Fara í efni

Volkswagen Amarok

Nýr Amarok verður frumsýndur hjá HEKLU Laugavegi, laugardaginn 6. maí, milli kl. 12 og 16. Amarok er glæsilegur pallbíll og fæst nú með 3.0 lítra, V6 dísilvélum. Í boði er 224 hestafla vél með 550 Nm togi

Nýr Amarok verður frumsýndur hjá HEKLU Laugavegi, laugardaginn 6. maí, milli kl. 12 og 16.

Volkswagen Amarok er glæsilegur pallbíll og fæst nú með 3.0 lítra, V6 dísilvélum. Í boði er 224 hestafla vél með 550 Nm togi og 204 hestafla vél með 500 Nm togi. Hann er með fullkomnu 4Motion fjórhjóladrifi og dráttargetan er 3.500 kgÞessi glæsilegi pallbíll er með mikið innanrými og stóran pall og hann er þægilegur í lengri sem styttri ferðum. Beygjuradíusinn er innan við 13 m. sem gerir hann einstaklega lipran í borgarumferð auk þess sem hann tæklar erfiðustu aðstæður með fullkomnu fjórhjóladrifi og er sérlega stöðugur í akstri.

Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og kemur einstaklega vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18” álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. 

Hlökkum til að sjá þig!

Lesa má nánar um Amarok hér