Fara í efni

Fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki

HEKLA hf. hlaut viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtækja á listann af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU ásamt Sigurði Erlingssyni fjármálastjóra HEKLA hf. sjást hér kampakátir með viðurkenningarskjalið enda tilefnið virkilega ánægjulegt.

HEKLA hf. hlaut viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtækja á listann af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU ásamt Sigurði Erlingssyni fjármálastjóra HEKLA hf. sjást hér kampakátir með viðurkenningarskjalið enda tilefnið virkilega ánægjulegt.

Bílasýning í HEKLU 2018

Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 6. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar Hekla heldur sína árlegu bílasýningu í glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174. Til sýnis verður allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen en aðalnúmer dagsins eru Skoda Karoq, Volkswagen T-Roc ...
Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 6. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar Hekla heldur sína árlegu bílasýningu í glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174.
 
Til sýnis verður allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen en aðalnúmer dagsins eru Skoda Karoq, Volkswagen T-Roc, Polo, Skoda Octavia RS245 og Octavia Scout.

Beðið hefur verið eftir Skoda Karoq með ofvæni. Hann er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn með allt að 1,630 lítra farangursrými, LED framljós og er fyrsti bíllinn frá Skoda sem hægt er að fá með stafrænu mælaborði. Karoq státar af einum virtustu bílaverðlaunum Evrópu, Golden Steering Wheel, og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
 
Volkswagen T-Roc er spánýr sportjeppi sem skartar hönnun sem vekur eftirtekt. Hann fæst bæði fjór­hjóla- og fram­hjóla­drif­inn, bein­skipt­ur og sjálf­skipt­ur. Véla­úr­valið spann­ar allt frá 115 hestafla þriggja strokka vél upp í 190 hestafla bens­ín­vél. Hann er bú­inn nýjustu tækni og búnaði og er fá­an­leg­ur í sautján lit­um, með hvítu eða svörtu þaki.
 
Sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo hefur verið beðið eftir í nokkurn tíma og þykir hún hafa heppnast einkar vel en Polo fagnar 42 ára afmæli sínu um þessar mundir. Polo hefur stækkað töluvert, er sportlegur og ljómar af sjálfsöryggi.
 
245 hestafla töffarinn Skoda Octavia RS245 er kraftmesta Octavian sem framleidd hefur verið. Fjölskyldubíllinn Skoda Octavia Scout hefur fengið andlitslyftingu, er með aukna veg hæð og er stútfullur af tæknilausnum.
 
Volkswagen leggur sitt lóð á vogarskálarnar í umhverfismálum og hefur nýtt ár með verðlækkun á vistvænum bílum. Afslátturinn er misjafn eftir tegundum en er allt að 15%. Úr nógu er að velja því Volkswagen býður átta bíla sem ganga fyrir rafmagni og metan. Að auki teflir Volkswagen fram miklu úrvali af glænýjum gerðum á borð við sjö sæta Tiguan Allspace og Volkswagen Arteon.
 
Audi er einnig í vistvænu stuði og býður einstaklega vel útbúinn Audi Q7 e-tron með 700.000 kr. afslætti. Q7 e-tron gengur fyrir rafmagni og dísil og er gríðarlega vinsæll og vistvænn kostur fyrir þá sem er umhugað um sitt ytra og innra umhverfi.
 
Þjónustan er í fyrirrúmi hjá Mitsubishi sem kynnir tilboð á vinsælasta jepplingi Íslands árið 2017, Mitsubishi Outlander PHEV. Öllum seldum Outlander PHEV fylgir nú frí þjónustuskoðun í tvö ár en hann kemur einnig með fimm ára ábyrgð eins og aðrir fólksbílar Heklu.
 
Auk úrvals bíla verður margt um að vera í öllum sýningarsölum. CrossFit kempan Annie Mist Þórisdóttir skorar á gesti í skemmtilegum þrautum. Í boði verður ljúfmeti frá Dunkin Donuts og rjúkandi kaffi frá Kaffitár auk þess sem veltibíllinn vinsæli og eitursnjallt blöðrulistafólk verður á staðnum.
 

„Það er orðin hefð fyrir því hjá Heklu að fagna nýju ári með bílasýningu og árið í ár er engin undantekning.“ Segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu. Hann segir síðasta ár hafa verið gott og að 2018 leggist vel í hann. „Hekla hélt leiðandi stöðu í sölu á vistvænum bílum og er með 60% markaðshlutdeild í þeim flokki. Við slógum í gegn með Mitsubishi Outlander PHEV sem var vinsælasti jepplingur ársins og næst söluhæsti bíll landsins. Við sláum hvergi af á þessu ári og höldum áfram að bjóða úrval fjölbreyttra farkosta. Á bílasýningunni forsýnum Skoda Karoq, frumsýnum VW T-Roc, og bæði Skoda Octavia RS245 og Octavia Scout. Að auki verðum við með úrval tilboða og alls kyns skemmtilegheit,“ segir Friðbert sem býst við lífi og fjöri í hverjum sal.

 

 

 

 

Íslendingar hugsa grænt og fá frábært verð

Hekla hefur fundið fyrir miklum áhuga neytenda á umhverfisvænum bílum og býður nú vistvæna Volkswagen bíla á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Mikil vakning er á umhverfisvænum samgöngum á Íslandi og Volkswagen leggur sitt af mörkum. Með stuðningi Volkswagen getur Hekla nú boðið frábær kjör á vistvænum bílum til viðskiptavina sinna.

VISTVÆNIR VOLKSWAGEN VINSÆLLI OG Á AFAR GÓÐU VERÐI

Hekla hefur fundið fyrir miklum áhuga neytenda á umhverfisvænum bílum og býður nú vistvæna Volkswagen bíla á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Mikil vakning er á umhverfisvænum samgöngum á Íslandi og Volkswagen leggur sitt af mörkum. Með stuðningi Volkswagen getur Hekla nú boðið frábær kjör á vistvænum bílum til viðskiptavina sinna.

Volkswagen býður þrjár tegundir vistvænna bíla

  • Í fyrsta lagi tengiltvinnbíla sem keyra eingöngu á rafmagni áður en bensínmótor tekur við. Í þeim flokki býður Volkswagen upp á Golf GTE, Passat GTE og Passant Variant GTE.
  • Í öðru lagi metanbíla en þar má finna EcoUp, Polo TGI og Golf TGI.
  • Í þriðja lagi rafmagnsbíla, en þar býður Volkswagen upp á e-Up og e-Golf.

Stjórnvöld hafa ákveðið að halda áfram ívilnun til að stuðla að sölu á vistvænum bílum næstu þrjú árin og vistvænir Volkswagen bílar sem ganga fyrir endurnýtanlegri íslenskri orku (metan og rafmagn) falla svo sannarlega í þann flokk.

Afsláttur Volkswagen og Heklu er misjafn eftir tegundum en er umtalsverður, t.d. 15% á Passat GTE. Allar nánari upplýsingar fást hjá Heklu, sölumönnum Heklu, heimasíðu Heklu (www.volkswagen.is og www.hekla.is) og síðast en ekki síst er hægt að kynna sér tilboðsverðin milliliðalaust og í eigin persónu á bílasýningunni í Heklu á laugardaginn. Þar verður meðal annars úrval vistvænna Volkswagen bíla sýndir í Volkswagen salnum.

Núna er tíminn til að spá í vinsælan vistænan Volkswagen á viðráðanlegu verði!

Hekla gefur Audi TT í jólagjöf!

Það var líf og fjör í sýningarsal Audi síðastliðinn föstudag þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll ...

Það var líf og fjör í sýningarsal Audi síðastliðinn föstudag  þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki.

Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu afhenti Ársæli Guðmundssyni skólameistara og Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra bifreiðina við skemmtilega viðhöfn en það voru nemendur skólans og starfsfólk Heklu sem opnuðu gjöfina saman.

„Það er okkur sönn ánægja að afhenda Borgarholtsskóla þennan glæsilega Audi TT sem hreyfir við öllum sem áhuga hafa á bílum. Okkur í Heklu er bæði ljúft og skylt að styðja við bakið á nemendum í bíltæknigreinum. Það er mikilvægt að tryggja þeim aðgengi að sem bestu tækjum og búnaði til að nemendur komist í snertingu við nýjustu tækni á tímum örra breytinga,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

„Borgarholtsskóli hefur alla tíð notið velvildar og skilnings hjá Heklu sem kom svo glöggt fram við afhendingu þessarar höfðinglegu gjafar. Bíllinn mun koma sér afar vel við kennslu í bíliðngreinum og svo hefur hann auðvitað gildi sem vitni um nýjustu tækni á þessu sviði. Því er ekki að leyna að kennslutækið Audi TT kemur ekki einungis til með að gagnast í kennslunni heldur hefur einnig aðdráttarafl vegna útlits og hönnunar. Samstarf skólans við atvinnulífið og bílgreinina á Íslandi er afar mikilvægt fyrir námið og endurnýjun mannafla í iðngreininni.” segir Ársæll.

Umræddur Audi TT er með 230 hestafla tveggja lítra TFSI vél með tvískiptu innspýtingarkerfi, 6 gíra sjálfskiptingu með fjórhjóladrifi og er ríkulega búinn aukabúnaði. Hann er með stafrænu mælaborði, S-line útlitspakka að utan og innan og stútfullur af aðstoðarkerfum á borð við akreinavara og fjarlægðaskynjara. Hér er því sannkallaður 230 hestafla villihestur á ferðinni sem á án efa eftir að vekja enn meiri áhuga á bíltækni en áður. Þessi glæsilega Audi bifreið mun nýtast nemendum Borgarholtsskóla vel næstu árin sem kennslutæki á bíltæknibraut.

Smelltu hér til að skoða myndband.

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir.

Mitsubishi stærsta vörumerkið í nóvember!

Mitsubishi er stærsta vörumerkið í bílasölu til einstaklinga í nýliðnum nóvembermánuði og skýtur öllum öðrum bílategundum aftur fyrir sig. 125 eintök af Mitsubishi bílum seldust hjá Heklu í nóvembermánuði og það gerir ríflega 17% ...

Mitsubishi er stærsta vörumerkið í bílasölu til einstaklinga í nýliðnum nóvembermánuði og skýtur öllum öðrum bílategundum aftur fyrir sig. 125 eintök af Mitsubishi bílum seldust hjá Heklu í nóvembermánuði og það gerir ríflega 17% markaðshlutdeild. Að auki er Mitsubishi Outlander mest seldi jepplingur landsins en um mánaðarmót höfðu 663 bílar af þeirri tegund verið nýskráðir það sem af er ári. Af þeim er 551 af tegundinni Mitsubishi Outlander PHEV sem fangað hefur hugi og hjörtu íslenskra neytenda með miklum gæðum og afar hagstæðu 100 ára afmælisverði.

Mitsubishi er ekki aðeins stærstur á einkabílamarkaði heldur tryggir sér annað sætið á fólks- og sendibílamarkaði með 142 bíla selda. Ekkert vörumerki í bílasölu á Íslandi hefur vaxið hraðar frá sama tíma í fyrra en vöxturinn er um 144%, eða úr 342 bílum fyrstu 11 mánuði ársins 2016 í 842 í ár.

Hekla heldur jafnframt sterkri stöðu sinni í sölu á vistvænum bílum  og eru þeir orðnir 1.251 á árinu og hlutdeild Heklu á þeim markaði hér á landi er yfir 60%. Þá er hlutdeild Heklu í tengiltvinnbílum enn sterkari, eða 64% og lætur því nærri að þrír af hverjum fimm tengiltvinnbílum á Íslandi séu frá Heklu.

„Íslendingar hafa tekið Mitsubishi opnum örmum á árinu og þessi góða sala er staðfesting á því að fyrirtækið hefur náð að framleiða bíl sem smellpassar við íslenskar aðstæður á verði sem slær í gegn. Sú staðreynd að Mitsubishi er söluhæsta bílamerki landsins rímar vel við þá upplifun eigenda Mitsubishi að þarna er kominn bíll sem hittir í mark,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

Hundraðasti Outlander PHEV í mánuðinum!

Það er ekkert lát á vinsældum vistvæna tengilbílsins Mitsubishi Outlander PHEV sem hefur selst eins og heitar lummur. Það toppar þó ekkert nóvembermánuð ...


Það er ekkert lát á vinsældum vistvæna tengilbílsins Mitsubishi Outlander PHEV sem hefur selst eins og heitar lummur. Það toppar þó ekkert nóvembermánuð og í gær fengu þau Tryggvi Ölver Gunnarsson og Sigríður Guðný Matthíasdóttir afhentan flunkuflottan og gljáfægðan Outlander Invite + PHEV. 

Almennt hefur Mitsubishi merkið átt mjög góðan mánuð og er það mest selda á einstaklingsmarkaði í nóvember.

Skoda Octavia og 100.000 króna gjafabréf í Kringluna!

Festu þér Skoda Octaviu fyrir jól og þú færð 100.000 kr. gjafabréf í Kringluna. Ef þú vilt hugsa málið getur þú fengið Octaviu lánaða í sólarhring ...

Festu þér Skoda Octaviu fyrir jól og þú færð 100.000 kr. gjafabréf í Kringluna. Ef þú vilt hugsa málið getur þú fengið Octaviu lánaða í sólarhring og kynnst þessum vinsæla bíl betur.

Octavia er einn af söluhæstu bílum á Íslandi enda ótal kostum búinn. Gott rými og hagkvæmni í rekstri gera Octavia að einum besta fjölskyldubílnum á markaðnum.

Sendu okkur línu á skoda@skoda.is eða komdu við hjá okkur í HEKLU og fáðu Octaviu með þér heim í 24 gæðastundir. Það ævintýri gæti endað með 100.000 króna verslunarferð!

Nánar um Skoda Octavia

Stórsýning í Vestmannaeyjum

Næstkomandi laugardag verðum við í Vestamannaeyjum hjá Nethamri (Nethamar ehf, Vestmannaeyjum.) milli klukkan 12 og 16. Fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsuibishi verða á staðnum en þar má meðal annars nefna Audi Q7, Skoda Superb og Kodiac, Volkswagen Caddy, Golf GTE, Tiguan og Amarok.

HEKLA og Nethamar í Vestamannaeyjum bjóða til stórsýningar næstkomandi laugardag milli klukkan 12 og 16. 

Næstkomandi laugardag verðum við í Vestamannaeyjum hjá Nethamri (Nethamar ehf, Vestmannaeyjum.) milli klukkan 12 og 16. Fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsuibishi verða á staðnum en þar má meðal annars nefna Audi Q7, Skoda Superb og Kodiac, Volkswagen Caddy, Golf GTE, Tiguan og Amarok. 

Á föstudaginn tökum við forskot á sæluna og bjóðum í lauflétta jólagleði milli kl. 17 og 19.

Sjáumst hress!

Fjórföld frumsýning.

Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo ...

Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo. Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!

Volkswagen Polo
Nýr og sportlegur Polo ljómar af sjálfsöryggi. „Það má í stuttu máli mæla með VW Polo sem traustum kosti, fallegum ásýndar og góðum í akstri. 6. kynslóðin er föðurbetrungur og sýnir að þessi 42 ára unglingur á nóg inni ennþá.“ Á heimasíðu Polo má skoða bílinn í 360 gráðum ásamt öllum helstu upplýsingum, myndum og mörgu fleira.
Smelltu hér til að skoða Polo.

Volkswagen Tiguan Allspace
Sjö manna Tiguan Allspace er kominn til landsins. Enn meira pláss, enn fjölskylduvænni, enn betri! Þrjár sætaraðir en ef þriðja sætaröðin er felld niður er gríðarstórt 760 lítra farangursrými í bílnum. Komdu og reynsluaktu.
Smelltu hér til að skoða Tiguan Allspace.

Volkswagen Arteon
Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar bíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi. Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – nýi Arteon grípur augað hvert sem litið er.
Smelltu hér til að skoða Arteon.

Volkswagen Crafter
Sendibíll ársins er nýr Crafter. Hann er sparneytinn, hagkvæmur og áreiðanlegur og býður upp á hagnýtur lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar væntingar viðskiptavina. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu, fram- aftur- og fjórhjóladrifi.
Smelltu hér til að skoða Crafter.

Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!

VISTVÆN BÍLASÝNING Í HEKLU

Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla

Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla. Þetta breiða úrval endurspeglast í sölu vistvænna bíla hjá fyrirtækinu sem leiðir markaðinn með 60% markaðshlutdeild og sölu á yfir 1000 vistvænum bílum það sem af er árs.

Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvíorkubíla sem ganga fyrir metani og bensíni. Fimm tengiltvinnbílar verða til sýnis á vistvænum dögum. Það eru Audi A3 e-tron, Audi Q7 e-tron, Mitsubishi Outlander PHEV,  Volkswagen Golf GTE og Volkswagen Passat GTE. Af hreinum rafbílum eru það Volkswagen e-up! og e-Golf og metanbílanir eru fimm, Skoda Octavia G-Tec, Volkswagen up!, Golf og Caddy og Audi A3 g-tron sem er frumsýningastjarna dagsins. Hann er fyrsti metan- og bensínbíllinn frá Audi sem kemur til landsins en byrjað er að taka niður pantanir á A4 g-tron og A5 g-tron sem væntanlegir eru til landsins á næsta ári.

Kappakstursbíll Team Spark verður á svæðinu en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa, hann og smíða rafknúinn kappakstursbíl frá grunni og keppir liðið á alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni erlendis, Formula Student.

„Við erum mjög spennt fyrir þessari sýningu og stolt af því að hafa tólf vistvæna kosti að bjóða,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það sem af er árs höfum við selt yfir 1000 vistvæna bíla sem er til marks um hversu mikill áhugi er fyrir vistvænum bílum í þjóðfélaginu. Íslendingar búa líka að miklum náttúruauðlindum. Raforkan okkar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Við höfum breytt úrval vistvænna farkosta og hlakkar til að taka móti sem flestum á laugardaginn.“

Smelltu hér til að skoða viðburð.