Fara í efni

Fréttir

Fjórföld frumsýning.

Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo ...

Við bjóðum þér til veislu í HEKLU laugardaginn 18. nóvember milli kl. 12 og 16 þar sem við frumsýnum fjóra magnaða bíla frá Volkswagen. Sjö manna Tiguan Allspace, sendibíl ársins Crafter, lúxusbílinn Arteon og nýjan, gjörbreyttan og stærri Volkswagen Polo. Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!

Volkswagen Polo
Nýr og sportlegur Polo ljómar af sjálfsöryggi. „Það má í stuttu máli mæla með VW Polo sem traustum kosti, fallegum ásýndar og góðum í akstri. 6. kynslóðin er föðurbetrungur og sýnir að þessi 42 ára unglingur á nóg inni ennþá.“ Á heimasíðu Polo má skoða bílinn í 360 gráðum ásamt öllum helstu upplýsingum, myndum og mörgu fleira.
Smelltu hér til að skoða Polo.

Volkswagen Tiguan Allspace
Sjö manna Tiguan Allspace er kominn til landsins. Enn meira pláss, enn fjölskylduvænni, enn betri! Þrjár sætaraðir en ef þriðja sætaröðin er felld niður er gríðarstórt 760 lítra farangursrými í bílnum. Komdu og reynsluaktu.
Smelltu hér til að skoða Tiguan Allspace.

Volkswagen Arteon
Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar bíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi. Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – nýi Arteon grípur augað hvert sem litið er.
Smelltu hér til að skoða Arteon.

Volkswagen Crafter
Sendibíll ársins er nýr Crafter. Hann er sparneytinn, hagkvæmur og áreiðanlegur og býður upp á hagnýtur lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar væntingar viðskiptavina. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu, fram- aftur- og fjórhjóladrifi.
Smelltu hér til að skoða Crafter.

Komdu í heimsókn og sjáðu framtíðina rætast. Við hlökkum til að sjá þig!

VISTVÆN BÍLASÝNING Í HEKLU

Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla

Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla. Þetta breiða úrval endurspeglast í sölu vistvænna bíla hjá fyrirtækinu sem leiðir markaðinn með 60% markaðshlutdeild og sölu á yfir 1000 vistvænum bílum það sem af er árs.

Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvíorkubíla sem ganga fyrir metani og bensíni. Fimm tengiltvinnbílar verða til sýnis á vistvænum dögum. Það eru Audi A3 e-tron, Audi Q7 e-tron, Mitsubishi Outlander PHEV,  Volkswagen Golf GTE og Volkswagen Passat GTE. Af hreinum rafbílum eru það Volkswagen e-up! og e-Golf og metanbílanir eru fimm, Skoda Octavia G-Tec, Volkswagen up!, Golf og Caddy og Audi A3 g-tron sem er frumsýningastjarna dagsins. Hann er fyrsti metan- og bensínbíllinn frá Audi sem kemur til landsins en byrjað er að taka niður pantanir á A4 g-tron og A5 g-tron sem væntanlegir eru til landsins á næsta ári.

Kappakstursbíll Team Spark verður á svæðinu en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa, hann og smíða rafknúinn kappakstursbíl frá grunni og keppir liðið á alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni erlendis, Formula Student.

„Við erum mjög spennt fyrir þessari sýningu og stolt af því að hafa tólf vistvæna kosti að bjóða,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það sem af er árs höfum við selt yfir 1000 vistvæna bíla sem er til marks um hversu mikill áhugi er fyrir vistvænum bílum í þjóðfélaginu. Íslendingar búa líka að miklum náttúruauðlindum. Raforkan okkar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Við höfum breytt úrval vistvænna farkosta og hlakkar til að taka móti sem flestum á laugardaginn.“

Smelltu hér til að skoða viðburð.

Húsfyllir á aldarafmæli Mitsubishi - 2000 afmælisgestir!

Það var sannkölluð afmælisstemning í sýningarsölum Mitsubishi þegar blásið var til 100 ára afmælisveislu japanska bílaframleiðandans síðasta laugardag. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á afmælisköku og kaffi og

Það var sannkölluð afmælisstemning í sýningarsölum Mitsubishi þegar blásið var til 100 ára afmælisveislu japanska bílaframleiðandans síðasta laugardag. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á afmælisköku og kaffi og skoða úrvalið af bílum.

Til sýnis voru allir nýir bílar Mitsubishi sem hafa verið á sérstöku afmælistilboði á árinu og slegið aldeilis í gegn. Sá vinsælasti, Mitsubishi Outlander PHEV, hefur selst í 410 eintökum það sem af er árs og óhætt er að kalla hann smell ársins, enda er hann vinsælasti tengiltvinnbíllinn á Íslandi 2016 og 2017. En það voru fleiri sem vöktu athygli í afmælisveislunni því eftirlíking af fyrsta bíl Mitsubishi, Model A sem kom á markað árið 1917, laðaði að sér ungu kynslóðina sem lét mynda sig í bak og fyrir með þessum sögufræga bíl.

„Þetta var sérstaklega ánægjulegur dagur og gaman hversu margir sáu sér fært að fagna deginum með okkur,“ segir Úlfar Kjartansson nýbakaður sölustjóri Mitsubishi sem fékk þann heiður að skera fyrstu sneiðina af risastórri afmæliskökunni. „Það var stöðugur straumur gesta allan daginn og við gerum ráð fyrir að um 2000 manns hafi komið í heimsókn. Það vildi líka svo skemmtilega til að samdægurs fengum við sendingu af nýrri útgáfu Outlander PHEV, sem kallast Invite + svo það var nóg að skoða,“ segir Úlfar.

Skoða myndaalbúm

Mitsubishi býður til 100 ára afmælisveislu!

Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00. Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni ...

Mitsubishi fagnar aldarafmæli og býður til veislu laugardaginn 28. október frá 12.00 til 16.00. Mikið hefur verið um að vera á árinu í tilefni aldarafmælisins og Mitsubishi hefur boðið upp á sérstakt afmælistilboð á öllum nýjum bílum. Það er óhætt að segja að það uppátæki hafi slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni og væntingar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafa 390 Mitsubishi Outlander PHEV selst það sem af er árs og Sport útfærslan seldist hreinlega upp. Í staðinn hafa bæst við tvær útfærslur af þessum umhverfisvæna tengiltvinnbíl; Outlander PHEV Invite og Invite +.

 

Mitsubishi Outlander PHEV

Mitsubishi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom Mitsubishi Model A á markað en hann var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan og lagði grunninn að farsæld næstu 100 ára. Það má með sanni segja að aldarlöng saga Mitsubishi sé saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða þá. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og leiddi af sér rafbílinn Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Outlander PHEV hefur eins og fyrr segir unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu, bæði í ár og 2016.

Íslendingar kynntust Mitsubishi þegar innflutningur hófst árið 1973 og síðan þá hafa bílar á borð við smábílinn Mitsubishi Colt, keppnisjeppann Mitsubishi Pajero og fólksbílana Mitsubishi Lancer og Galant gert garðinn frægan. Tíðar heimsóknir í sýningarsal Mitsubishi í ár bera vitni um vinsældir japanska bílaframleiðandans.

Mitsubishi Galant 1970

 „Afmælisveislan verður haldin í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveginn þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Við munum bjóða upp á heljarinnar afmælistertu, kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin og vonumst til að sjá sem flesta

 Skoða viðburð

Hekla leiðandi í sjálfbærri orkunýtingu - 1000 bíla vistvæni múrinn rofinn!

Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar 1.000 bíla múrinn var rofinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla ...

Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar 1.000 bíla múrinn var rofinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu.

Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu.

Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi.

„Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári

ÍR og HEKLA í samstarf

ÍR (Íþróttafélag Reykjavíkur) og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla

ÍR (Íþróttafélag Reykjavíkur) og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og undirstrikar mikilvægi samstarfsaðila í íþróttastarfi og viðskiptum.

Samstarfssamningurinn er sá stærsti sem aðalstjórn ÍR hefur gert um margra áratuga skeið.

„Samstarfssamningur ÍR og Heklu á án efa eftir að verða mikil lyftistöng fyrir starfsemi ÍR sem fer vaxandi með hverju árinu. Iðkendur ÍR eru um 2.500 talsins á ársgrundvelli og tíu íþróttagreinar eru stundaðar hjá félaginu. Stuðningur Heklu skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi starfsemi,“ segir Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR.

„Gangi allt eftir verða Hekla og ÍR nágrannar, enda hefur okkur verið úthlutað byggingarlóð fyrir höfuðstöðvar okkar í Suður-Mjódd, rétt við hlið íþróttasvæðis ÍR. Við höfum alltaf stutt íþróttastarf af heilum hug og það er okkur fagnaðarefni að styðja við þróttmikið starf ÍR,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

Það voru þeir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu og Þorsteinn Magnússon ritari aðalstjórnar ÍR sem undirrituðu samstarfssamninginn á milli ÍR og Heklu.

Borgarsmábíll ársins á verði ársins!

Skoda Fabia er blússandi sprækur fjörkálfur sem hefur hampað titlinum Car of the Year verðlaununum frá What Car? sem borgarsmábíll ársins þrjú ár í röð, enda lipur með eindæmum. Fabia er fyrirferðarlítill en rúmgóður, vel útbúinn og ódýr í rekstri ...

Skoda Fabia er blússandi sprækur fjörkálfur sem hefur hampað titlinum Car of the Year verðlaununum frá What Car? sem borgarsmábíll ársins þrjú ár í röð, enda lipur með eindæmum. Fabia er fyrirferðarlítill en rúmgóður, vel útbúinn og ódýr í rekstri.

Auk þessara frábæru kosta var engu sparað til við hönnunina. Vönduð hönnunin nær yfir hvern hluta bílsins og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Hvert einasta smáatriði bílsins er hannað til að fanga athyglina og glæsileg útkoman landaði Skoda Fabia hinum eftirsóttu Red Dot-verðlaunum fyrir framúrskarandi vöruhönnun.

Skoda Fabia er nú á sérstökum kjörum frá aðeins 2.017.000 kr.

Fabia Active 1.0 MPI Beinskiptur 2.017.000 kr.

Fabia Ambition 1.0 TSI Beinskiptur 2.490.000 kr.

Fabia Ambition 1.0 TSI Sjálfskiptur 2.790.000 kr.

Kynnstu Skoda Fabia betur

Metsala á Mitsubishi Outlander PHEV - sá sexhundraðasti afhentur!

HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met ...

HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met ogaukist um mörg hundruð prósent milli ára.

Vistvænir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV sýna. Samkvæmt opinbörum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla á Íslandi og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. 

Það er ekki spurning að afar hagstætt verð spilar sinn þátt í þessari frábæru sölu á Mitsubishi, en fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á þess ári, og hefur því boðið upp á sérstakt afmælisverð á þessum frábæru bílum. 

„Ég hafði mikla trú á Outlander PHEV frá byrjun og var viss um að Íslendingar tækju  honum fagnandi en þessar viðtökur gat ég ekki ímyndað mér, “ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU við afhendingu 600asta bílsins.

„Við þökkum Íslendingum kærlega fyrir frábærar viðtökur og það er ljóst að Mitsubishi á góðan stað í hjörtum Íslendinga. HEKLA mun áfram kappkosta að bjóða upp á vistvæna valkosti og vera í fararbroddi hvað þann flokk varðar

Friðbert og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU afhentu 600asta bílinn um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl.  Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi.

 

Mitsubishi Outlander PHEV – 365 seldir á árinu!

Mitsubishi Outlander PHEV er einn af þeim bílum sem seldir eru á 100 ára afmælistilboði Mitsubishi sem nær hámarki sjálfan afmælisdaginn, 16. október. Viðtökur á þessum vistvæna tengiltvinnbíl ...

Mitsubishi Outlander PHEV er einn af þeim bílum sem seldir eru á 100 ára afmælistilboði Mitsubishi sem nær hámarki sjálfan afmælisdaginn, 16. október. Viðtökur á þessum vistvæna tengiltvinnbíl hafa verið með ólíkindum og 365 eintök selst það sem af er ári.  Svo mikil hefur salan verið að Outlander PHEV Sport útfærslan er orðin uppseld. HEKLA hefur brugðist við mikilli eftirspurn með nýjum útfærslum; Outlander Invite og Outlander Invite+. Sá síðar nefndi verður laus til afhendingar í lok október svo það er ekki eftir neinu að bíða.

Nánar um Mitsubishi Outlander PHEV

Fræðslumyndbönd

Audi er í stórsókn - yfir 311% söluaukning!

Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um ...

Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017.  Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. 

Ljóst er að AUDI siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%.  Í heild hefur salan á AUDI aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar.

Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum AUDI bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron.

Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum.  Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs.

„Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs.

Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.

HEKLA festir sig enn frekar í sessi sem bílaumboðið með vistvænu bílana og þeir sem eru að velta fyrir sér slíkum bílakaupum eru á réttum stað á Laugaveginum.