Fara í efni

Fréttir

Freyja fær afhentan sjö manna Caddy

Baráttukonan, meistaraneminn og varaþingkonan Freyja Haraldsdóttir fékk á dögunum afhentan sérútbúinn sjö manna Volkswagen Caddy Comfortline. Freyja er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) ...

Baráttukonan, meistaraneminn og varaþingkonan Freyja Haraldsdóttir fékk á dögunum afhentan sérútbúinn sjö manna Volkswagen Caddy Comfortline. Freyja er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og bíllinn hefur verið aðlagaður að þörfum Freyju og aðstoðarfólks hennar. Hann er útbúinn hjólastólaramp og sérstökum festingum í gólfi en að auki getur hann lagt sjálfur í stæði sem kemur sér vel á svona stórum og veglegum bíl.

Það var Ívar Þór Sigurþórsson, sölustjóri Volkswagen Atvinnubíla, sem afhenti Freyju Caddy-inn góða en hún hefur verið bíllaus um langa hríð og var að vonum ánægð með nýjan fararkost. Aðspurð sagðist hún ætla að fórna því að horfa á landsleik Íslands og Austurríkis í  fótbolta og fara heldur í langþráðan bíltúr og hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Tímasetning afhendingarinnar var skemmtileg en Freyja átti einmitt stórafmæli þann 27. júní síðastliðinn og varð þá þrítug. HEKLA óskar Freyju til hamingju með bílinn og afmælið. 

Skoda Octavia G-Tec fæst nú sjálfskiptur!

Skoda Octavia G-Tec er einn vinsælasti bíllinn hjá Skoda og hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því hann var kynntur til leiks í fyrra vor. Um er að ræða metanútgáfuna af hefðbundnum Skoda Octavia ...

Skoda Octavia G-Tec er einn vinsælasti bíllinn hjá Skoda og hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því hann var kynntur til leiks í fyrra vor. Um er að ræða metanútgáfuna af hefðbundnum Skoda Octavia sem er Íslendingum að góðu kunnur og var mest seldi bíllinn hérlendis á síðasta ári. G-Tec sam­ein­ar kost­i met­ans og bens­íns þar sem hann nýt­ir ís­lenska orku og lækk­ar eldsneyt­is­kostnað um allt að 35% og er því tilvalinn bíll fyr­ir þá sem sækj­ast eft­ir um­hverf­i­s­væn­um og spar­neytn­um far­kosti. Leggja má G-Tec frítt í stæði og þar sem hann er án vörugjalda kemur verðið skemmtilega á óvart en sjálfskiptur Skoda Oktavia G-Tec kostar frá 3.690.000 kr. G-Tec hefur hingað til aðeins fengist beinskiptur en nú er einnig hægt að fá hann sjálfskiptan og von er á fyrstu sjálfskiptu eintökunum í hús.            

Team Skoda í öðru sæti!

Garparnir í Team Skoda stóðu sig eins og hetjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon 2016 og höfnuðu í öðru sæti ...

Garparnir í Team Skoda stóðu sig eins og hetjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon 2016 og höfnuðu í öðru sæti. Hópurinn samanstóð af tíu liðsmönnum, þeim Sigurði Borgari Guðmundssyni Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Gunnlaugi Jónssyni, Elvari Erni Reynissyni, Stefáni H. Erlingssyni, Garðari Smárasyni, Kristjáni Sigurðssyni og Eiríki Kristinssyni ásamt nýjasta liðsaukanum, Ingvari Ómarssyni. Ingvar er Íslandsmeistari í hjólreiðum og eini atvinnumaður Íslendinga en hann hljóp í skarðið þegar Rúnar Jónsson, fyrrverandi margfaldur Íslandsmeistari í Rallí, rifbeinsbrotnaði og varð að hætta við keppni.

Síðustu tvö árin hefur Team Skoda hafnað í fjórða sæti og í þetta sinn var markmiðið að komast á verðlaunapall. Það tókst svona glimrandi vel og liðið hjólaði 1358 kílómetra hringinn í kringum landið á rúmlega 37 og hálfri klukkustund. HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur.

 

Team Skoda er í startholunum!

Miðvikudaginn 15. júní hefst WOW Cyclothon, stærsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi. Keppnin verður ræst í Egilshöll klukkan sex og tilhlökkunin í Team Skoda er yfirgengileg. „Það verður hamagangur í byrjun og við búumst við mikilli stöðukeppni í Hvalfirðinum þar sem liðin reyna að skilja sig frá massanum og búa sér til vígstöðvar,“ segir Sigurður Borgar Guðmundsson, liðsmaður Team Skoda.

Miðvikudaginn 15. júní hefst WOW Cyclothon, stærsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi. Keppnin verður ræst í Egilshöll klukkan sex og tilhlökkunin í Team Skoda er yfirgengileg. „Það verður hamagangur í byrjun og við búumst við mikilli stöðukeppni í Hvalfirðinum þar sem liðin reyna að skilja sig frá massanum og búa sér til vígstöðvar,“ segir Sigurður Borgar Guðmundsson, liðsmaður Team Skoda.

Í ár samanstendur hópurinn af tíu liðsmönnum. Auk Sigurðar Borgars eru það þeir Elías Níelsson, Guðmundur J. Tómasson, Gunnlaugur Jónsson, Elvar Örn Reynisson, Stefán H. Erlingsson, Garðar Smárason, Kristján Sigurðsson og Eiríkur Kristinsson ásamt nýjasta liðsaukanum, Ingvari Ómarssyni. Ingvar er Íslandsmeistari í hjólreiðum og eini atvinnumaður Íslendinga en hann hljóp í skarðið þegar Rúnar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari í Rallí, rifbeinsbrotnaði og varð að hætta við keppni.

WOW Cyclothon stendur frá 15. – 17. júní og á þeim tíma er hjólað hringinn í kringum landið með boðsveitarformi þar sem liðsmenn skipta með sér þeim 1358 kílómetrum sem hringurinn spannar. Team Skoda hefur æft stíft fyrir keppnina og stefnir á pall en síðustu tvö árin hefur liðið hneppt fjórða sætið. „Við höfum æft meira og minna í allan vetur og vor og það er mikill hugur í okkur,“ segir Sigurður Borgar sem er reiðubúinn í slaginn.

Breyttur afgreiðslutími í sumar

Við vekjum athygli á breyttum afgreiðslutíma verkstæðismóttöku á föstudögum í sumar.

Við vekjum athygli á breyttum afgreiðslutíma verkstæðismóttöku á föstudögum í sumar.

Fram yfir Verslunarmannahelgi verður opið í verkstæðismóttöku frá klukkan 7.45-17.00 á föstudögum. Afgreiðslutími mánudaga til fimmtudaga er óbreyttur.

HEKLA á leið um landið

Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.

Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.

Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Hellu. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur auk þess sem gestir og gangandi geta skráð sig í skemmtilegan leik þar sem meðal annars er hægt að vinna stúkumiða á Justin Bieber og veglegan ferðavinning en dregið verður úr pottinum þann 16. júní.

„Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en þrír til fjórir staðir verða heimsóttir á dag,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, sem er einn af átta starfsmönnum HEKLU sem tekur þátt í hringferðinni. „Það verða átta bílar með í hringferðinni og við munum bjóða upp á reynsluakstur og alls kyns skemmtilegheit. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar. Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU (https://www.facebook.com/hekla.is) þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.“

HEKLA verður á eftirfarandi stöðum:

Mánudagurinn 30. maí:
Hvammstangi, við Félagsheimilið, frá kl. 14-15
Blönduós, N1, frá kl. 17-18
Skagaströnd, Olís, frá kl. 20-21

Þriðjudagurinn 31. maí:
Sauðárkrókur, KS Bíla og vélaverkstæði, frá kl. 10-12
Siglufjörður, Olís, frá kl. 14-16
Ólafsfjörður, Olís, frá kl. 17-18
Dalvík, N1, frá kl. 20-21

Miðvikudagurinn 1. júní:
Húsavík, N1,  frá kl. 10-11
Kópasker, N1,  frá kl. 13-14
Raufarhöfn, N1, frá kl. 16-17
Þórshöfn, N1, frá kl. 20-21

Fimmtudagurinn 2. júní:
Vopnafjörður, Kauptún, frá kl. 10-11
Egilsstaðir, Bílaverkstæði Austurlands, frá kl. 14-16
Seyðisfjörður, Orkuskálinn, frá kl. 17-18
Reyðarfjörður, Olís, frá kl. 20-21

Föstudagurinn 3. júní:
Neskaupstaður, Olís, frá kl. 10-11
Eskifjörður, Samkaup, frá kl. 13-14
Fáskrúðsfjörður, Kaffi Sumarlína, frá kl. 16-17
Stöðvarfjörður, Saxa Fjarðarbraut, frá kl. 18-19

Laugardagurinn 4. júní:
Breiðdalsvík, Hótel Bláfell, frá kl. 10-11
Djúpivogur, Samkaupsplan, frá kl. 13-14
Höfn í Hornafirði, Olís, frá kl. 17-19 

Sunnudagurinn 5. júní:
Kirkjubæjarklaustur, N1 Skaftárskáli, frá kl. 10-11
Vík, N1 Víkurskáli, frá kl. 13-14
Hvolsvöllur, Hlíðarendi, frá kl. 16-17
Hella, Olís, frá kl. 18-19

HEKLA fagnar árlegum SKODA degi

Það er orðið að árlegri hefð að halda SKODA daginn hátíðlegan og laugardaginn 28. maí verður blásið til veislu í höfuðstöðvum SKODA við Laugaveg 170 – 174. Stórskemmtilegir SKODA bílar verða í aðalhlutverki

Það er orðið að árlegri hefð að halda SKODA daginn hátíðlegan og laugardaginn 28. maí verður blásið til veislu í höfuðstöðvum SKODA við Laugaveg 170 – 174. Stórskemmtilegir SKODA bílar verða í aðalhlutverki og má þar nefna Octavia G-TEC sem gengur fyrir bæði metan og bensíni, brakandi ferska borgarbíllinn Fabia og flaggskip SKODA, margverðlaunaðan Superb.

„SKODA býður breitt úrval af bílum og við verðum að sjálfsögðu með allt það nýjasta til sýnis á laugardaginn. Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, gómsætar pylsur og andlitsmálningu fyrir börnin og ég á vona að þetta verði skemmtilegur dagur að vanda,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri SKODA, sem hvetur fólk til að líta við og skoða úrvalið.

Stórsýning HEKLU í Vestmannaeyjum

Á dögunum gerðu bílaumboðið HEKLA og Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar ehf. með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu fyrir Eyjamenn. Af þessu tilefni bjóða HEKLA og Nethamar til stórsýningar í höfuðstöðvum Nethamars, Garðavegi 15, á morgun milli klukkan 12 og 19. Til sýnis verður glæsilegt úrval bifreiða á borð við Mitsubishi Outlander PHEV, Audi Q7, Passat GTE og Skoda Fabia og að auki verður boðið upp á reynsluakstur.

Á dögunum gerðu bílaumboðið HEKLA og Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar ehf. með sér samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu fyrir Eyjamenn. Af þessu tilefni bjóða HEKLA og Nethamar til stórsýningar í höfuðstöðvum Nethamars, Garðavegi 15, á morgun milli klukkan 12 og 19. Til sýnis verður glæsilegt úrval bifreiða á borð við Mitsubishi Outlander PHEV, Audi Q7, Passat GTE og Skoda Fabia og að auki verður boðið upp á reynsluakstur.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lokað Hvítasunnuhelgina

Það verður LOKAÐ í sýningarsölum okkar um Hvítasunnuhelgina og við opnum aftur þriðjudaginn 17. maí.

Kæru viðskiptavinir,

Það verður LOKAÐ í sýningarsölum okkar um Hvítasunnuhelgina og við opnum aftur
þriðjudaginn 17. maí.

Njótið helgarinnar!

Volkswagen dagurinn haldinn með pompi og prakt

Laugardaginn 7. maí heldur HEKLA hinn árlega Volkswagen dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170. Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur við þetta tilefni en þessi vistvæni tengiltvinnbíll er nýjasta viðbótin í Volkswagen fjölskyldunni.

Laugardaginn 7. maí heldur HEKLA hinn árlega Volkswagen dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170.

Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur við þetta tilefni en þessi vistvæni tengiltvinnbíll er nýjasta viðbótin í Volkswagen fjölskyldunni. Passat GTE sameinar það besta úr báðum heimum. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og honum má leggja frítt í stæði. Hann nær allt að 50 kílómetra vegalengd á rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs. Passat GTE kemur með 1.4 TSI vél með innbyggðum rafmótor sem samanlagt eru 218 hestöfl. Meðaleyðsla er 1,6 l. á hverja 100 kílómetra og hann er 7,4 sekúndur í hundraðið. Meðal staðalbúnaðar í Passat GTE er Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, lyklalaus ræsing, margmiðlunartæki með 6.5" litaskjá, 7 loftpúðar, nálgunarvarar að aftan og framan, bakkmyndavél, litað gler í afturrúðum, rafmagnsopnun á afturhlera og 17" Montpellier álfelgur. Volkswagen Passat GTE kostar frá aðeins 4.990.000 krónum.

„Volkswagen dagurinn er orðinn að árlegum viðburði hjá okkur og það skapast alltaf mikil stemning fyrir honum. Á laugardaginn ætlum við að kynna nýjan Volkswagen Passat GTE sem við höfum beðið spennt eftir en hann er annar tengiltvinnbíllinn frá Volkswagen og gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Hann er frábær viðbót við vöruúrvalið okkar og við mælum með því að fólk prófi,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkswagen sem hvetur fólk til að líta við á Volkswagen daginn.

Auk Passat GTE verður til sýnis glæsilegt úrval Volkswagen bíla sem spannar allan skalann frá snarpa borgarbílnum up! til Touareg. Þá verðum við með sértilboð á sýningarbílum á staðnum. Veltibíllinn vinsæli lætur sig ekki vanta en hann hefur farið með Íslendinga hring eftir hring síðan árið 1995 og tekur snúning með gestum. Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, svellkaldan ís frá Valdís og blöðrudýr fyrir börnin.