náði Volkswagen á Íslandi að tryggja sér aukaeintök svo enn eru nokkur eintök til.

Miðað við íslenskt gengi þann 9. september 2019 og núverandi ívilnanir mun grunnverð á ID.3 verða innan við fjórar milljónir íslenskra króna. Viðhafnarútgáfan sem er í forsölu núna er ID.3 1st edition og mun kosta í kringum 4.500.000 íslenskra króna.

Nýir tímar með ID.3

Mikilvægt

Hnitmiðað:

 • Heimsfrumsýning: Volkswagen kynnir ID.3, fyrsta rafbílinn sem byggir á MEB-einingaframleiðslunni.
 • Langdrægur: Skalanlegt rafhlöðukerfi sem hefur allt að 550 kílómetra drægni.
 • Hröð hleðsla: Fyllt á um 290 kílómetra drægni (WLTP) á 30 mínútum með 100 kW úttaki.
 • Rafrænn ferðamáti fyrir alla: Grunngerð ID.3 kostar innan við 30.000 evrur í Þýskalandi eða innan við 4.000.000 kr. íslenskar.
 • Sjálfbær ferðamáti: Rafhlaða, aðfangakeðja, framleiðsla – ID.3 verður fyrsta koltvíoxíðshlutlausa Volkswagen-bifreiðin
 • Rafmögnuð framtíðarhönnun: Fyrirferðarlítil bifreið með nýrri hönnun þar sem áhersla er lögð á fullkomið form og lýtalausa fegurð.
 • Byltingarkenndar innréttingar: Meira pláss en í nokkurri annarri biðreið í sama flokki. Einstök rýmishönnun á ID.3 leggur þannig línurnar fyrir framtíðina.
 • Auðskilið kerfi: Aksturinn verður auðveldari en nokkru sinni fyrr – ökumenn vita umsvifalaust hvað er hvað.
 • Frábærir eiginleikar: MEB tryggir kjördreifingu þyngdar og þá lipru aksturseiginleika sem fylgja afturhjóladrifi.
 • Hámarksöryggi: Fjöldi aðstoðarkerfa tryggja hámarksöryggi og þægindi.
 • Nýir tímar í kjölfar Bjöllunar og Golfsins: Með tilkomu ID.3 stígur Volkswagen inn í útblásturslausa framtíð.

Helstu kostir ID.3:

Wolfsburg/Frankfurt, september 2019. Volkswagen og viðskiptavinir eru að stíga inn í nýja tíma af umhverfisvænum ferðamáta og hinn rafdrifni ID.3 var kynntur á IAA-sýningunni 2019. Fyrsti bílinn úr MEB-rafbílalínunni er koltvíoxíðshlutlaus ásamt því að vera einstaklega lipur í akstri líkt og aðrir rafbílar.

Hann er alveg nettengdur og „ID.3 1ST special edition“ hefur allt að 420 kílómetra drægni (WLTP) með þrjár útgáfur af tækjabúnaði. Allar gerðir ID.3 1ST eru búnar vinsælustu rafhlöðunni sem rúmar 58 kWst.

Síðar verða einnig í boði smærri rafhlöður eða 45 kWst með drægni upp á allt að 330 kílómetra og einnig stærri 77 kWst rafhlaða með 550 kílómetra hámarksdrægni. Hröð hleðsla með 100 kW úttaki gerir það að verkum að með hálftíma langri hleðslu á  ID.3 1ST næst u.þ.b. 290 kílómetra drægni (WLTP) sem er talsvert meiri drægni en áður hefur verið möguleg á sams konar bílum.

Volkswagen ábyrgist líftíma ID.3-rafhlaðanna en þær eru tryggðar í átta ár eða að 160.000 kílómetrum.

Það sést á útliti ID.3 að ekki er einungis um nýja gerð að ræða. Framúrstefnuleg hönnunin ber vott um nýja tíma í rafdrifnum ökutækjum og kostir rafdrifinna véla er nýttur þegar kemur að rýmishönnun. Þrátt fyrir að vera svipaður Golf að stærð er innra rými ID.3 mun meira en í nokkrum öðrum bíl í sama flokki.

Grunnverð bílsins verður undir 30.000 evrum í Þýskalandi og mun með tilkomu væntanlegra ríkisstyrkja því standast verðsamanburð við hefðbundna smærri bíla og verður raunhæfur kostur fyrir almenning. Vert að veita því sérstaka athygli að þetta einstaka verð væri ekki í boði nema af því að Volkswagen hefur lagt ríka áherslu á að staðsetja sig á rafbílamarkaði og með því næst aukin hagræðing. ID.3 verður afhentur á Íslandi um mitt næsta ár.