Fara í efni

Fréttir

Oktavía fær afhenta Octaviu

Oktavía Ragnarsdóttir var afar lukkulega þegar hún fékk afhenta nöfnu sína, brakandi nýja Skoda Octavia Combi ...

Oktavía Ragnarsdóttir var afar lukkulega þegar hún fékk afhenta nöfnu sína, brakandi nýja Skoda Octavia Combi. Þetta er í fyrsta sinn sem Oktavía og fjölskylda fjárfesta í nýjum bíl og því mikill tímamótadagur. HEKLA óskar Oktavíu og fjölskyldu til hamingju með fararskjótann.

L200 - sportlegur pallbíll með stíl!

Pallbílarnir frá Mitsubishi hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978. Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 fæst bæði ...

Pallbílarnir frá Mitsubishi hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978. Fimmta kynslóð Mitsubishi L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 fæst bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og hefur einstaklega létta ogskemmtilega  aksturseiginleika.

Fjórhjóladrifskerfið skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram- og afturhjóla með yfirburðar meðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins. Svo er nýr L200 líka með krafta í kögglum og státar af dráttargetu upp á 3100 kg.

L200 var valinn pallbíll ársins 2016 af Auto Express og What Van? Hann hlaut Carbuyer Awards sem besti pallbíllinn árið 2017 og krækti í þriðja sætið í flokki pallbíla ársins 2017 í vali Bandalags Íslenskra Bílablaðamanna.

Nú fæst L200 á frábæru afmælistilboði frá 4.750.000 kr; listaverð er 5.750.000 kr. Smelltu hér til að skoða afmælistilboðin!

 

 

Mitsubishi Pajero - með sigursæld í genunum!

Mitsubishi Pajero er alvöru jeppi sem á sér óviðjafnanlega sögu. Hann þróaðist beint út frá hörkutólunum sem kepptu í Dakar kappakstrinum - bílum sem komu fyrstir í mark og settu heimsmet. Fyrsta kynslóð Pajero kom á markað árið 1982 ...

Mitsubishi Pajero er alvöru jeppi sem á sér óviðjafnanlega sögu. Hann þróaðist beint út frá hörkutólunum sem kepptu í Dakar kappakstrinum - bílum sem komu fyrstir í mark og settu heimsmet.

Fyrsta kynslóð Pajero kom á markað árið 1982 og svo mikil var trú manna á þessum nýja jeppa að ákveðið var að skrá hann til leiks í hörðustu mótorsportkeppni heims; Dakar rally. Pajero hreppti fyrsta sætið og sigraði alls tólf sinnum í keppninni þar til Racing Lancer tók við árið 2009 en það er met.

Fjórða kynslóð Pajero byggir á þessari frábæru arfleifð. Hún er 190 hestöfl, hraðskreið og hljóðlát og með styrktri yfirbyggingu og ýmiss konar öryggisbúnaði getur þú verið viss um að komast heilu og höldnu á áfangastað. Pajero er vel útbúinn og meðal staðalbúnaðar er stöðugleikastýring, 18" álfelgur, 7" LCD DVD skjár með bakkmyndavél, 860W Rockfordhljómkerfi með 4GB minni fyrir tónlist, Xenon aðalljós, þakbogar, topplúga, Íslandskort og margt fleira.

Nú fæst Mitsubishi Pajero á óviðjafnanlegu afmælistilboðsverði á 7.990.000 kr; listaverð er 9.390.000 kr.

Smelltu hér til að skoða afmælistilboðin

 

Mitsubishi Pajero

Mitsubishi Pajero

Mitsubishi Pajero

Lokað 17. júní

Lokað er hjá HEKLU Laugavegi og HEKLU Reykjanesbæ laugardaginn 17. júní. Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Lokað er hjá HEKLU Laugavegi og HEKLU Reykjanesbæ laugardaginn 17. júní. Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

100 ára afmælistilboð Mitsubishi

Í tilefni af 100 ára afmælinu býður Mitsubishi ótrúlegt verð á 2017 línunni. Komdu og gerðu kaup aldarinnar á japönsku gæðabílunum frá Mitsubishi. Þeir koma með fimm ára ábyrgð og eru til afhendingar strax.

Mitsubishi fagnar 100 ára afmæli sínu og býður nú ótrúlegt verð á allri 2017 línunni. Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV Sport gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er nú á afmælistilboði aðeins krónur 3.990.000 krónur. Sjö sæta Pajero Instyle er á afmælistilboði aðeins 7.990.000 krónur. Pallbíllinn fjórhjóladrifni L200 Double Cab fæst á aðeins 4.750.000 krónur og litli fjórhjóladrifni jeppinn ASX Instyle á aðeins 4.190.000 krónur.

Þetta eru einungis nokkur dæmi um frábæra Mitsubishi á afmælistilboði en fólksbílarnir frá okkur koma allir með fimm ára ábyrgð. Þú getur haft samband við okkur í síma 590 5000 til að fá frekar upplýsingar eða rennt við hjá okkur að Laugavegi 170 og reynsluekið þínum draumabíl.

Smelltu hér til að skoða afmælistilboðin

Smelltu hér til að skoða allar útfærslur Outlander PHEV

Gerðu kaup aldarinnar á japönsku gæðabílunum frá Mitsubishi. 

Sara Björk í lið með HEKLU

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg og landsliðskona í knattspyrnu, undirritaði um helgina samstarfssamning við HEKLU. Sara Björk, sem mætir ásamt liðsfélögum sínum, landsliði Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld, áritaði myndir og keppnistreyjur hjá HEKLU síðastliðinn laugardag, auk þess sem hún spjallaði við gesti og gangandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg og landsliðskona í knattspyrnu, undirritaði um helgina samstarfssamning við HEKLU. Sara Björk, sem mætir ásamt liðsfélögum sínum, landsliði Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld, áritaði myndir og keppnistreyjur hjá HEKLU síðastliðinn laugardag, auk þess sem hún spjallaði við gesti og gangandi.

„Við erum afar stolt af íslensku fótboltastelpunum okkar og höfum mikla trú á þeim. Við erum því afar ánægð með samstarfssamninginn við Söru Björk sem er frábær fyrirmynd,“ segir Jóhann Ingi Magnússon sölustjóri Volkswagen.

Samstarfsamningurinn felur í sér margvíslegt samstarf þessara tveggja aðila, en megintilgangurinn er engu að síður beinn og óbeinn stuðningur við Söru Björk. HEKLA telur mikilvægt að styðja við íslenska kvennaknattspyrnu og íslenskar knattspyrnukonur. Sara Björk er sannur leiðtogi innan vallar sem utan og er fyrirmynd fjölmargra. Með stuðningi sínum vonast HEKLA til að stuðla að áframhaldandi frábærum árangri Söru Bjarkar og félaga hennar.

„Það er mér mikil ánægja að geta kynnt samstarf við HEKLU á Íslandi. Ég keyri um á Volkswagen út í Þýskalandi og nú líka þegar ég er hérna á Íslandi,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir og hvetur alla til að mæta á völlinn í kvöld til að horfa á Ísland taka á móti Brasilíu.

HEKLA býður Söru Björk velkomna í Volkswagen fjölskylduna á Íslandi og hlakkar til samstarfsins í framtíðinni.

Áfram Ísland!

Allsherjar Volkswagen veisla!

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.

Nýkrýndur Þýskalandsmeistarinn og landsliðskonan Sara Björk er heiðursgestur!

  • Frumsýnum nýjan Golf.
  • Frumsýnum nýja Bjöllu Dune.
  • Sara Björk áritar frá kl. 12.30-13.30.
  • Ís frá Valdís.
  • Kaffi frá Kaffitár.
  • Gos og safi.
  • Viðburður á Facebook.

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.

Á Volkswagen daginn mætir á svæðið Volkswagen Bjalla Dune og baðar sig í frumsýningarljósinu með Golf. Bjalla Dune er uppfærð útgáfa af vinsælu Bjöllunni sem hefur um áraraðir vakið mikla lukku hér á Íslandi sem og um allan heim.

„Golf er vinsælasti bíllinn okkar og frábært að geta frumsýnt nýjar uppfærslur á sjálfan Volkswagen daginn og vel við hæfi að Bjallan hafi náð til landsins líka,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen, en nýverið var gerð viðamikil uppfærsla á sjöundu kynslóð Golf ásamt andlitslyftingu. „Við erum að frumsýna allar útfærslur nýs Golf sem er nú enn betur búinn en áður. Golf býr yfir mikilli breidd og enginn annar bíll í þessum stærðarflokki fæst í jafnmörgum útgáfum. Stærstu fréttirnar eru ef til vill þær að rafmagnsbíllinn e-Golf er orðinn enn aflmeiri og fer allt að 300 km. á hleðslunni. 300 km. drægni eru frábærar fréttir þar sem margir hafa beðið með að fá sér rafmagnsbíl þar til drægnin væri orðin meiri. Með nýrri rafhlöðu hafa afköstin aukist úr 115 hestöflum í 136 hestöfl og togið er nú 290 Nm, en þrátt fyrir aukningu afls og drægni er orkunotkunin sú sama. Það er einnig gaman að segja frá því að hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem býður upp á hreyfistýringu (gesture control) sem staðalbúnað. Svo er e-Golf auðvitað útblásturslaus og kjörinn kostur fyrir þá sem vilja vistvænan bíl.“

Volkswagen verður ekki eina stjarnan á svæðinu því knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir ætlar að mæta og skrifa undir samning við Volkswagen á Íslandi klukkan tólf og árita myndir fyrir gesti til klukkan hálftvö. Sara Björk varð nýverið tvöfaldur Þýskalandsmeistari með liði sínu Wolfsburg þar sem VW Golf er einmitt framleiddur. Þessa dagana æfir hún stíft fyrir loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í Hollandi þar sem hún verður í lyk­il­hlut­verki hjá íslenska landsliðinu.

Hjá Heklu á Laugavegi geta allir sem mæta á Volkswagen daginn á Volkswagen bílnum sínum fengið fría léttskoðun á bílnum fyrir sumarið. Við fyllum á rúðuvökvann frítt og skoðum ástandið á dekkjabúnaði, öryggisbeltum, þurrkublöðum, bremsum, fjöðrunarbúnaði, ljósabúnaði, smurolíu auk þess sem þú færð líka 20% afsláttarmiða í smurþjónustu og ef bíllinn þarfnast viðhalds gerum við þér tilboð.

„Okkur þykir afar skemmtilegt að geta frumsýnt Golf á Volkswagen deginum og ekki bara á hér á Laugaveginum heldur líka hjá Höldi Akureyri, Bílasölu Selfoss, Bílás Akranesi og Heklu Reykjanesbæ. Við búumst við stuði og stemningu á Volkswagen daginn og hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Jóhann Ingi að lokum.

Á boðstólum verður svellkaldur ís frá Valdís, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár ásamt svaladrykkjum. 

Tvöföld ánægja á Skoda daginn!

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia ...

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia. Sportjeppinn Kodiaq er fyrsti jeppi Skoda í fullri stærð og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann er margverðlaunaður fyrir hönnun og nýsköpun í tæknilausnum. Ný útfærsla á vinsæla fjölskyldubílnum Skoda Octavia var einnig frumsýnd en hún hefur fengið andlitslyftingu auk þess sem hún er stútfull af tækninýjungum og snjallari en nokkru sinni fyrr. „Mikill spenningur hefur verið fyrir Kodiaq frá því að við tilkynntum um komu hans og um 100 manns hafa nú þegar forpantað sér jeppann,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. „Bílar í þessum stærðarflokki eru vinsælir þessa dagana og við fundum fyrir gríðarlegum áhuga gesta. Skoda Octavia er svo alltaf jafnvinsæll enda hefur hann verið einn söluhæsti fjölskyldubíll landsins síðustu ár og það var ljóst á Skoda deginum að gestum þótti nýja útfærslan koma vel út

Auk Kodiaq og Octavia mátti einnig skoða flaggskip Skoda, Superb, sem og lipra borgarsmábílinn Skoda Fabia og jepplinginn Skoda Yeti. Grillið var á fullu blasti í góða veðrinu og yngsta kynslóðin fékk skemmtilega andlitsmálningu á meðan þeir fullorðnu kynntu sér bílaflotann. „Það var stríður straumur gesta allan daginn og veðrið var alveg frábært. Þetta var skemmtilegur og vel heppnaður dagur í alla staði,“ segir Gestur.

Hér má skoða fleiri myndir

Hér má skoða myndband frá Skoda deginum

Ný Octavia og Kodiaq frumsýnd á árlegum Skoda degi HEKLU!

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 20. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 – 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri ...

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 20. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 – 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri og HEKLU Reykjanesbæ. Á öllum stöðum verður margt um að vera og helst ber að nefna frumsýningar á nýrri og uppfærðri Skoda Octaviu ásamt sportjeppanum Skoda Kodiaq.

 Vinsæla fjölskyldubílinn Skoda Octavia þarf vart að kynna en hann er einn mest seldi bíll á Ísland. Nýi bíllinn hefur fengið andlitslyftingu og er mikið uppfærður. Hönnunin er enn fágaðri og framsæknari en áður og ný LED dag- og afturljós skína skært. Ný Octavia er einstaklega rúmgóð með allt að 610 lítra farangursrými sem hægt er að stækka í 1.740 l. Hún kemur með ótal nýjum tæknimöguleikum eins og nýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 9,2 tommu skjá og þráðlausri snjallsímahleðslu. Meðal staðalbúnaðar í nýju útgáfunni er leðurklætt aðgerðastýri, LED afturljós og bakkmyndavél. Úrval aukabúnaðar er í boði á borð við tengivagnsaðstoð, fjarlægðatengdan hraðastilli og blindsvæðagreini. Þrjár gerðir véla eru fáanlegar; 1.4 lítra metan- og bensínvél og 1.6 og 2.0 lítra dísilvélar.

Skoda Kodiaq er fyrsti jeppi framleiðandans í fullri stærð og hefur slegið í gegn um allan heim. Hann er fjölnota jeppi sem þykir státa af kraftmikilli hönnun og hann hefur einnig hlotið mikið lof fyrir tengibúnað og nýsköpun í tæknilausnum. Kodiaq er í boði fimm og sjö manna, hann 4,75 metrar á lengd og með stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Í boði eru bæði 1.4 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar.

„Við erum mjög stolt að frumsýna þessa flottu bíla. Octavia er einn söluhæsti bíllinn á Íslandi og eftir uppfærsluna verður hann eflaust enn vinsælli. Kodiaq jeppinn er nýjasta útspilið frá Skoda og gefur forsmekkinn af því sem koma skal en Skoda hyggst auka úrvalið á sportjeppamarkaði til muna á næstu misserum. Það er mikil eftirspurn eftir Kodiaq og um 100 manns hafa forpantað hann svo það er gaman að geta frumsýnt hann. Að auki verðum við að sjálfsögðu með Superb, Fabiu og Yeti til sýnis, pylsur á grillinu og andlitsmálningu fyrir yngstu kynslóðina,“ segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda.

Meira um nýja Octaviu

Meira um Kodiaq

 

Yfirburðir í tengiltvinnbílum hjá HEKLU!

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2017 en 22% allra tengiltvinnbíla sem seldir voru hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins voru af þeirri tegund ...

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2017 en 22% allra tengiltvinnbíla sem seldir voru hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins voru af þeirri tegund. Bíllinn er reyndar líka mest seldi bíllinn á Íslandi sem gengur fyrir rafmagni og geri aðrir betur. 

Ekkert bílaumboð á Íslandi selur fleiri græna bíla en Hekla en mikill meirihluti allra vistvænna bíla sem seljast koma frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Hekla er einnig leiðandi í sölu metanbíla og er með 98,4% markaðshlutdeild í flokki þar sem Skoda Octavia og Volkswagen Golf bera höfuð og herðar yfir aðra tegundir.

„Sem merki um aukinn áhuga á vistvænum bílum hafa biðlistar myndast eftir tengiltvinnbílum okkar frá Volkswagen, Mitsubishi og Audi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen hjá HEKLU.

Hekla lætur sér þetta ekki nægja, heldur fagnar því líka að fyrstu fjóra mánuði ársins reyndist mest seldi sendibíllinn vera Volkswagen Caddy. Það er því óhætt að segja að bílarnir frá Heklu séu grænir og vænir.