Fara í efni

Fréttir

Sara Björk í lið með HEKLU

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg og landsliðskona í knattspyrnu, undirritaði um helgina samstarfssamning við HEKLU. Sara Björk, sem mætir ásamt liðsfélögum sínum, landsliði Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld, áritaði myndir og keppnistreyjur hjá HEKLU síðastliðinn laugardag, auk þess sem hún spjallaði við gesti og gangandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg og landsliðskona í knattspyrnu, undirritaði um helgina samstarfssamning við HEKLU. Sara Björk, sem mætir ásamt liðsfélögum sínum, landsliði Brasilíu á Laugardalsvelli í kvöld, áritaði myndir og keppnistreyjur hjá HEKLU síðastliðinn laugardag, auk þess sem hún spjallaði við gesti og gangandi.

„Við erum afar stolt af íslensku fótboltastelpunum okkar og höfum mikla trú á þeim. Við erum því afar ánægð með samstarfssamninginn við Söru Björk sem er frábær fyrirmynd,“ segir Jóhann Ingi Magnússon sölustjóri Volkswagen.

Samstarfsamningurinn felur í sér margvíslegt samstarf þessara tveggja aðila, en megintilgangurinn er engu að síður beinn og óbeinn stuðningur við Söru Björk. HEKLA telur mikilvægt að styðja við íslenska kvennaknattspyrnu og íslenskar knattspyrnukonur. Sara Björk er sannur leiðtogi innan vallar sem utan og er fyrirmynd fjölmargra. Með stuðningi sínum vonast HEKLA til að stuðla að áframhaldandi frábærum árangri Söru Bjarkar og félaga hennar.

„Það er mér mikil ánægja að geta kynnt samstarf við HEKLU á Íslandi. Ég keyri um á Volkswagen út í Þýskalandi og nú líka þegar ég er hérna á Íslandi,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir og hvetur alla til að mæta á völlinn í kvöld til að horfa á Ísland taka á móti Brasilíu.

HEKLA býður Söru Björk velkomna í Volkswagen fjölskylduna á Íslandi og hlakkar til samstarfsins í framtíðinni.

Áfram Ísland!

Allsherjar Volkswagen veisla!

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.

Nýkrýndur Þýskalandsmeistarinn og landsliðskonan Sara Björk er heiðursgestur!

 • Frumsýnum nýjan Golf.
 • Frumsýnum nýja Bjöllu Dune.
 • Sara Björk áritar frá kl. 12.30-13.30.
 • Ís frá Valdís.
 • Kaffi frá Kaffitár.
 • Gos og safi.
 • Viðburður á Facebook.

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.

Á Volkswagen daginn mætir á svæðið Volkswagen Bjalla Dune og baðar sig í frumsýningarljósinu með Golf. Bjalla Dune er uppfærð útgáfa af vinsælu Bjöllunni sem hefur um áraraðir vakið mikla lukku hér á Íslandi sem og um allan heim.

„Golf er vinsælasti bíllinn okkar og frábært að geta frumsýnt nýjar uppfærslur á sjálfan Volkswagen daginn og vel við hæfi að Bjallan hafi náð til landsins líka,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen, en nýverið var gerð viðamikil uppfærsla á sjöundu kynslóð Golf ásamt andlitslyftingu. „Við erum að frumsýna allar útfærslur nýs Golf sem er nú enn betur búinn en áður. Golf býr yfir mikilli breidd og enginn annar bíll í þessum stærðarflokki fæst í jafnmörgum útgáfum. Stærstu fréttirnar eru ef til vill þær að rafmagnsbíllinn e-Golf er orðinn enn aflmeiri og fer allt að 300 km. á hleðslunni. 300 km. drægni eru frábærar fréttir þar sem margir hafa beðið með að fá sér rafmagnsbíl þar til drægnin væri orðin meiri. Með nýrri rafhlöðu hafa afköstin aukist úr 115 hestöflum í 136 hestöfl og togið er nú 290 Nm, en þrátt fyrir aukningu afls og drægni er orkunotkunin sú sama. Það er einnig gaman að segja frá því að hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem býður upp á hreyfistýringu (gesture control) sem staðalbúnað. Svo er e-Golf auðvitað útblásturslaus og kjörinn kostur fyrir þá sem vilja vistvænan bíl.“

Volkswagen verður ekki eina stjarnan á svæðinu því knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir ætlar að mæta og skrifa undir samning við Volkswagen á Íslandi klukkan tólf og árita myndir fyrir gesti til klukkan hálftvö. Sara Björk varð nýverið tvöfaldur Þýskalandsmeistari með liði sínu Wolfsburg þar sem VW Golf er einmitt framleiddur. Þessa dagana æfir hún stíft fyrir loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í Hollandi þar sem hún verður í lyk­il­hlut­verki hjá íslenska landsliðinu.

Hjá Heklu á Laugavegi geta allir sem mæta á Volkswagen daginn á Volkswagen bílnum sínum fengið fría léttskoðun á bílnum fyrir sumarið. Við fyllum á rúðuvökvann frítt og skoðum ástandið á dekkjabúnaði, öryggisbeltum, þurrkublöðum, bremsum, fjöðrunarbúnaði, ljósabúnaði, smurolíu auk þess sem þú færð líka 20% afsláttarmiða í smurþjónustu og ef bíllinn þarfnast viðhalds gerum við þér tilboð.

„Okkur þykir afar skemmtilegt að geta frumsýnt Golf á Volkswagen deginum og ekki bara á hér á Laugaveginum heldur líka hjá Höldi Akureyri, Bílasölu Selfoss, Bílás Akranesi og Heklu Reykjanesbæ. Við búumst við stuði og stemningu á Volkswagen daginn og hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Jóhann Ingi að lokum.

Á boðstólum verður svellkaldur ís frá Valdís, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár ásamt svaladrykkjum. 

Tvöföld ánægja á Skoda daginn!

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia ...

Það var líf og fjör í Skoda salnum á laugardaginn þegar árlegur Skoda dagur HEKLU var haldinn hátíðlegur. Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á funheitum grilluðum pylsum og skoða frumsýningarstjörnur dagsins, Skoda Kodiaq og Skoda Octavia. Sportjeppinn Kodiaq er fyrsti jeppi Skoda í fullri stærð og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann er margverðlaunaður fyrir hönnun og nýsköpun í tæknilausnum. Ný útfærsla á vinsæla fjölskyldubílnum Skoda Octavia var einnig frumsýnd en hún hefur fengið andlitslyftingu auk þess sem hún er stútfull af tækninýjungum og snjallari en nokkru sinni fyrr. „Mikill spenningur hefur verið fyrir Kodiaq frá því að við tilkynntum um komu hans og um 100 manns hafa nú þegar forpantað sér jeppann,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. „Bílar í þessum stærðarflokki eru vinsælir þessa dagana og við fundum fyrir gríðarlegum áhuga gesta. Skoda Octavia er svo alltaf jafnvinsæll enda hefur hann verið einn söluhæsti fjölskyldubíll landsins síðustu ár og það var ljóst á Skoda deginum að gestum þótti nýja útfærslan koma vel út

Auk Kodiaq og Octavia mátti einnig skoða flaggskip Skoda, Superb, sem og lipra borgarsmábílinn Skoda Fabia og jepplinginn Skoda Yeti. Grillið var á fullu blasti í góða veðrinu og yngsta kynslóðin fékk skemmtilega andlitsmálningu á meðan þeir fullorðnu kynntu sér bílaflotann. „Það var stríður straumur gesta allan daginn og veðrið var alveg frábært. Þetta var skemmtilegur og vel heppnaður dagur í alla staði,“ segir Gestur.

Hér má skoða fleiri myndir

Hér má skoða myndband frá Skoda deginum

Ný Octavia og Kodiaq frumsýnd á árlegum Skoda degi HEKLU!

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 20. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 – 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri ...

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 20. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 – 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri og HEKLU Reykjanesbæ. Á öllum stöðum verður margt um að vera og helst ber að nefna frumsýningar á nýrri og uppfærðri Skoda Octaviu ásamt sportjeppanum Skoda Kodiaq.

 Vinsæla fjölskyldubílinn Skoda Octavia þarf vart að kynna en hann er einn mest seldi bíll á Ísland. Nýi bíllinn hefur fengið andlitslyftingu og er mikið uppfærður. Hönnunin er enn fágaðri og framsæknari en áður og ný LED dag- og afturljós skína skært. Ný Octavia er einstaklega rúmgóð með allt að 610 lítra farangursrými sem hægt er að stækka í 1.740 l. Hún kemur með ótal nýjum tæknimöguleikum eins og nýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 9,2 tommu skjá og þráðlausri snjallsímahleðslu. Meðal staðalbúnaðar í nýju útgáfunni er leðurklætt aðgerðastýri, LED afturljós og bakkmyndavél. Úrval aukabúnaðar er í boði á borð við tengivagnsaðstoð, fjarlægðatengdan hraðastilli og blindsvæðagreini. Þrjár gerðir véla eru fáanlegar; 1.4 lítra metan- og bensínvél og 1.6 og 2.0 lítra dísilvélar.

Skoda Kodiaq er fyrsti jeppi framleiðandans í fullri stærð og hefur slegið í gegn um allan heim. Hann er fjölnota jeppi sem þykir státa af kraftmikilli hönnun og hann hefur einnig hlotið mikið lof fyrir tengibúnað og nýsköpun í tæknilausnum. Kodiaq er í boði fimm og sjö manna, hann 4,75 metrar á lengd og með stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Í boði eru bæði 1.4 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar.

„Við erum mjög stolt að frumsýna þessa flottu bíla. Octavia er einn söluhæsti bíllinn á Íslandi og eftir uppfærsluna verður hann eflaust enn vinsælli. Kodiaq jeppinn er nýjasta útspilið frá Skoda og gefur forsmekkinn af því sem koma skal en Skoda hyggst auka úrvalið á sportjeppamarkaði til muna á næstu misserum. Það er mikil eftirspurn eftir Kodiaq og um 100 manns hafa forpantað hann svo það er gaman að geta frumsýnt hann. Að auki verðum við að sjálfsögðu með Superb, Fabiu og Yeti til sýnis, pylsur á grillinu og andlitsmálningu fyrir yngstu kynslóðina,“ segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda.

Meira um nýja Octaviu

Meira um Kodiaq

 

Yfirburðir í tengiltvinnbílum hjá HEKLU!

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2017 en 22% allra tengiltvinnbíla sem seldir voru hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins voru af þeirri tegund ...

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2017 en 22% allra tengiltvinnbíla sem seldir voru hér á landi fyrstu fjóra mánuði ársins voru af þeirri tegund. Bíllinn er reyndar líka mest seldi bíllinn á Íslandi sem gengur fyrir rafmagni og geri aðrir betur. 

Ekkert bílaumboð á Íslandi selur fleiri græna bíla en Hekla en mikill meirihluti allra vistvænna bíla sem seljast koma frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Hekla er einnig leiðandi í sölu metanbíla og er með 98,4% markaðshlutdeild í flokki þar sem Skoda Octavia og Volkswagen Golf bera höfuð og herðar yfir aðra tegundir.

„Sem merki um aukinn áhuga á vistvænum bílum hafa biðlistar myndast eftir tengiltvinnbílum okkar frá Volkswagen, Mitsubishi og Audi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Volkswagen hjá HEKLU.

Hekla lætur sér þetta ekki nægja, heldur fagnar því líka að fyrstu fjóra mánuði ársins reyndist mest seldi sendibíllinn vera Volkswagen Caddy. Það er því óhætt að segja að bílarnir frá Heklu séu grænir og vænir.

 

 

Volkswagen Amarok

Nýr Amarok verður frumsýndur hjá HEKLU Laugavegi, laugardaginn 6. maí, milli kl. 12 og 16. Amarok er glæsilegur pallbíll og fæst nú með 3.0 lítra, V6 dísilvélum. Í boði er 224 hestafla vél með 550 Nm togi

Nýr Amarok verður frumsýndur hjá HEKLU Laugavegi, laugardaginn 6. maí, milli kl. 12 og 16.

Volkswagen Amarok er glæsilegur pallbíll og fæst nú með 3.0 lítra, V6 dísilvélum. Í boði er 224 hestafla vél með 550 Nm togi og 204 hestafla vél með 500 Nm togi. Hann er með fullkomnu 4Motion fjórhjóladrifi og dráttargetan er 3.500 kgÞessi glæsilegi pallbíll er með mikið innanrými og stóran pall og hann er þægilegur í lengri sem styttri ferðum. Beygjuradíusinn er innan við 13 m. sem gerir hann einstaklega lipran í borgarumferð auk þess sem hann tæklar erfiðustu aðstæður með fullkomnu fjórhjóladrifi og er sérlega stöðugur í akstri.

Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og kemur einstaklega vel útbúinn. Meðal staðalbúnaðar má nefna tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18” álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. 

Hlökkum til að sjá þig!

Lesa má nánar um Amarok hér

Viljayfirlýsing undirrituð

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna og verður hún samstillt við fyrirhugaðan flutning höfuðstöðva Heklu í ...

Samstarf HEKLU og Reykjavíkurborgar:
Uppbygging íbúða og þjónustu á lóðum HEKLU við Laugaveg og Brautarholt

 • Möguleg uppbygging 320 – 350 íbúða
 • Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag lýkur í næsta mánuði

Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði HEKLU við Laugaveg og Brautarholt.  Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna og verður hún samstillt við fyrirhugaðan flutning höfuðstöðva Heklu í Suður-Mjódd, en unnið er að því hjá Reykjavíkurborg að gera þá lóð úthlutunarhæfa.  

Hugmyndasamkeppni er í gangi

Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg og er niðurstöðu dómnefndar að vænta í næsta mánuði.  Að undangengnu forvali voru valin fimm teymi sem eru:

 • ASK arkitektar, Landmótun og Efla.
 • jvantspijker architects frá Hollandi.
 • Yrki arkitektar.
 • Henning Larsen Architects frá Danmörku og Batteríið arkitektar.
 • Björn Ólafs, Daníel Ólafsson, Gunnar P. Kristinsson og Birgir Ö. Jónsson.

Teymin skila gögnum 12. júní og dómnefnd er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 29. júní nk.

Blönduð byggð – íbúðir og þjónusta

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur er Laugavegur skilgreindur sem hluti af samgöngu- og þróunarás, en þarna mun hin nýja Borgarlína liggja. Markmið aðalskipulags er að þétta byggð meðfram ás almenningssamgangna á milli miðborgar og lykil þróunarsvæða í austri. Við endurskipulagningu svæða sem liggja við samgönguásinn á að þróa núverandi götur í borgargötur með sérakreinum fyrir almenningssamgöngur og hugað er sérstaklega að þéttingu byggðar í grennd við biðstöðvar.

Gert er ráð fyrir blandaðri byggð,  íbúðabyggð og atvinnu­starf­semi, á svæðinu til framtíðar.  

Við uppbygginguna verða lögð til grundvallar markmið Reykjavíkurborgar um aukna hlut­deild leigu­markaðs á hús­næðismarkaði, blöndun byggðar á svæðinu og kauprétt vegna félags­legs hús­næðis og leigu­íbúða. Jafnframt er skilyrði að hugsað sé um listskreytingar á svæðinu. HEKLA hf. mun kosta vinnu við undirbúning og gerð deiliskipulagsbreytinga á reitnum ásamt Reykjavíkurborg.

Skipulagsferli tveggja uppbyggingarreita þarf að ganga upp

Í samkomulaginu er gert ráð fyrir framtíðaraðstöðu HEKLU í Suður-Mjódd. Í ljósi mikilvægis þess að tímaáætlanir og samningagerð um Laugaveg annars vegar og Mjódd hins vegar séu sam­ræmdar verður myndaður samráðshópur beggja aðila til að verkstýra vinnu við gerð deiliskipulagstillagna og samkeppni. Stillt verður upp sameiginlegri tímaáætlun skipulagsferlis beggja reitanna. Samráðshópurinn skal samræma tímaáætlanir vegna beggja reitanna með það að markmiði að lóð í Suður-Mjódd verði úthlutunarhæf á sama tíma og samþykkt deili­skipulag liggur fyrir á Laugavegi.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar eru myndir og vísanir í tengt efni, s.s. keppnislýsingu  >  http://reykjavik.is/frettir/uppbygging-ibuda-og-thjonustu-lodum-heklu-vid-laugaveg

Metár hjá Volkswagen atvinnubílum!

Árið 2017 byrjar vel hjá Volkswagen atvinnubílum sem hafa aukið sölu á heimsvísu um átta prósent frá því í fyrra. Mikil aukning varð ...

Árið 2017 byrjar vel hjá Volkswagen atvinnubílum sem hafa aukið sölu á heimsvísu um átta prósent frá því í fyrra. Mikil aukning varð í mars síðastliðnum og sala á Volkswagen Crafter jókst til að mynda um 16.9% miðað við sama mánuð 2016. 

400.000 afsláttur af ævintýraþyrstum Cross Polo!

Volkswagen Cross Polo er djarfari útgáfan af hefðbundnum Polo og hentar vel ævintýraþyrstum. Þessi fjörkálfur er vel útbúinn fyrir ferðalagið og með 17,5 cm veghæð ...

Volkswagen Cross Polo er djarfari útgáfan af hefðbundnum Polo og hentar vel ævintýraþyrstum. Þessi fjörkálfur er vel útbúinn fyrir ferðalagið og með 17,5 cm veghæð, 17" Canyon felgum, App Connect með Mirror Link og Apple Car Play, ABS hemlum með „Brake Assist“ og íslensku leiðsögukerfi tælir hann þig með sér í ævintýraleit.

Beinskiptur Cross Polo 1.4 TDI er á tilboðsverði: 2.990.000 kr.

Sjálfskiptur Cross Polo 1.2 TSI er á tilboðsverði: 3.090.000 kr.

Ef þú vilt ná nýjum hæðum á veginum skaltu koma og prófa nýjan CrossPolo: http://www.hekla.is/crosspolo

 

Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengiltvinnbíllinn!

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi samkvæmt opinberum tölum og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 og fyrstu tvo mánuði ársins 2017. Tengiltvinnbíll er bifreið sem er bæði með hefðbundna vél og gengur jafnframt fyrir rafmagni ...

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi samkvæmt opinberum tölum og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 og fyrstu tvo mánuði ársins 2017.  Tengiltvinnbíll er bifreið sem er bæði með hefðbundna vél og gengur jafnframt fyrir rafmagni, en slíkir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta.  PHEV hefur svo sannarlega slegið í gegn eins og sölutölur sýna og þakkar HEKLA viðskiptavinum sínum fyrir góðar móttökur.

Mitsubishi, sem fagnar 100 ára afmæli á þess ári, fær því góða byrjun á afmælisárinu, en ekki bara hvað varðar metsölu á Mitsubishi Outlander PHEV. Salan á Mitsubishi bílum hefur nefnilega tvöfaldast milli ára í magni og að auki hefur markaðshlutdeild Mitsubishi aukist um 60% það sem af er ári 2017 og er Mitsubishi nú komið í hóp 10 mest seldu vörumerkja á Íslandi. HEKLA, sem verið hefur umboðsaðili Mitsubishi um árabil, fagnar sterkari stöðu vörumerkisins og um leið 100 ára afmæli Mitsubishi.

Það er því óhætt að segja að Mitsubishi sé á góðu skriði og framundan eru ýmsar skemmtilegar nýjungar sem eiga eftir að gera Mitsubishi að enn athyglisverðara vörumerki.