Fara í efni

Fréttir

Sala tengiltvinnbíla hjá HEKLU jókst um 448%

Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið ...

Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið í sölu vistvænna bifreiða hjá umboðinu. Það sem af er árinu hefur HEKLA þegar selt fleiri tengiltvinnbíla en allt árið 2015.

„Íslenskir bíleigendur eru að verða æ meðvitaðri um kosti vistvænna bifreiða og þessi gríðarlega aukning í sölu tengiltvinnbíla hjá HEKLU ber þess skýr merki. HEKLA er leiðandi á þessum markaði, bæði hvað varðar fjölda vörumerkja sem og fjölda tegunda og við höldum ótrauð áfram að þjóna viðskiptavinum okkar um allt land,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU.

Söluhæstur tengiltvinnbíla er Volkswagen Golf GTE en sú tegund er jafnframt með 35% markaðshlutdeild i þessum flokki. Bílar frá HEKLU eru með 55% markaðshlutdeild í flokki tengiltvinnbíla.

Meðfylgjandi eru gögn sem sýna sölu tengiltvinnbíla á Íslandi á þessu tímabili.

Ný kynslóð Volkswagen Tiguan frumsýnd

HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um ...

HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um andlitsmálningu fyrir börnin. Samtímis verður nýr Tiguan einnig frumsýndur á Bílási Akranesi, Höldi Akureyri, Heklu Reykjanesbæ og Bílasölu Selfoss.

Volkswagen Tiguan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007 og hefur síðan þá tryggt sér öruggan sess í blómlegum flokki jepplinga. Nýju kynslóðarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæningu enda hefur bíllinn verið mikið uppfærður. Hönnuðir og verkfræðingar Volkswagen settu sér það markmið að smíða jeppling sem væri fágaður, en næði að blanda saman torfærueiginleikum og aksturseiginleikum fólksbíls, ásamt þægindum, og sveigjanleika fjölnotabíla. Í nýjum Volkswagen Tiguan endurspeglast því framúrskarandi hönnun, sígild gæði og ríkulegt innanrými sem er hlaðið tækninýjungum.

„Nýr Tiguan er frábær kostur fyrir þá sem gera miklar kröfur til útlits og gæða. Hann er orðinn 60 mm lengri og 30 mm breiðari en fyrirrennarinn en samt 53 kílóum léttari og með breyttum hlutföllum hefur stöðugleikinn aukist ásamt því að útlitið er orðið sportlegra og stílhreinna,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, sem er spenntur fyrir því að kynna nýjan Tiguan.

„Það var stefnt að byltingarkenndum breytingum á nýja bílnum og útkoman er alveg frábær. Þetta er hagkvæmur jepplingur í háum gæðaflokki fyrir stórar og smáar fjölskyldur sem vantar rúmgóðan og notendavænan bíl til lengri og styttri ferða. Hann býr yfir frábærum aksturseiginleikum hvort sem er innanbæjar eða á vegum úti og svo kemur hann með 5 ára ábyrgð.“

Í nýjum Tiguan er gott framboð skilvirkra bensín- og dísilvéla sem eru frá 150-240 hestöfl og hann er með allt að 2500 kg dráttargetu. Vélarnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikinn togkraft við lágan snúning sem næst með skilvirkri forþjöppu, en það skilar sér bæði í meiri sparneytni og akstursþægindum. Tiguan hefur heldur aldrei verið rúmbetri en nú. 77 mm hafa bæst við á milli öxlanna og bíllinn er með eitt mesta farangursrýmið í sínum flokki. Það er 615 lítra og 1655 lítra þegar aftursætin eru felld niður og aukið pláss kemur einnig farþegum til góða sem fá 29 mm meira fótarými.

Ný kynslóð Tiguan er hönnuð með hámarksöryggi að leiðarljósi við allar aðstæður og er vel búinn snjalltækjabúnaði og aðstoðarkerfum sem eru nauðsynleg við erfiðar akstursaðstæður. Meðal staðalbúnaðar er árekstrarvörn, sjálfvirk neyðarbremsun og vegfarendavöktun og Tiguan hlaut nýverið hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

Hér má kynnast Volkswagen Tiguan betur: http://www.volkswagen.is/is/Tegundir/tiguan/forsida.html

Nánari upplýsingar gefur Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, í síma 590 5584.

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgi

Lokað er hjá HEKLU bílaumboði laugardaginn 30. júlí.

Afgreiðslutími um verslunarmannahelgina

Laugardagur   30. júlí    LOKAÐ
Sunnudagur   31. júlí     LOKAÐ
Mánudagur      1. ágúst  LOKAÐ
Þriðjudagur     2. ágúst   OPIÐ – venjulegur afgreiðslutími

Öflugasti Golf GTI frá upphafi er mættur í HEKLU

Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk.

Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk.

Undir vélarhlífinni á Clubsport er fjögurra sýlindra, tveggja lítra forþjöppu bensínvél með beinni innspýtingu sem skilar 265 hestöflum. Hámarkshraðinn er 250 km/klst. og hann er í 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki nóg með það heldur er vélin útbúin „overboost“ búnaði sem eykur kraftinn upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Golf GTI Clubsport er ekki aðeins með meira afl undir húddinu heldur hafa fjöðrunin og loftmótstaðan verið endurbætt. Með hlutum eins og vindkljúfi á þakinu og breyttum framstuðara næst meiri niðurkraftur og þar af leiðandi eykst stöðugleiki og veggrip þannig að Golf GTI Clubsport nær miklum stöðugleika á miklum hraða og í hröðum beygjum.

Það sem aðgreinir ytra útlit Clubsport frá hefðbundnum Golf GTI er framstuðarinn sem skartar aukaflipum á sitt hvorri hliðinni, öðruvísi hliðarsvuntur, breytt lögun á vindkljúfi á þaki og svunta sem er innbyggð í afturstuðarann. Svörtu skreytingarnar á hliðunum er vísun í upphaflega Golf GTI frá 1976 og svarta þakið og hliðarspeglarnir gefa Clubsport yfirbragð kappakstursbíls. 18 tommu álfelgur setja svo punktinn yfir i-ið. Að innan skartar Clubsport vandaðri hönnun. Sportsætin eru að hluta til klædd Alcantara-leðri og köflóttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. 

Skoda Octavia Driver´s Editon

Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en hann var mesti seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. Heillandi og haganleg hönnun bílsins gerir það að verkum að nægt pláss er fyrir alla farþega hans ásamt helling af farangri ...

Skoda Octavia er Íslendingum að góðu kunnur en hann var mesti seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. Heillandi og haganleg hönnun bílsins gerir það að verkum að nægt pláss er fyrir alla farþega hans ásamt helling af farangri. Skoda Octavia kemur með miklu úrvali af öryggisbúnaði og fékk 5 stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP

Octavia er með öflugar og sparneytnar vélar og fæst með fjölbreyttum aflgjöfum. Hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín og nú er komin sérútgáfa af þessum vinsæla bíl; Skoda Octavia Drivers Edition. Af því tilefni  bjóðum við hann með aukahlutapakka á einstöku kynningartilboði.

Drivers Edition aukahlutapakkinn samanstendur af:

  • Xenon/LED framljósum
  • Climatronic miðstöð
  • Krómpakka
  • 17" álfelgum
  • 16" álfelgum á vetrardekkjum
  • Leiðsögukerfi með SD korti

Heildarverðmæti 740.960 kr.
Tilboðsverð á pakka 349.000 kr.
Afsláttur 391.960 kr.

Verð á Skoda Octavia með aukahlutapakka er frá: 3.839.000 kr.

Nánar um Skoda Octavia: http://www.skoda.is/models/new-octavia/yfirlit/

Höldur á Akureyri fær fjórða Moggabílinn afhentan!

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur ...

Höldur hf – Bílaleiga Akureyrar sér um að koma Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar og notar til þessi Volkswagen atvinnubílinn Transporter. Reglan er sú að þeir skipta bílunum út eftir um 350.000 kílómetra akstur og á dögunum fengu þeir þann fjórða afhentan. „Við erum afskaplega ánægðir með þessa bíla og höfum verið að keyra þá í kringum 225.000 kílómetra ári. Það er gott að vinna á þeim og umgangast, þeir eru sterkir og jafnframt mjög hagstæðir í rekstri og eyðslugrannir. Bílarnir hafa svo sannarlega reynst okkur vel enda er þetta fjórði bíllinn sem við erum að taka í notkun núna,“ segir Eggert Jóhannsson, viðskiptastjóri hjá Höldi Akureyri.

Það var Pálmi V. Snorra hjá Höldi sem tók á móti fjórða bílnum; Volkswagen Transporter með milliháu þaki og fjórhjóladrifi sem er mikill kostur þar sem það er allra veðra á leið um landið. „Það er nauðsynlegt er fyrir okkur að hafa þá fjórhjóladrifna við oft og tíðum krefjandi vetraraðstæður á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Eggert.

Nýr Volkswagen Tiguan með hæstu einkunn í Euro NCAP!

Nýr Tiguan hlaut nýverið fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP en það er hæsta mögulega einkunn sem gefin er. Stjörnugjöfin byggir á ...

Nýr Tiguan hlaut nýverið fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP en það er hæsta mögulega einkunn sem gefin er. Stjörnugjöfin byggir á niðurstöðum úr stöðluðum öryggisprófunum á fjórum öryggisþáttum: öryggi fullorðinna, öryggi barna, öryggi gangandi vegfarenda og tæknibúnaði. Þessi glæsilega einkunnagjöf staðfestir að nýr Tiguan er einn öruggasti bílinn í Evrópu.

Freyja fær afhentan sjö manna Caddy

Baráttukonan, meistaraneminn og varaþingkonan Freyja Haraldsdóttir fékk á dögunum afhentan sérútbúinn sjö manna Volkswagen Caddy Comfortline. Freyja er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) ...

Baráttukonan, meistaraneminn og varaþingkonan Freyja Haraldsdóttir fékk á dögunum afhentan sérútbúinn sjö manna Volkswagen Caddy Comfortline. Freyja er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og bíllinn hefur verið aðlagaður að þörfum Freyju og aðstoðarfólks hennar. Hann er útbúinn hjólastólaramp og sérstökum festingum í gólfi en að auki getur hann lagt sjálfur í stæði sem kemur sér vel á svona stórum og veglegum bíl.

Það var Ívar Þór Sigurþórsson, sölustjóri Volkswagen Atvinnubíla, sem afhenti Freyju Caddy-inn góða en hún hefur verið bíllaus um langa hríð og var að vonum ánægð með nýjan fararkost. Aðspurð sagðist hún ætla að fórna því að horfa á landsleik Íslands og Austurríkis í  fótbolta og fara heldur í langþráðan bíltúr og hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Tímasetning afhendingarinnar var skemmtileg en Freyja átti einmitt stórafmæli þann 27. júní síðastliðinn og varð þá þrítug. HEKLA óskar Freyju til hamingju með bílinn og afmælið. 

Skoda Octavia G-Tec fæst nú sjálfskiptur!

Skoda Octavia G-Tec er einn vinsælasti bíllinn hjá Skoda og hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því hann var kynntur til leiks í fyrra vor. Um er að ræða metanútgáfuna af hefðbundnum Skoda Octavia ...

Skoda Octavia G-Tec er einn vinsælasti bíllinn hjá Skoda og hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því hann var kynntur til leiks í fyrra vor. Um er að ræða metanútgáfuna af hefðbundnum Skoda Octavia sem er Íslendingum að góðu kunnur og var mest seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. G-Tec sam­ein­ar kost­i met­ans og bens­íns þar sem hann nýt­ir ís­lenska orku og lækk­ar eldsneyt­is­kostnað um allt að 35% og er því tilvalinn bíll fyr­ir þá sem sækj­ast eft­ir um­hverf­i­s­væn­um og spar­neytn­um far­kosti. Leggja má G-Tec frítt í stæði og þar sem hann er án vörugjalda kemur verðið skemmtilega á óvart en sjálfskiptur Skoda Oktavia G-Tec kostar frá 3.690.000 kr. G-Tec hefur hingað til aðeins fengist beinskiptur en nú er einnig hægt að fá hann sjálfskiptan og von er á fyrstu sjálfskiptu eintökunum í hús.            

Team Skoda í öðru sæti!

Garparnir í Team Skoda stóðu sig eins og hetjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon 2016 og höfnuðu í öðru sæti ...

Garparnir í Team Skoda stóðu sig eins og hetjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon 2016 og höfnuðu í öðru sæti. Hópurinn samanstóð af tíu liðsmönnum, þeim Sigurði Borgari Guðmundssyni Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Gunnlaugi Jónssyni, Elvari Erni Reynissyni, Stefáni H. Erlingssyni, Garðari Smárasyni, Kristjáni Sigurðssyni og Eiríki Kristinssyni ásamt nýjasta liðsaukanum, Ingvari Ómarssyni. Ingvar er Íslandsmeistari í hjólreiðum og eini atvinnumaður Íslendinga en hann hljóp í skarðið þegar Rúnar Jónsson, fyrrverandi margfaldur Íslandsmeistari í Rallí, rifbeinsbrotnaði og varð að hætta við keppni.

Síðustu tvö árin hefur Team Skoda hafnað í fjórða sæti og í þetta sinn var markmiðið að komast á verðlaunapall. Það tókst svona glimrandi vel og liðið hjólaði 1358 kílómetra hringinn í kringum landið á rúmlega 37 og hálfri klukkustund. HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur.