Fara í efni

Fréttir

Vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU!

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið ...

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið og hvernig vindmyllur virka. Í vindmyllusmíði fá gestir og gangandi að spreyta sig á því að hanna og smíða eigin vindmyllu auk þess að prófa getu hennar til þess að framleiða rafmagn. Mikil áhersla er lögð á að fá að fikta, prófa sig áfram og reyna á eigin færni og þetta skemmtilega verkefni hefur vakið lukku hjá ungum sem öldnum.

Team Spark á Vistvænum dögum HEKLU!

Á fimmtudag hefjast Vistvænir dagar HEKLU. Fimmtudag og föstudag verður íslenski rafkappakstursbíllinn TS16 til sýnis í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg 170-174 og hægt verður setjast upp í bílinn og fá tekna af sér mynd. Liðsmenn Team Spark verða á staðnum ...

Á fimmtudag hefjast Vistvænir dagar HEKLU. Fimmtudag og föstudag verður íslenski rafkappakstursbíllinn TS16 til sýnis í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg 170-174 og hægt verður setjast upp í bílinn og fá tekna af sér mynd. Liðsmenn Team Spark verða á staðnum og segja frá hönnun og smíði bílsins en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um að þróa, hanna og smíða eins manns rafmagnsknúinn kappakstursbíl frá grunni.

Árlega er nýr bíll smíðaður með tilheyrandi framþróun og á hverju sumri er keppt á stærstu alþjóðlegu hönnunarkeppni verkfræðinema í heimi, Formula Student, á Silverstone akstursbrautinni á Englandi. Sú reynsla sem fæst með þátttöku í keppninni skilar sér í frekari þróun á verkefninu og sem dæmi má nefna þróaði Team Spark í fyrsta sinn vængi á TS16 síðastliðinn vetur og vakti framleiðsluaðferðin sem notast var við mikla athygli þegar í keppnina var komið.

Vistvænir dagar HEKLU

Dagana 10. til 12. nóvember 2016 verða Vistvænir dagar hjá HEKLU að Laugavegi 170-174. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og upplýsingar um þá kosti sem í boði eru fyrir þá sem hugleiða að fá sér vistvænan bíl ásamt því að tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron og metanbíllinn Volkswagen Eco up! verða frumsýndir

Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra.

10. nóvember – fimmtudagur / Áhersla á metantækni, metanbíla og þjónustu við metanbílaeigendur. 

 • Nýr Volkswagen Eco up! metanbíll frumsýndur.
 • Kynning og reynsluakstur á metanbílunum frá Skoda og Volkswagen.
 • Íslenski rafkappakstursbílinn TS16 sýndur.

Kl. 12.00 og kl. 16.30 verða örfyrirlestrar frá Olís, Sorpu, Metan.is, HEKLU og fleirum.

Á örfyrirlestrum kl. 12 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:

  • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
  • Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.
  • Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.
  • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.
  • Sjálfbærni; Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk því mykjan er einnig virkjuð til metaneldsneytis.

Á örfyrirlestrum kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:

  • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
  • Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.
  • Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.
  • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30

11. nóvember – föstudagur / Áhersla á raf- og tengiltvinnbíla.

Föstudagur er rafmagnaður! Á Vistvænum dögum HEKLU er föstudagurinn 11. nóvember tileinkaður rafmagni. Áhersla er lögð á tæknina, rafbíla, tengilvinnbíla og þjónustu við eigendur rafknúinna bíla. Nýr AUDI A3 e-tron verður frumsýndur og boðið upp á kynningu og reynsluakstur á öðrum vistvænum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. 

Á örfyrirlestrum kl. 12 verða eftirfarandi hliðar raforku í samgöngum kynntar:

  • Rafmagn í umferðinni. Orka náttúrunnar (ON) hefur opnað fjölmargar hraðhleðslustöðvar um landið og mun halda áfram á þeirri braut.
  • Leiðandi í sölu hleðslustöðva. Fyrirtækið Johan Rönning býður fjölbreytt úrval hleðslustöðva bæði fyrir heimili og fyrirtæki, en stöðugt bætast við nýjungar í hleðslulausnum.
  • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður framúrskarandi raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
  • Íslenskt hugvit í umferð. Hjá e1 hefur íslenskum frumkvöðlum tekist að þróa þjónustu sem gerir rafbílaeigendum kleift að finna næstu hleðslustöð.
  • Hvernig borgum við hleðsluna? Ísorka hefur þróað rekstrar- og greiðslumiðlunarkerfi fyrir hleðslustöðvar.
  • Nýjar lausnir / Ísorka.

Á örfyrirlestrum kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar raforku í samgöngum kynntar:

  • Landsvirkjun. Auðlind fylgir ábyrgð. Landsvirkjun skilar okkur 73% allrar raforku í landinu.
  • Vistvæn verslun  IKEA tekur vistvænar samgöngur alvarlega og sýnir það í verki við verslun sína í Garðabæ.
  • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður framúrskarandi raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hefur stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
  • Íslenskar hleðslustöðvar.  Fyrirtækið Faradice er eitt af nýjustu dæmum um íslenska nýsköpun í vistvænum samgöngulausnum.

  •  17.30 Saga rafbílsins / Stefán Pálsson sagnfræðingur

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30

 12. nóvember – laugardagur / Áhersla á alla vistvæna bíla, tæknilausnir og þjónustu.       

Vistvænn laugardagur! Botninn er sleginn í Vistvæna daga HEKLU með fjölbreyttri fræðslu um umhverfisvæna aflgjafa og vistvæna bíla. Á örfyrirlestrum og kynningum verður fjallað um flest það sem við kemur vistvænum samgöngum. Kynntir verða ellefu vistvænir kostir frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen og boðið upp á reynsluakstur.

 Á örfyrirlestrum kl. 13.00 verða eftirfarandi hliðar vistvænna samgangna ræddar:

  • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar. 
  • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.
  • Frumkvöðlar í notkun á metani. Íslenska Gámafélagið er frumkvöðull í notkun á umhverfisvænum orkugjöfum fyrir ökutæki fyrirtækisins. 
  • Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk. Frumkvöðullinn Jón Tryggvi Guðmundsson segir frá því hvernig mykjan er virkjuð til metaneldsneytis.
  • Rafmagn í umferðinni. Orka náttúrunnar (ON) hefur opnað fjölmargar hraðhleðslustöðvar um landið og mun halda áfram á þeirri braut.
  • Leiðandi í sölu hleðslustöðva. Fyrirtækið Johan Rönning býður fjölbreytt úrval hleðslustöðva bæði fyrir heimili og fyrirtæki.
  • Íslenskt hugvit í umferð. Hjá e1 hefur íslenskum frumkvöðlum tekist að þróa þjónustu sem gerir rafbílaeigendum kleift að finna næstu hleðslustöð með einföldum hætti.
  • Vistvæn verslun. IKEA tekur vistvænar samgöngur alvarlega og sýnir það í verki við verslun sína í Garðabæ.
  • Rafmagnaðir bílar frá Heklu. HEKLA býður breitt úrval raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen, Audi og Mitsubishi. Vinsældir rafbíla hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU kynna fjölbreyttar tegundir rafbíla.
  • Íslenskar hleðslustöðvar. Fyrirtækið Faradice er eitt af nýjustu dæmum um íslenska nýsköpun í vistvænum samgöngulausnum.
  • Hvernig borgum við hleðsluna? Ísorka hefur þróað rekstrar- og greiðslumiðlunarkerfi fyrir hleðslustöðvar.

Klukkan 15.00 hefst skemmtileg málstofa þar sem umfjöllunarefnið er  Vistvænar bifreiðar - Er tíminn núna? Jón Björn Skúlason, Stefán Gíslason og Gunnar Tryggvason kryfja málið.

Vertu velkomin(n) á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174, sem hefjast klukkan 13.00

Smelltu hér til að skoða kynningarblað Vistvænna daga.

Sölumet hjá Volkswagen Golf – aldrei fleiri selst á einu ári!

Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar ...

Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar sölu á Golf. Til að kóróna enn frekar árangur Heklu flýgur Skoda Octavia einnig út, en yfir 600 bílar af þeirri tegund hafa verið seldir á fyrstu níu mánuðum ársins.

Fyrir utan þessi tvö sölumet í september er óhætt að segja að september hafi verið góður mánuður hjá Heklu því markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu til einstaklinga og fyrirtækja var 21,65% og þar með hæst allra bílaumboða á Íslandi. 

Hekla heldur svo enn miklu forskoti þegar kemur að vistvænum bílum en í lok september var Hekla með 69,3% markaðshlutdeild. Volkswagen hefur þar yfirburðastöðu með 330 selda bíla en Skoda er í öðru sæti með 114 selda.  Staðan er einnig feykigóð hjá Audi sem hefur selt hátt í níutíu e-tron tengiltvinnbíla það sem af er ári og Mitsubishi sem er með hátt í 80 selda Outlander PHEV. Hér má sjá töflu yfir sölu á vistvænum bílum á íslandi. 

Borgarholtsskóli fær afhenta bilanagreiningartölvu

Borgarholtsskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu fimmtudaginn 13. október síðastliðinn og bauð til veislu. Opið hús var í tilefni dagsins og fjöldi gesta mætti til að gleðjast með nemendum og skólastjórnendum. Þar á meðal voru ...

Borgarholtsskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu fimmtudaginn 13. október síðastliðinn og bauð til veislu. Opið hús var í tilefni dagsins og fjöldi gesta mætti til að gleðjast með nemendum og skólastjórnendum. Þar á meðal voru Indriði Grétarsson tæknimaður og Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU sem færðu skólanum gjöf í tilefni dagsins. Um er að ræða bilanangreiningatölvu og sveiflusjá en Borgarholtsskóli heldur úti öflugu námi í bíliðngreinum. Það var Ársæll Guðmundsson skólameistari sem tók við gjöfinni. 

Vetrardagar HEKLU hefjast 12. október!

Miðvikudaginn 12. október hefjast Vetrardagar í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg. Vetrardagarnir standa yfir í tvær vikur og til sýnis verða allar helstu stjörnur Audi, Skoda, Mitsubishi og Volkswagen með áherslu á fjórhjóladrifna bíla. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem ...

Miðvikudaginn 12. október hefjast Vetrardagar í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg. Vetrardagarnir standa yfir í tvær vikur og til sýnis verða allar helstu stjörnur Audi, Skoda, Mitsubishi og Volkswagen með áherslu á fjórhjóladrifna bíla. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hyggjast fjárfesta í nýjum bíl fyrir veturinn að kynnast úrvalinu og fá ráðleggingar varðandi val á aukabúnaði. Í tilefni vetrardaga verða sýningarsalirnir stútfullir af tilboðum. Volkswagen Passat verður á tilboði, vetrardekk og dráttarbeisli fylgja öllum seldum Audi Q3 og Skoda býður 25% afslátt af aukahlutum með öllum seldum bílum. Vetrardekk og dráttarbeisli koma með öllum seldum Mitsubishi Outlander og pallbíllinn Volkswagen Amarok er á frábæru tilboði, svo eitthvað sé nefnt. Þess má einnig geta að allir fólksbílar hjá HEKLU koma nú með fimm ára ábyrgð.

„Þetta er okkar leið til að taka vel á móti væntanlegum vetri. Í leiðinni gefst okkur tækifæri til að kynna bílaflotann okkar og gefa gestum góð ráð varðandi kaup,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. „Við erum með breiða línu vistvænna bíla, snarpa og  hagkvæma borgarbíla og mikið úrval af fjórhjóladrifnum bílum. Má þar nefna Skoda Yeti, Mitsubishi Pajero og verðlaunabílana Audi Q7 e-tron quattro og Volkswagen Tiguan sem frumsýndir voru nýverið. Meðan á Vetrardögum stendur verðum við einnig með margvísleg tilboð á aukahlutum og það verður vetrarstemning í hverjum sal.„

Vetrardagar HEKLU hefjast miðvikudaginn 12. október og standa til 26. október.

Skoðaðu Vetrardagablaðið

5 ára ábyrgð á öllum fólksbílum frá Heklu!

Frá og með 1. október fylgir 5 ára ábyrgð öllum nýjum fólksbílum frá Heklu. Ábyrgðin gildir fyrir fólksbíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi ...

Frá og með 1. október fylgir 5 ára ábyrgð öllum nýjum fólksbílum frá Heklu. Ábyrgðin gildir fyrir fólksbíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. 

„Þjónusta við viðskiptavini er okkur einkar hugleikin og aukin ábyrgð á fólksbílum er liður í því að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. „Við innleiddum þessa ábyrgð hjá Mitsubishi fyrir rúmu ári og Audi í upphafi árs við mikla ánægju viðskiptavina. Nú hefur opnast sá möguleiki frá framleiðendum að bjóða einnig uppá 5 ára ábyrgð fyrir aðra fólksbíla frá Heklu. Við tilkynnum því í dag með mikilli ánægju að 5 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum fólksbílum frá Heklu frá og með 1. október 2016.“

Til þess að viðhalda ábyrgð bifreiðarinnar er kaupanda skylt að færa hana reglulega til þjónustueftirlits hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Í þjónustuhandbókum vörumerkja Heklu og ábyrgðarskilmálum er að finna greinargóða lýsingu á fimm ára ábyrgðinni.

Ábyrgðarskilmála alla merkja HEKLU má lesa á heimasíðu okkar hér: http://www.hekla.is/is/thjonusta/abyrgdarskilmalar

 

Tveir þriðju vistvænna bíla á Íslandi seldir hjá HEKLU

Tveir af hverjum þremur vistvænu bílum sem seldir eru á Íslandi eru frá HEKLU samkvæmt nýjustu tölum. Það sem af er ári hafa 766 vistvænir bílir selst á Íslandi og af þeim hefur HEKLA selt 502 bíla, eða 65,54% allra bíla. Næsta fyrirtæki er með 14,75% og það þriðja söluhæsta með 8,5% ...

Tveir af hverjum þremur vistvænu bílum sem seldir eru á Íslandi eru frá HEKLU samkvæmt nýjustu tölum. Það sem af er ári hafa 766 vistvænir bílir selst á Íslandi og af þeim hefur HEKLA selt 502 bíla, eða 65,54% allra bíla. Næsta fyrirtæki er með 14,75% og það þriðja söluhæsta með 8,5%.  Langsöluhæsti bíllinn í flokki vistvænna bíla er Volkswagen en 295 slíkir hafa verið seldir það sem af er árinu 2016.

„Það er óhætt að fullyrða að Volkswagen sé með mikla yfirburði í þessum flokki en fyrirtækið býður upp á fjölmargar tegundir eins og e-Golf og Golf Metan og ekki má gleyma VW Passat og VW Up! sem einnig er hægt að fá í vistvænni útgáfu,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen hjá HEKLU.

HEKLA býður upp á mikið úrval vistvænna bíla en alls er hægt að fá yfir 40 mismunandi bíltegundir í vistvænum flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsubishi og Skoda en þessir bílar flokkast sem visthæfir og er því hægt að leggja gjaldfrjálst í gjaldskyld bílastæði hjá Reykjavíkurborg. Nýjasti bíllinn frá HEKLU sem smellpassar í vistvænu flóruna hjá HEKLU er Audi Q7 e-tron quattro sem frumsýndur var um síðustu helgi og hefur þegar slegið sölumet í sínum flokki en um 30 bílar voru seldir áður en þeir komu til landsins. 

Einstaklega flott frumsýning

Audi Q7 e-tron quattro var frumsýndur síðastliðinn laugardag í Audi sal HEKLU við Laugaveg Stjarna dagsins sló í gegn enda um glæsilegan og vel útbúinn jeppa að ræða sem beðið hefur verið eftir með ofvæni. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar af V6 TDI dísilvél, rafmótor og quattro fjórhjóladrifi ...

Audi Q7 e-tron quattro var frumsýndur síðastliðinn laugardag í Audi sal HEKLU við Laugaveg. Stjarna dagsins sló í gegn enda um glæsilegan og vel útbúinn jeppa að ræða sem beðið hefur verið eftir með ofvæni. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar af V6 TDI dísilvél, rafmótor og quattro fjórhjóladrifi ...

„Reynslan af Audi Q7 er frábær og vinsældir hans hafa án efa haft áhrif á það hversu mikil spenna skapaðist fyrir Q7 e-tron quattro áður en hann kom í sölu. Við byrjuðum að taka pantanir í mars og seldum hátt í þrjátíu bíla óséða. Nú þegar hafa fyrstu eintökin af Q7 e-tron quattro verið afhentir ánægðum eigendum. Það leggst sérstaklega vel í fólk hversu vistvænn bíllinn  er en Q7 e-tron quattro fer allt að 56 kílómetra á rafmagninu en þá tekur sparneytin dísilvélin við. Tollarnir eru afar hagstæðir á umhverfisvænum bílum um þessar mundir og því er Audi Q7 e-tron quattro á góðu verði sem hugnast viðskiptavinum vel. Það var mjög gaman að sjá hversu mikla lukku bíllinn vakti meðal gesta. Fjölmargir fengu að reynsluaka honum og það var mikil stemning í Audi salnum,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi.

Audi Q7 e-tron quattro er vistvænn en kraftmikill. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann nær 230 km hámarkshraða. Hann er virkilega vel útbúinn og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, sparneytni og framúrskarandi hleðslutækni.

Audi Q7 e-tron quattro kostar frá kr. 11.390.000 og er með fimm ára ábyrgð.

Hér má kynnast Audi Q7 e-tron quattro betur: http://microsites.audi.com/q7etron/index.html?locale=is_IS

 

Audi Q7 e-tron frumsýndur

Mikil eftirvænting hefur verið eftir frumkvöðlinum Audi Q7 e-tron quattro. Þessi fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims er kyndilberi nýrrar tækni og verður frumsýndur laugardaginn 17. september hjá HEKLU Laugavegi milli kl. 12 og 16. Hann sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar, er sparneytinn, vistvænn og setur hreinlega ný viðmið í tækninýjungum ...

Mikil eftirvænting hefur verið eftir frumkvöðlinum Audi Q7 e-tron quattro. Þessi fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims er kyndilberi nýrrar tækni og verður frumsýndur laugardaginn 17. september hjá HEKLU Laugavegi milli kl. 12 og 16. Hann sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar, er sparneytinn, vistvænn og setur hreinlega ný viðmið í tækninýjungum.

„Eftirspurnin eftir hinum nýja Audi Q7 e-tron hefur verið mjög mikil og á þriðja tug bíla voru pantaðir fyrirfram hér á landi óséðir, enda hefur hann fengið mjög góða dóma um heim allan,“ segir Jóhann Ingi Magnússon sölustjóri Audi. „Eitt það áhugaverðasta við Q7 e-tron er hvernig tvinnkerfið stjórnar akstursstillingunum á snjallan hátt. Rafmagnsstillingin setur rafakstur í forgang, en í tvinnstillingu ákveður tvinnkerfið hvaða akstursmáti hentar hverju sinni. Í sparnaðarstillingu er tiltæk orka geymd til notkunar síðar. Ef áfangastaður er valinn í leiðsögukerfi velur bíllinn sjálfvirkt hagkvæmustu akstursstillingu sem nýtir drægni á rafmagni sem best. Q7 e-tron er klárlega einn af áhugaverðustu bílunum á markaðinum í dag.“

Vistvænir kostir þessa kraftmikla jeppa eru hluti af aðdráttarafli hans enda þurfa umhverfisvænir eiginleikar og yfirburðaafl ekki að vera aðskildir þættir. Audi Q7 e-tron quattro fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 6,2 sekúndum og eldsneytisnotkunin er minni en tveir lítrar af dísil á hverja 100 km. Að auki eru tengiltvinnbílar hagstætt tollaðir um þessar mundir, eða í núll-tollflokki, en með því er verið að hvetja bíleigendur til að leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar.

Bíllinn hefur fengið feykilega góða dóma bæði erlendis og hjá þeim íslensku bílablaðamönnum sem hafa prufukeyrt hann.

Finnur Thorlacius, bílablaðamaður 365 miðla sagði þannig að Audi Q7 e-tron væri „í senn einn þægilegasti bíll sem ökumaður hefur reynt, með allra öflugustu jeppum, frábærlega búinn, að ógleymdri fáránlega lítilli eyðslu hans

Jón Agnar Ólason, bílablaðamaður Morgunblaðsins sagði: „Þessi jeppi hef­ur nán­ast allt til að bera sem þú get­ur óskað þér í bíl, á verði sem er ein­stak­lega hag­stætt miðað við hvað þú færð fyr­ir pen­ing­inn

Audi Q7 e-tron quattro kostar frá kr. 11.390.000 og verður frumsýndur hjá HEKLU Laugavegi laugardaginn 17. september milli klukkan 12 og 16.

Smelltu hér til að lesa nánar um Audi Q7 e-tron hér.