Fara í efni

Fréttir

ÍR og HEKLA í samstarf

ÍR (Íþróttafélag Reykjavíkur) og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla

ÍR (Íþróttafélag Reykjavíkur) og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og undirstrikar mikilvægi samstarfsaðila í íþróttastarfi og viðskiptum.

Samstarfssamningurinn er sá stærsti sem aðalstjórn ÍR hefur gert um margra áratuga skeið.

„Samstarfssamningur ÍR og Heklu á án efa eftir að verða mikil lyftistöng fyrir starfsemi ÍR sem fer vaxandi með hverju árinu. Iðkendur ÍR eru um 2.500 talsins á ársgrundvelli og tíu íþróttagreinar eru stundaðar hjá félaginu. Stuðningur Heklu skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi starfsemi,“ segir Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR.

„Gangi allt eftir verða Hekla og ÍR nágrannar, enda hefur okkur verið úthlutað byggingarlóð fyrir höfuðstöðvar okkar í Suður-Mjódd, rétt við hlið íþróttasvæðis ÍR. Við höfum alltaf stutt íþróttastarf af heilum hug og það er okkur fagnaðarefni að styðja við þróttmikið starf ÍR,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

Það voru þeir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu og Þorsteinn Magnússon ritari aðalstjórnar ÍR sem undirrituðu samstarfssamninginn á milli ÍR og Heklu.

Borgarsmábíll ársins á verði ársins!

Skoda Fabia er blússandi sprækur fjörkálfur sem hefur hampað titlinum Car of the Year verðlaununum frá What Car? sem borgarsmábíll ársins þrjú ár í röð, enda lipur með eindæmum. Fabia er fyrirferðarlítill en rúmgóður, vel útbúinn og ódýr í rekstri ...

Skoda Fabia er blússandi sprækur fjörkálfur sem hefur hampað titlinum Car of the Year verðlaununum frá What Car? sem borgarsmábíll ársins þrjú ár í röð, enda lipur með eindæmum. Fabia er fyrirferðarlítill en rúmgóður, vel útbúinn og ódýr í rekstri.

Auk þessara frábæru kosta var engu sparað til við hönnunina. Vönduð hönnunin nær yfir hvern hluta bílsins og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Hvert einasta smáatriði bílsins er hannað til að fanga athyglina og glæsileg útkoman landaði Skoda Fabia hinum eftirsóttu Red Dot-verðlaunum fyrir framúrskarandi vöruhönnun.

Skoda Fabia er nú á sérstökum kjörum frá aðeins 2.017.000 kr.

Fabia Active 1.0 MPI Beinskiptur 2.017.000 kr.

Fabia Ambition 1.0 TSI Beinskiptur 2.490.000 kr.

Fabia Ambition 1.0 TSI Sjálfskiptur 2.790.000 kr.

Kynnstu Skoda Fabia betur

Metsala á Mitsubishi Outlander PHEV - sá sexhundraðasti afhentur!

HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met ...

HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met ogaukist um mörg hundruð prósent milli ára.

Vistvænir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV sýna. Samkvæmt opinbörum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla á Íslandi og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. 

Það er ekki spurning að afar hagstætt verð spilar sinn þátt í þessari frábæru sölu á Mitsubishi, en fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á þess ári, og hefur því boðið upp á sérstakt afmælisverð á þessum frábæru bílum. 

„Ég hafði mikla trú á Outlander PHEV frá byrjun og var viss um að Íslendingar tækju  honum fagnandi en þessar viðtökur gat ég ekki ímyndað mér, “ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU við afhendingu 600asta bílsins.

„Við þökkum Íslendingum kærlega fyrir frábærar viðtökur og það er ljóst að Mitsubishi á góðan stað í hjörtum Íslendinga. HEKLA mun áfram kappkosta að bjóða upp á vistvæna valkosti og vera í fararbroddi hvað þann flokk varðar

Friðbert og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU afhentu 600asta bílinn um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl.  Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi.

 

Mitsubishi Outlander PHEV – 365 seldir á árinu!

Mitsubishi Outlander PHEV er einn af þeim bílum sem seldir eru á 100 ára afmælistilboði Mitsubishi sem nær hámarki sjálfan afmælisdaginn, 16. október. Viðtökur á þessum vistvæna tengiltvinnbíl ...

Mitsubishi Outlander PHEV er einn af þeim bílum sem seldir eru á 100 ára afmælistilboði Mitsubishi sem nær hámarki sjálfan afmælisdaginn, 16. október. Viðtökur á þessum vistvæna tengiltvinnbíl hafa verið með ólíkindum og 365 eintök selst það sem af er ári.  Svo mikil hefur salan verið að Outlander PHEV Sport útfærslan er orðin uppseld. HEKLA hefur brugðist við mikilli eftirspurn með nýjum útfærslum; Outlander Invite og Outlander Invite+. Sá síðar nefndi verður laus til afhendingar í lok október svo það er ekki eftir neinu að bíða.

Nánar um Mitsubishi Outlander PHEV

Fræðslumyndbönd

Audi er í stórsókn - yfir 311% söluaukning!

Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um ...

Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017.  Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. 

Ljóst er að AUDI siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%.  Í heild hefur salan á AUDI aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar.

Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum AUDI bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron.

Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum.  Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs.

„Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs.

Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.

HEKLA festir sig enn frekar í sessi sem bílaumboðið með vistvænu bílana og þeir sem eru að velta fyrir sér slíkum bílakaupum eru á réttum stað á Laugaveginum.

 

Haustbónusinn færðu í HEKLU!

Haustið er rétti tíminn til að gera góð kaup í HEKLU því haustbónus fylgir völdum, nýjum bílum í september. Þeir sem panta eða kaupa sér nýjan bíl í mánuðinum fá sérstakan bónus í formi afsláttar eða kaupauka ...

Haustið er rétti tíminn til að gera góð kaup í HEKLU því haustbónus fylgir völdum, nýjum bílum í september. Þeir sem panta eða kaupa sér nýjan bíl í mánuðinum fá sérstakan bónus í formi afsláttar eða kaupauka. Allir sem reynsluaka nýjum bíl geta átt von á óvæntum glaðningi sem dreginn verður út vikulega í september. Farðu fulla ferð inn í haustið á brakandi nýjum bíl frá HEKLU. 

Allt um haustbónus HEKLU

Mitsubishi – fyrstir til að fjöldaframleiða rafmagnsbíla

100 ára saga Mitsubishi er saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða rafbíla ...

100 ára saga Mitsubishi er saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða rafbíla. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og með henni var lagður grunnur að rafbílnum Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Hann sló samstundis í gegn og vann til fjölda verðlauna. Outlander PHEV hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu, bæði í ár og 2016.

Leið Mitsubishi til rafvæðingar er vörðuð skemmtilegum hugmyndabílum sem lögðu grunn að farsæld fyrirtækisins í rafbílaframleiðslu. Einn þeirra, Mitsubishi FTO-EV var framleiddur árið 1998 og ári síðar komst hann í heimsmetabók Guinness þegar hann var fyrsti rafbíllinn til að aka 2000 kílómetra á einum sólarhring. Í tilefni 100 afmælis fyrirtækisins er ekki úr vegi að skoða aðeins þessa bíla sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun mála. Sjá myndir

 

 

Nýr Volkswagen Tiguan með kaupauka

Fyrir þá sem eru í bílahugleiðingum er Volkswagen Tiguan spennandi valkostur. Þessi snarpi sportjeppi var valinn jepplingur ársins 2017 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og er með hæstu einkunn í ...

Fyrir þá sem eru í bílahugleiðingum er Volkswagen Tiguan  spennandi valkostur. Þessi snarpi sportjeppi var valinn jepplingur ársins 2017 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og er með hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Í ágúst fæst Tiguan Comfortline TSI, sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn á 5.890.000 kr. og honum fylgir einnig freistandi kaupauki.

Kaupaukinn inniheldur rafdrifinn afturhlera, lyklalaust aðgengi, niðurfellanlegan dráttarkrók og aðfellanlega hliðarspegla, alls að verðmæti 425.000 kr.

Nánari upplýsingar

Komdu í reynsluakstur og ræddu við okkur. Hlökkum til að sjá þig. 

100 MITSUBISHI SELDUST Á FYRSTU SJÖ DÖGUM AFMÆLISTILBOÐSINS

100 Mitsubishi bílar seldust á fyrstu sjö dögum afmælistilboðs Mitsubishi hjá HEKLU, en Mitsubishi fagnar nú 100 ára afmæli sínu. Af því tilefni eru allir Mitsubishi bílar á sérstöku afmælisverði og hafa bílaeigendur tekið ...

100 Mitsubishi bílar seldust á fyrstu sjö dögum afmælistilboðs Mitsubishi hjá HEKLU, en Mitsubishi fagnar nú 100 ára afmæli sínu.  Af því tilefni eru allir Mitsubishi bílar á sérstöku afmælisverði og hafa bílaeigendur tekið Mitsubishi Outlander, ASX, Pajero og L200 fagnandi.

Mitsubisi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan á markað sem nefndur var Model A. Mitsubishi þarf þó vart að kynna enda verið vinsæl bílategund á meðal Íslendinga alveg frá því þeir voru fluttir hingað til lands fyrst árið 1973. Bílar eins og Lancer, Galant, Colt og Pajero hafa slegið í gegn en síðustu misseri hefur Mitsubishi einblínt á stærri bíla og vistvænni.

Óhætt er að segja að afmælisverðið hafi vakið lukku og má nefna að sjö sæta sjálfskipti dísiljeppinn Pajero Instyle sem áður var  á 9.390.000 er nú á 7.990.000 kr., pallbíllinn L200 með 2.4 lítra dísilvél sem var áður á 5.750.000 er nú frá 4.750.000 kr. og sjálfskiptur Outlander PHEV var áður frá 4.590.000 en er nú á frá 3.990.000 kr. Lækkunin er því frá 600 þúsund upp í 1,4 milljónir króna.

Outlander PHEV er einn þeirra bíla sem nú fást á 100 ára afmælisverði, en hann er vistvænn tengitlvinnbíll sem hefur notið gríðarlega vinsælda og er mest seldi rafbíllinn hér á landi. HEKLA hefur enda lagt sífellt meiri áherslu á sölu vistvænna bíla, bæði frá Mitsubishi og öðrum vörumerkjum. „Þetta hefur leitt til þess að ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir af vistvænum bílum til sölu, né fleiri slík vörumerki, en HEKLA. Raforka, metan, tengiltvinnbílar, það er sama hvað við ræðum, slíkir bílar fást í meira úrvali hjá HEKLU en nokkru öðru umboði,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU.

Leiðir Íslendinga og Mitsubishi hafa legið saman í 44 ár og hefur Mitsubishi verið sívinsæll á þessum tíma. Viðbrögð kaupenda við afmælisverði Mitsubishi staðfestir að svo er enn.

 

Góður ferðafélagi

Fimm manna fjölskyldubíllinn Volkswagen Caddy Beach býður upp á allt sem þarf fyrir ferðalagið og á einstöku kynningarverði! Caddy Beach verður að litlu sumarhúsi með 2,3 m x 2,9 m fortjaldi sem fest er á afturhlerann, klappstólum, borði og loftunaropi á rennihurð. Hver einasti dagur er dásamleg upplifun, hvar sem þú ert.

Fimm manna fjölskyldubíllinn Volkswagen Caddy Beach býður upp á allt sem þarf fyrir ferðalagið.
Caddy Beach verður að litlu sumarhúsi með 2,3 m x 2,9 m fortjaldi sem fest er á afturhlerann, klappstólum, borði og loftunaropi á rennihurð. Hver einasti dagur er dásamleg upplifun, hvar sem þú ert.

 • Svefnaðstaða fyrir 2
 • Fellanlegt borð og stólar
 • Geymsluhólf
 • Fortjald og gluggatjöld
 • Kælir og vasaljós
 • Leðurklætt aðgerðastýri
 • Margmiðlunartæki m. snertiskjá
 • Bluetooth
 • Hraðastillir (Cruise Control)
 • Hæðarstillanlegt ökumannssæti
 • Fullkominn aksturstölva
 • Útihitamælir
 • Glasahaldari
 • Fjarstýrðar samlæsingar
 • Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar
 • Hæðarstillanlegt öryggisbelti
 • Velti- og aðdráttarstýri
 • Armpúði milli sæta
 • Hólf á milli sæta
 • Samlitir speglar og hurðahúnar
 • Neyðarbremsa (Front Assist)
 • 16” Felgur
 • Rennihurð á báðum hliðum

Bílarnir eru til afhendingar strax!

Caddy Beach Beinskiptur
Kynningarverð 3.990.000 kr. 
Verðlistaverð 4.670.000 kr.
2.0 TDI Dísil
Afl 102 hö / 75 kw
4.7 l/100 km meðaleyðsla Útblástur 123 co2

Caddy Beach SjálfskipturKynningarverð 4.290.000 kr.
Verðlistaverð 5.000.000 kr.
2.0 TDI Dísil
Afl 102 hö / 75 kw
5.1 l/100 km meðaleyðsla Útblástur 134 co2