Fara í efni

Fréttir

Reynsluakstur hjá HEKLU gæti endað í háloftunum

Um helgina hleypir HEKLA skemmtilegri reynsluakstursherferð af stokkunum. Allir sem prufukeyra nýjan bíl hjá HEKLU og umboðsaðilum í september fara í pott þar sem 200.000 kr. gjafabréf til Boston frá Icelandair verður dregið út einu sinni í viku. Vikulega geta því heppnir þátttakendur átt von á óvæntri reisu ...

Um helgina hleypir HEKLA skemmtilegri reynsluakstursherferð af stokkunum. Allir sem prufukeyra nýjan bíl hjá HEKLU og umboðsaðilum í september fara í pott þar sem 200.000 kr. gjafabréf til Boston frá Icelandair verður dregið út einu sinni í viku. Vikulega geta því heppnir þátttakendur átt von á óvæntri reisu til menningarborgarinnar fögru.

HEKLA hefur upp á að bjóða fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Skoda, Mitsubishi og Volkswagen í öllum stærðum og gerðum. Nýlega leit ný kynslóð sportjeppans Volkswagen Tiguan dagsins ljós sem og CrossPolo sem grófari gerðin af borgarbílnum vinsæla, Volkswagen Polo. Þegar kemur að atvinnubílum hefur HEKLA frumsýnt fjórar gerðir það sem af er ári, Transporter, Caravelle, Multivan og Caddy. Margverðlaunaður Skoda Superb er frumsýningarstjarna ársins hjá Skoda og G-TEC útfærslan af Skoda Octavia sem gengur fyrir metan og bensíni hélt sigurgöngunni áfram.

Mitsubishi er með fjölda fjórhjóladrifinna bíla á boðstólum, þar á meðal tengiltvinnbílinn Outlander PHEV sem er hluti af breiðri línu vistvænna bíla hjá HEKLU sem er með yfirburða markaðsstöðu í sölu slíkra bíla með um 67% markaðshlutdeild. Nú þegar býður HEKLA með þrjár gerðir rafbíla, þrjár gerðir bíla sem ganga fyrir metan og bensíni og fjórar gerðir tengiltvinnbíla. Laugardaginn 17. september verður svo fimmti tengiltvinnbíllinn, Audi Q7 e-tron frumsýndur, en hann er fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims.

„HEKLA stendur mjög vel að vígi hvað varðar fjölda vörumerkja og tegunda ásamt því að vera leiðandi í sölu á vistvænum bílum sem eru í mikilli sókn. Okkur langar að koma því til skila hversu breitt úrval bíla við bjóðum upp á og finnst því tilvalið að vekja áhugann með skemmtilegum reynsluakstursleik.“ segir Friðbert Friðbertson forstjóri HEKLU.

Polo Beats

Polo Beats Volkswagen Polo Beats er nýjasta og hljómfegursta útgáfan af borgarbílnum Polo. Tónlistarupplifun er staðalbúnaður í Polo Beats sem kemur með 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju hip-hop listamannsins Dr. Dre ...

Polo Beats

Volkswagen Polo Beats er nýjasta og hljómfegursta útgáfan af borgarbílnum Polo. Tónlistarupplifun er staðalbúnaður í Polo Beats sem kemur með 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju hip-hop listamannsins Dr. Dre. Það er sama hvort spilað er rokk, popp eða teknó – sjö hátalar og átta rása stafrænn magnari sjá til þess að það er bókstaflega hægt að finna fyrir tónlistinni. En það eru ekki aðeins hljómgæðin sem vekja athygli því nýjum Polo Beats fylgir skemmtileg andlitslyfting. Meðal breytinga að utanverðu eru 16 tommu sýenít felgur, Beats merki á gluggapóstum, skyggð afturljósastæði og hurðarspeglar í rauðu eða svörtu. Að innanverðu eru framsætin með Alcantara áklæði í Beats útgáfu. Króm og leður prýða hurðapósta, LED lýsing er í fótarými og rauðir saumar eru á gólfmottum og í öryggisbeltum.

Þessi blanda hljómgæða og hönnunar gerir það að verkum að Polo Beats lætur vel í sér heyra í flokki minni fólksbíla. Polo Beats er mættur í HEKLU og kostar 3.390.000 kr.

Hekla og Ikea sameinast um umhverfisvænni samgöngumáta

HEKLA hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ.

HEKLA hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ.

„IKEA hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvernd í sem víðustum skilning þess orðs. Það er stefna fyrirtækisins að gera almenningi kleift að lifa umhverfisvænna lífi án þess að viðkomandi þurfi að finnast hann vera að fara á mis við einhver gæði. Þetta á við um að draga úr rafmagnsnotkun, vatnsnotkun, hjálpa fólki með flokkun og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.

„Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna til og frá verslun IKEA er liður sem við teljum okkur geta haft áhrif á. Við erum þess fullviss að almenn rafbílavæðing er handan við hornið og hún muni marka vatnaskil í samgöngum okkar allra,“ segir Þórarinn.

Með þessari uppsetningu geta viðskiptavinir hlaðið bíla sína verulega meðan á verslunarferð stendur og minnkað þannig útblástur.

„Hleðslustöðvarnar 10 eru fyrir bæði rafmagns- og tengiltvinnbíla og passa fyrir Mitsubishi, Volkswagen og Audi bíla og við erum sannfærð um að viðskiptavinir IKEA og HEKLU kunni að meta þessa þjónustu. HEKLA er leiðandi í sölu á rafmagns- og tengiltvinnbílum og uppsetning þessara stöðva er þáttur í þjónustu við þá sem velja umhverfsvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU.

Sala tengiltvinnbíla hjá HEKLU jókst um 448%

Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið ...

Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið í sölu vistvænna bifreiða hjá umboðinu. Það sem af er árinu hefur HEKLA þegar selt fleiri tengiltvinnbíla en allt árið 2015.

„Íslenskir bíleigendur eru að verða æ meðvitaðri um kosti vistvænna bifreiða og þessi gríðarlega aukning í sölu tengiltvinnbíla hjá HEKLU ber þess skýr merki. HEKLA er leiðandi á þessum markaði, bæði hvað varðar fjölda vörumerkja sem og fjölda tegunda og við höldum ótrauð áfram að þjóna viðskiptavinum okkar um allt land,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU.

Söluhæstur tengiltvinnbíla er Volkswagen Golf GTE en sú tegund er jafnframt með 35% markaðshlutdeild i þessum flokki. Bílar frá HEKLU eru með 55% markaðshlutdeild í flokki tengiltvinnbíla.

Meðfylgjandi eru gögn sem sýna sölu tengiltvinnbíla á Íslandi á þessu tímabili.

Ný kynslóð Volkswagen Tiguan frumsýnd

HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um ...

HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um andlitsmálningu fyrir börnin. Samtímis verður nýr Tiguan einnig frumsýndur á Bílási Akranesi, Höldi Akureyri, Heklu Reykjanesbæ og Bílasölu Selfoss.

Volkswagen Tiguan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007 og hefur síðan þá tryggt sér öruggan sess í blómlegum flokki jepplinga. Nýju kynslóðarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæningu enda hefur bíllinn verið mikið uppfærður. Hönnuðir og verkfræðingar Volkswagen settu sér það markmið að smíða jeppling sem væri fágaður, en næði að blanda saman torfærueiginleikum og aksturseiginleikum fólksbíls, ásamt þægindum, og sveigjanleika fjölnotabíla. Í nýjum Volkswagen Tiguan endurspeglast því framúrskarandi hönnun, sígild gæði og ríkulegt innanrými sem er hlaðið tækninýjungum.

„Nýr Tiguan er frábær kostur fyrir þá sem gera miklar kröfur til útlits og gæða. Hann er orðinn 60 mm lengri og 30 mm breiðari en fyrirrennarinn en samt 53 kílóum léttari og með breyttum hlutföllum hefur stöðugleikinn aukist ásamt því að útlitið er orðið sportlegra og stílhreinna,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, sem er spenntur fyrir því að kynna nýjan Tiguan.

„Það var stefnt að byltingarkenndum breytingum á nýja bílnum og útkoman er alveg frábær. Þetta er hagkvæmur jepplingur í háum gæðaflokki fyrir stórar og smáar fjölskyldur sem vantar rúmgóðan og notendavænan bíl til lengri og styttri ferða. Hann býr yfir frábærum aksturseiginleikum hvort sem er innanbæjar eða á vegum úti og svo kemur hann með 5 ára ábyrgð.“

Í nýjum Tiguan er gott framboð skilvirkra bensín- og dísilvéla sem eru frá 150-240 hestöfl og hann er með allt að 2500 kg dráttargetu. Vélarnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikinn togkraft við lágan snúning sem næst með skilvirkri forþjöppu, en það skilar sér bæði í meiri sparneytni og akstursþægindum. Tiguan hefur heldur aldrei verið rúmbetri en nú. 77 mm hafa bæst við á milli öxlanna og bíllinn er með eitt mesta farangursrýmið í sínum flokki. Það er 615 lítra og 1655 lítra þegar aftursætin eru felld niður og aukið pláss kemur einnig farþegum til góða sem fá 29 mm meira fótarými.

Ný kynslóð Tiguan er hönnuð með hámarksöryggi að leiðarljósi við allar aðstæður og er vel búinn snjalltækjabúnaði og aðstoðarkerfum sem eru nauðsynleg við erfiðar akstursaðstæður. Meðal staðalbúnaðar er árekstrarvörn, sjálfvirk neyðarbremsun og vegfarendavöktun og Tiguan hlaut nýverið hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

Hér má kynnast Volkswagen Tiguan betur: http://www.volkswagen.is/is/Tegundir/tiguan/forsida.html

Nánari upplýsingar gefur Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, í síma 590 5584.

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgi

Lokað er hjá HEKLU bílaumboði laugardaginn 30. júlí.

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgina

Laugardagur   30. júlí    LOKAÐ
Sunnudagur   31. júlí     LOKAÐ
Mánudagur      1. ágúst  LOKAÐ
Þriðjudagur     2. ágúst   OPIÐ – venjulegur afgreiðslutími

Öflugasti Golf GTI frá upphafi er mættur í HEKLU

Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk.

Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk.

Undir vélarhlífinni á Clubsport er fjögurra sýlindra, tveggja lítra forþjöppu bensínvél með beinni innspýtingu sem skilar 265 hestöflum. Hámarkshraðinn er 250 km/klst. og hann er í 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki nóg með það heldur er vélin útbúin „overboost“ búnaði sem eykur kraftinn upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Golf GTI Clubsport er ekki aðeins með meira afl undir húddinu heldur hafa fjöðrunin og loftmótstaðan verið endurbætt. Með hlutum eins og vindkljúfi á þakinu og breyttum framstuðara næst meiri niðurkraftur og þar af leiðandi eykst stöðugleiki og veggrip þannig að Golf GTI Clubsport nær miklum stöðugleika á miklum hraða og í hröðum beygjum.

Það sem aðgreinir ytra útlit Clubsport frá hefðbundnum Golf GTI er framstuðarinn sem skartar aukaflipum á sitt hvorri hliðinni, öðruvísi hliðarsvuntur, breytt lögun á vindkljúfi á þaki og svunta sem er innbyggð í afturstuðarann. Svörtu skreytingarnar á hliðunum er vísun í upphaflega Golf GTI frá 1976 og svarta þakið og hliðarspeglarnir gefa Clubsport yfirbragð kappakstursbíls. 18 tommu álfelgur setja svo punktinn yfir i-ið. Að innan skartar Clubsport vandaðri hönnun. Sportsætin eru að hluta til klædd Alcantara-leðri og köflóttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. 

Skoda Octavia Driver´s Editon

Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en hann var mesti seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. Heillandi og haganleg hönnun bílsins gerir það að verkum að nægt pláss er fyrir alla farþega hans ásamt helling af farangri ...

Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en hann var mesti seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. Heillandi og haganleg hönnun bílsins gerir það að verkum að nægt pláss er fyrir alla farþega hans ásamt helling af farangri. Skoda Octavia kemur með miklu úrvali af öryggisbúnaði og fékk 5 stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP

Octavia er með öflugar og sparneytnar vélar og fæst með fjölbreyttum aflgjöfum. Hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín og nú er komin sérútgáfa af þessum vinsæla bíl; Skoda Octavia Drivers Edition. Af því tilefni  bjóðum við hann með aukahlutapakka á einstöku kynningartilboði.

Drivers Edition aukahlutapakkinn samanstendur af:

  • Xenon/LED framljósum
  • Climatronic miðstöð
  • Krómpakka
  • 17" álfelgum
  • 16" álfelgum á vetrardekkjum
  • Leiðsögukerfi með SD korti

Heildarverðmæti 740.960 kr.
Tilboðsverð á pakka 349.000 kr.
Afsláttur 391.960 kr.

Verð á Skoda Octavia með aukahlutapakka er frá: 3.839.000 kr.

Nánar um Skoda Octavia: http://www.skoda.is/models/new-octavia/yfirlit/

Höldur á Akureyri fær fjórða Moggabílinn afhentan!

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur ...

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur og á dögunum fengu þeir þann fjórða afhentan. „Við erum afskaplega ánægðir með þessa bíla og höfum verið að keyra þá í kringum 225.000 kílómetra ári. Það er gott að vinna á þeim og umgangast, þeir eru sterkir og jafnframt mjög hagstæðir í rekstri og eyðslugrannir. Bílarnir hafa svo sannarlega reynst okkur vel enda er þetta fjórði bíllinn sem við erum að taka í notkun núna,“ segir Eggert Jóhannsson, viðskiptastjóri hjá Höldi Akureyri.

Það var Pálmi V. Snorra hjá Höldi sem tók á móti fjórða bílnum; Volkswagen Transporter með milliháu þaki og fjórhjóladrifi sem er mikill kostur þar sem það er allra veðra á leið um landið. „Það er nauðsynlegt er fyrir okkur að hafa þá fjórhjóladrifna við oft og tíðum krefjandi vetraraðstæður á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Eggert.

Nýr Volkswagen Tiguan með hæstu einkunn í Euro NCAP!

Nýr Tiguan hlaut nýverið fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP en það er hæsta mögulega einkunn sem gefin er. Stjörnugjöfin byggir á ...

Nýr Tiguan hlaut nýverið fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP en það er hæsta mögulega einkunn sem gefin er. Stjörnugjöfin byggir á niðurstöðum úr stöðluðum öryggisprófunum á fjórum öryggisþáttum: öryggi fullorðinna, öryggi barna, öryggi gangandi vegfarenda og tæknibúnaði. Þessi glæsilega einkunnagjöf staðfestir að nýr Tiguan er einn öruggasti bílinn í Evrópu.